Ónotaðir reiðhallarlyklar
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 16 2022 09:31
- Skrifað af Sonja

Sýnikennsla fimmtudagur 12 jan kl 19:00
09 jan
16 jan
23 jan
30 jan
06 feb
13 feb
Keppnisnamskeið Harðar fyrir börn, unglinga og ungmenni rennur af stað í byrjun janúar og eru sex skipti til að byrja með og verða kennd á mánudögum.
Tilgangur námskeiðsins er að byggja upp bæði knapa og hest fyrir komandi keppnistímabil. Ásamt þessu verður farið í að aðstoða þáttakendur við þjálfun hestanna sinna, bæta jafnvægi og stjórnun ásamt ásetu og stjórnun knapa.
Námskeiðið er í boði fyrir bæði krakka með keppnisreynslu og líka þau sem eru að taka sín fyrstu skref í keppni.
Það verður sýnikennsla fimmtudag 12.janúar sem allir nemendur eiga helst að mæta (innifalið). Verkleg kennsla hefst mánudaginn 09. janúar. ATH: Hver knapi getur bara skrá sig með einum hesti, enn möguleiki að skrá sig á biðlista með hest númer 2 ef eitthvað losnar í gegnum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kennari: Sigvaldi Lárus
Sigvaldi er útskrifaður Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.
Hann hefur yfirgripsmikla reynslu af reiðkennslu hvort sem það er undirbúningur fyrir keppni eða að aðstoða við þjálfun hesta og knapa. Sigvaldi hefur m.a. starfað sem reiðkennari við Háskólann á Hólum, við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, kennt Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari Hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ásamt því að hafa haldið reiðnámskeið hérlendis sem og erlendis.
Pláss fyrir 12 krakkar.
Verð 27.500 kr
Skráning opnar sunnudagurinn 20.11. Kl20:00
Skráningafrestur 06.01.2023
Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
ATH SKJRÁNING OPNAR Á SUNNUDEGI 20.11. KL 20:00 ( gott að setja áminning í sima)
TAKMARKAÐ PLÁSS!
ef áhuga er fyrir Knapamerki 4 eða 5 þá hafið samband sem fyrst í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Skráning lokar 30.12.22
Knapamerki 1 – Námskeið - bóklegt og verklegt
Knapinn öðlast vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum:
Kennt verður 2 bóklega (1,5h) og 10 verklegir tímar (plús verklega próf og bóklega próf),
Námskeið byrjar á bóklega tíma 02.janúar 2023 Kl 1700-1830, Aldurstakmark er 12 ára.
Dagsetningar:
Bóklegar tímar í Hardabol á mánudögum:
2.1. og 9.1. kl 1700-1830
Bóklegt próf þriðjudaginn 16. janúar 2023 – í Hardarboli Kl 1800-1900
Verklegar tímar á þriðjudögum í Blíðubakkahúsinu kl 18-19
24. / 31. Janúar 2022
7. / 14. / 21. / 28. Febrúar 2022
07. / 14. / 21. / 28. Mars 2022
Verklegt Próf: 04april2023 Kl 18-19
Kröfur til hestsins: Hesturinn verður að vera spennulaus og rólegur. Hesturinn þarf að hringteymast og fara um á brokki án vandarmála.
Kennari : Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Verð: Ungmenni 33.000 krónur með prófi og skírteini
Verð: Fullorðnir 45.000 krónur með prófi og skírteini
Knapamerki 2 – bóklegt og verklegt
Knapinn öðlast vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum:
Kennt verður 2 bóklega (1,5h) og 12 verklegir tímar (plús verklega próf og bóklega próf).
Námskeið byrjar á bóklega tíma 2.janúar 2023 Kl 1830.
Dagsetningar: Bóklegar tímar í Hardabol á mánudögum:
2.1. og 09.1. kl 1830-2000
Bóklegt próf mánudaginn 16. janúar 2023 – í Hardarboli Kl 1800-1900
Verklegar tímar Þriðjudagshópa Ragnheiður kl 16-17 (Unglingar / Ungmenni) 20-21 (ungmenni/fullorðnir) og 21-22 (Fullorðnir)
10.jan / 17jan / 24jan / 31jan
07feb / 14feb / 21feb / 28feb
07mars / 14mars / 21mars / 28mars
Verklegt Próf: 04april2022 Kl 20-21
Verklegar tímar Miðvikudagshópur (Sonja) kl 18-19 - yngri - jafnvel blandaður hópur
11jan / 18jan /25jan
01feb / 08feb / 15feb / 22feb
01mars / 08mars / 15mars / 22mars / 29mars
Verklegt próf 05april kl 18-19
Kröfur til knapans: Það þarf að vera búin með bóklega Knapamerki 1.
Kröfur til hestsins: Hesturinn verður að vera spennulaus og rólegur. Hesturinn þarf að fara um á brokki án vandarmála og einnig þarf að geta riðið tölt og taka stökk.
Kennarar: Ragnheiður Þorvalds á þriðjudögum og Sonja Noack á miðvikudögum
Verð: Ungmenni 38.000 krónur með prófi og skírteini
Verð: Fullorðnir 48.000 krónur með prófi og skírteini
Knapamerki 3
verklegur hluti (bóklegt er sérnámskeið sem alltaf kennt er um haustið)
Knapinn öðlast vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum:
Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta
Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu
Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum
Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma
Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt
Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku & umgengni
Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun
Kennt verður 1-2x í viku, á mánudögum og stundum á fimmtudögum, 18 verklegir tímar plús prófi og skírteini :
Kröfur til knapans: Búin með bóklega og verklega Knapamerki 2. Best er þegar Knapinn er búin að taka bóklega hluti í Knapamerki 3 um haustið.
Kröfur til hestsins: Hesturinn á að vera spennulaus og vera með fín gangskil af 4 gangtegundum.
Tímasetningar: Kl 19-20 (Miðvikudaga og suma föstudaga)
Dagsetningar
Janúar m11 / m18 / m25 / f27
Febrúar m01 / f03 / m08 / f10 / m15 / f17 / m22
Mars m01 / m08 / m15 / f17 / m22 / m29 / f31
Verklegt próf m05april kl 19-20
Kennari : Sonja Noack
Minnst 4, max 4 manns.
Námskeiðið byrjar 11. janúar 2023
Verð: Unglingar/Ungmenni 44.000 krónur
Verð: Fullorðnir 52.000 krónur með prófi og skírteini
Skráning á fer fram í gegnum Sportabler og opnar 20.11. kl 20:00
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
Nefndin var vel mönnuð þetta árið
-Sigurður H. Örnólfsson (formaður)
-Ragnheiður Þorvaldsdóttir
- Kristinn Sveinsson
- Rakel Katrín Sigurhansdóttir
- Ásta Friðjónsdóttir
- Jón Geir Sigurbjörnsson
- Viktoría Von Ragnarsdóttir
Segja má að keppnisárið 2022 hafi verið mun fjörlegra en fyrri ár vegna ástæðu sem við ætlum ekki að fjalla nánar um hér. Fjölmargir góðir styrktaraðilar komu að mótahaldinu og kunnum við þeim góðar þakkir.
3.vetrarmót
Keppnisárið hófst á hinu sívinsæla Grímutölti sem nú í ár var styrkt af Fiskbúð Mosfellsbæjar. Líkt og fyrri ár var mikið kapp lagt á flotta búninga. Annað vetrarmótið var Fáka-Fars mótið og slógum við svo endapunktinn með Lækjarbakkamótinu líkt og fyrri ár var stigasöfnun yfir öll mótin.
Íþróttamót Harðar
Á vordögum var haldið öflugt íþróttamót og voru skráningar um 190 talsins. Var mikil ánægja meðal þátttakenda, sérstaklega þar sem við viðhald valla var til sérstakrar fyrirmyndar með nýju vallartæki í eigu Harðar.
Gæðingamót og úrtökur fyrir Landsmót
Þar sem mikil eftirvænting hafði skapast meðal hestamanna fyrir þátttöku á Landsmóti eftir óvenju langt hlé, var öllu tjaldað til. Ákveðið var að halda opið æfingamót í byrjun maí fyrir þá sem stefndu á Landsmót, sóttist mótið vel og mikil ánægja með þetta framtak.
Úrtakan sjálf var svo haldin í samstarfi við Hestamannafélagið Adam og mætti einn hestur á þeirra vegum. Úrtakan var tvöföld og gilti betri árangur hests inn á landsmót, segja má að mikið kapp var í hesteigendum að koma hver sínum gæðing inná Landsmót og þátttaka var góð.
Tölumót
Haldinn voru tvö tölumót 19.06 og 13.06 sóttust bæði mótin vel og virðast þessi mót vera festa sig í sessi hjá Hestamannafélaginu Herði.
Mótanefndin þakkar öllum sem tók þátt, keppendur, dómurum og sjálfboðaliðum fyrir frábæra samveru og sjáumst hress á næsta ári.
Fyrir Hönd Mótanefndar
Sigurður Halldór Örnólfsson