- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, október 15 2024 19:43
-
Skrifað af Sonja
Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar miðvikudaginn 6. nóvember 2024 kl 20 í Harðarbóli.
Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 5. gr félagsins.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara
Formaður flytur skýrslu stjórnar
Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mánaða milliuppgjör
Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins
Reikningar bornir undir atkvæði
Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður
Árgjald ákveðið
Lagabreytingar
Kosningar samkvæmt 6. grein laga félagsins
Önnur mál
Fundarslit
6.grein
Stjórn félagsins skipa átta manns auk formanns. Stjórnin skiptir með sér verkum að undanskildum formanni, sem kosinn er beinni kosningu. Kosning stjórnar og formanns félagsins skal fara fram á aðalfundi félagsins samkvæmt eftirfarandi reglum:
Formaður skal kosinn til eins árs í senn og getur verið endurkjörinn alls þrisvar sinnum.
Átta meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára þannig að fjórir stjórnarmenn gangi úr stjórn ár hvert. Þeir sem ganga úr stjórn með þessum hætti geta verið endurkjörnir.
Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga félagsins til eins árs í senn.
Þá skal og kjósa fulltrúa félagsins á ársþing og aðalfundi þeirra samtaka sem félagið á aðild að en formaður félagsins skal þó teljast vera sjálfkjörinn. Aðalfundur getur heimilað stjórn að tilnefna fulltrúa til setu á fundum þeim sem getið er hér að framan.
Einungis félagar eldri en átján ára eru kjörgengir í kosningum til stjórnar, formanns félagsins, til að vera skoðunarmenn ársreikninga og til að vera fulltrúar félagsins á ársþingum og aðalfundum þeirra samtaka sem félagið á aðild að.
Framboð til kosninga á aðalfundi skulu berast stjórn minnst 7 dögum fyrir aðalfund.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, september 24 2024 21:41
-
Skrifað af Sonja
Boðið verður upp á bóklegt nám í öllum knapamerkjunum í haust sem fer fram á formi fjarkennslu. Því lýkur svo á skriflegu prófi sem fer fram í TM-höllinni í Spretti. Kennari er Sigrún Sig Hörður mun síðan bjóða upp á verklega kennslu eftir áramót ef þátttaka næst og verður það auglýst síðar. Hvetjum alla til að skrá sig í þetta skemmtilega og gagnlega nám sem hentar öllum aldurshópum!
Bókleg knapamerkjakennsla haustið 2024
Bókleg knapamerki verða kennd í október/ nóvember (ef næg þátttaka fæst) og lýkur námskeiðunum með skriflegum prófum í haust..
Námskeiðið er opið öllum þeim er hafa áhuga á að ljúka bóklegu námi í haust.
Knapamerkjabækurnar fast td í Líflandi, Ástund og hjá Hólaskóla. Sum bókasöfn eiga einnig eintök. ( ATH Nýjustu bækurnar eru allar gormabækur)
Áætlaðir kennsludagar eru
Km 1 og 2 30/10-4/11-6/11-11/11
Km 3 31/10-5/11-7/11-12/11-14/11-19/11
Km 4. 31/10-5/11-7/11-12/11-14/11-19/11-21/11
KM 5 Áhugasamir sendi línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Knapamerki 1. 8 bóklegir tímar (4 skipti) og próf Kr. 19.000.-
Knapamerki 2. 8 bóklegir tímar (4 skipti) og próf kr. 19.000.-
Knapamerki 3. 12 Bóklegir tímar (6 skipti)og próf kr. 22.000-
Knapamerki 4 14 bóklegir tímar ( 7skipti) og próf kr. 32.000
Kennsla er að mestu á netinu og verða sendar nánari upplýsingar á þátttakendur þegar nær dregur. Öll skrifleg próf fara fram í TM höllinni í Spretti.
Skráning á sportabler þar sem skráð er í hvert km fyrir sig.
Kennari: Sigrún Sig
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Fimmtudagur, september 12 2024 11:53
-
Skrifað af Sonja
Gengið hefur verið frá ráðningu í starf yfirreiðkennara/þjálfara hjá Herði. Harðarfélaginn Thelma Rut Davíðsdóttir hlaut starfið, en fjórir reiðkennarar sóttu um.
Thelma hefur stundað hestamennsku í Herði frá unga aldri, er útskrifaður reiðkennari frá Hólum og hefur sinnt kennslu bæði hér og annarstaðar auk þess að þjálfa hross.
Thelma er íþróttadómari og hefur nokkra reynslu af dómstörfum.
Við bjóðum Thelmu velkomna til starfa og stjórn félagsins hlakkar til spennandi samstarfs.
Yfirreiðkennari er með netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og er sjálfsagt að hafa samband við hana í gegnum það eða koma með ábendingar.
