REIÐHÖLLINN Í DAG!

Námskeið í dag detta niður svo reiðhöllinn er öll opinn eftir kl 16 :)
Frábær í þessu veðri og góð tækifæri til að æfa sig fyrir Fjórgang á miðvikudag. Endilega munið að tala saman og taka tillit til hvor aðra :) Góða skemmtun :D

Lausaganga hunda

 
Hundaeftirlitsmanni og Mosfellsbæ hefur borist fjölmargar kvartanir vegna lausagöngu hunda í hestahúshverfinu.
Lausaganga hund er óheimil skv. hundasamþykkt Mosfellsbæjar og gildir það einnig um hesthúsahverfið.
Við vorum beðnir að koma þessa skilaboðum til eigenda hesthúsa á svæðinu að hafa hunda sína ekki lausa.
Hundaeftirlitsmaður mun fylgjast með málinu og fara í aðgerðir við handsömun hunda ef ástand lagast ekki.
 
Tómas G. Gíslason
Umhverfisstjóri Mosfellsbæjar

Dymbilvikusýningu Spretts 17.apríl

Þeir félagsmenn sem hafa undir höndum góð kynbótahross í góðu formi ræktuð af Harðarfélaga
og hafa áhuga á að taka þátt í Dymbilviku Spretts hafi samband við
Kristinn Már   This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vali verða 3-6 álitlegustu hrossin til að taka þátt.

 

Keppnin stendur á milli eftirfarandi félaga:

    * Fákur

    * Sprettur

    * Hörður

    * Sóti

    * Adam

    * Sörli

    * Máni

Hesthúsalóðir – breyting á deiliskipulagi

 

Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 6. mars var tekin fyrir tillaga að breyttu deiliskipulagi og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.  Tillagan fólst í því að fela skipulagsstjóra bæjarins að auglýsa fyrstu 3 áfanga deiliskipulagsins.  Málið á sér nokkuð langan aðdraganda, en það er mat stjórnar félagsins að fjölga þurfi lóðum undir hesthús hér á Varmárbökkum. Ákveðið var að hafa húsin heldur fleiri en færri, svo ekki þurfi að breyta deiliskipulagi aftur næstu 10 – 15 árin.  Ekki er víst að öllum þeim lóðum sem eru á deiliskipulaginu verði úthlutað og t.d. flestar lóðirnar eru á „Sorpusvæðinu“ og eðli máls samkvæmt verður sá hluti deiliskipulagsins ekki auglýstur fyrr en Sorpa flytur.  Hvenær það verður liggur ekki fyrir, en væntanlega verður það innan fárra ára.  Fyrri hugmynd um uppbyggingu nýs hverfis upp í dal eða annarsstaðar, eru góðra gjalda verðar, en uppbygging á nýju svæði krefst annarrar reiðhallar, annars hringvallar ex.ex.  Á þessu stigi er erfitt að segja til um hvenær nýjar lóðir verða auglýstar, en það gæti orðið í sumar eða næsta haust.

 

7.9. 201809062 - Varmárbakkar, lóðir fyrir hesthús - breyting á deiliskipulagi

Á 469. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur formanni nefndar og skipulagsfulltrúa að ræða við stjórn hestamannafélagsins." Haldnir hafa verið fundir. Lögð fram hugmynd að breytingu á svæðinu.

Niðurstaða 479. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi fyrir áfanga 1, 2 og 3.

 

 

 

Föstudag næstkomandi - Reiðhöllinn

Kæru Harðar félagar, föstudaginn næstkomandi milli 21:00 og 23:00 verða æfingatímar fyrir gæðingafimina í Hrímnis mótaröðinni og verða þeir sem ætla að æfa sig fyrir það í forgang. Biðjum við því fólk sem ætlar að nota reiðhöllina á þessum tíma að sýna tillitsemi:)

FEIF Youth Camp 2019

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sumarbúðirnar sem verða haldnar dagana 7. – 14. júlí 2019 á Íslandi. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krökkum frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál. Umsækjendur þurfa að hafa einhverja reynslu í hestamennsku, vera félagar í hestamannafélagi og skilja og geta talað ensku.

Búðirnar eru haldnar í Hestheimum sem er u.þ.b. 100 km frá Reykjavík. Það verður boðið upp á fjölbreytt viðfangsefni og meðal annars farið í útreiðatúra í fallegu umhverfi, rútuferð að sjá Gullfoss og Geysi, heimsókn til Friðheima þar sem ræktaðir eru tómatar og að Efstadal en þar er bændagisting og veitingastaður.

Það sem þátttakendur munu hafa fyrir stafni er t.d:

  • Reiðtúrar
  • Gönguferðir
  • Íslenskukennsla
  • Íslensk saga kynnt
  • Hópavinna
  • Sundferðir
  • Rútuferð (Gullfoss og Geysir)
  • Og margt fleira…

Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2019 og sótt eru um með því að fylla út þetta umsóknareyðublað. Í umsókninni er beðið um nafn, heimilsfang, kennitölu, símanúmer, hestamannafélag, ljósmynd og stutta frásögn af umsækjanda.

Þátttökugjald er 95.300 kr. og hefur hvert land rétt til að senda tvo þátttakendur en einnig verður biðlisti ef einhver lönd nýta sér ekki þann rétt að senda fulltrúa.

Hlökkum til að heyra frá ykkur

Kær kveðja,

Æskulýðsnefnd LH

 

https://www.lhhestar.is/is/frettir/auglyst-eftir-umsoknum-a-youth-camp-a-islandi

 

Frá formanni

Vetrarstarfið er að komast á fullt, flestir búnir að taka inn og dagurinn að lengjast.  Árshátíðin tókst mjög vel, góð mæting og hörkustuð.  Hlynur Ben spilaði fyrir dansi og var dansgólfið fullt frá fyrstu tónunum. Heldri menn og konur héldu Þorrablót í byrjun febrúar og mættu á annað hundrað manns.  Sérstakur gestur var hinn eini sanni Guðni Ágústsson og fór hann á kostum.  Ekki frá því að þakið hafi lyfst um nokkra sentimetra af hlátrasköllunum.  Verið er að vinna að breyttu deiliskipulagi fyrir hverfið með það í huga að fjölga hesthúsalóðum og verður það kynnt síðar.  Einnig er verið að vinna að breyttu deiliskipulagi fyrir Ævintýragarðinn og Tungubakkana og að nýju aðalskipulagi fyrir Mosfellsbæ.  Hestamannafélagið mun koma að þeim málum.  Vegagerðin er búin að setja undirgöng undir Reykjaveginn á dagskrá og er það vel. Stjórn hestamannaféalgsins er að vinna að framkvæmdaáætlun til næstu 7 ára og mun hún verða lögð fyrir Mosfellsbæ.  Framkvæmdaáætlunin mun verða kynnt hér á heimasíðu félagins og þar mun félagsmönnum gefast kostur á að koma góðum hugmyndum að.  Búið er að hanna lýsingu í gamla salinn í Harðarbóli og lýkur verkinu vonandi um miðjan næsta mánuð.  Stjórn félagsins ákvað að leggja niður beitarnefnd, amk tímabundið.  Við ætlum að teikna upp beitarsvæðið og ath með og gera tillögur að breytingum með betri og jafnari nýtingu í huga.  Teikningin verður síðan sett inn á heimasíðu félagsins með nöfnum og símanúmerum þeirra sem hafa beitarhólf.  Það auðveldar okkur hvað laus hross varðar.  Breytingar verða kynntar með góðum fyrirvara.  Félagið fékk 2ja milljóna kr styrk frá Samfélagssjóði Kaupfélags Kjalnesinga og verður sá styrkur nýttur í gerð Trek þrautabrautar.  Þrautabrautin verður staðsett fyrir neðan hringvöllinn í núverandi beitarhólfi formannsins.  Æskulýðsnefndin hefur séð og mun sjá um veitingasölu á mótum vetrarins og hefur það mælst mjög vel fyrir.  Mótanefnd starfar af miklum metnaði og var mjög góð aðsókn á Árshátíðarmótið um síðustu helgi. 

1 laus pláss á Keppnisnámskeið Börn/Unglingar/Ungmenni!

2. Hluti
18 mars
25 mars
01 april
08 apríl
15 apríl
29 apríl
06 maí
bóklegur tími ekki komin með dagsetningu
Í öðrum hluta námskeiðsins verður farið meira í undirbúning fyrir keppni, farið er að velja greinar sem henta hverju pari og hugað að verkefnum tengdu því. Þegar fer að vora og veður leyfir færist kennslan að hluta til út á keppnisvöllinn. Bókleg kennsla verður í fyrirlestraformi, nánari dagsetningu auglýst síðar.
Markmið annars hluta námsskeiðsins er að knaparnir öðlist þekkingu á þeim aðstæðum sem keppni í hestaíþróttum býður upp á, geti sett upp upphitun sem hentar hverju pari fyrir sig, stjórn á hugarfari í keppni, og geti sett upp verkefnið sem riðið er í keppni.
Kennari: Hinrik Sigurðsson reiðkennari Þjálfari stigs 2 hjá ÍSÍ.
Verkleg kennsla hefst mánudag 14. Janúar.
Verð
Seinni hluti 18. mars – 06. maí – verð 25.500 kr
Ef áhuga fyrir hendi er að hafa samband með Sonju í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.