Heyefnagreiningar

 
 
 
Heyefnagreiningar f. hestamenn

Sífellt fleiri hestamenn senda hey til okkar til greiningar. Þeir sem hafa sent okkur einu sinni hafa flestir sent okkur á hverju ári eftir það. Viðskiptavinum okkar finnst þægilegt að fylgjast með heyinu frá árí til árs enda reiknum við út hversu mikið þarf að gefa út frá heyinu sem við efnagreinum.
Við viljum bjóða hestamönnum greiningu á heyinu þeirra núna í janúar og febrúar á 10 % kynningarafslætti.
Ég verð stödd á Selfossi um helgina og gæti þá ef áhugi er fyrir komið á ákveðnum tíma á ákveðinn stað og tekið við heyi í poka (100-200gr) Merkt eiganda nafn, kt og tölvupóst.  Einnig gæti ég t.d komið við í Reiðhöllinni í Mosó í næstu bæjarferð. Fyrir ykkur sem búið lengra í burtu bjóðum við uppá að stjórn félagins eða einhver félagsmaður taki að sér að safna sýnum saman og setja í kassa og senda Efnagreiningu í pósti á kostnað Efnagreiningar.
Vinsamlega hafið samband s. 6612629 eða sendið tölvupóst áður.
Þeir sem hinsvegar senda sjálfir til okkar eigið heysýni þurfa að setja heysýnið í poka í fóðrað umslag, merkja vel og póstsetja. En þeir sem safna saman í félagi eða ég dugar að setja sýnið í poka og merkja eiganda nafn, kt og tölvupóstfang.
Hér á eftir er tengill með sýnishorni á niðurstöðurblaði og einnig allar upplýsingar um verð, sýnatöku og pökkun:
http://efnagreining.is/?p=59  http://efnagreining.is/wp-content/uploads/2019/01/P%C3%B6ntun-426-H%C3%BAs-Helganna-ehf-Efnagreining-ehf_-2.pdf


Með góðri kveðju,
Elísabet Axelsdóttir

Námskeið eða einkakennsla í reiðhöll

Námskeið eða einkakennsla í reiðhöll

Af gefnu tilefni eru kennarar og nemendur áminntir um að nemandinn þarf að panta og greiða fyrir leigu reiðhallarinnar, sbr reglur af heimasíðu félagsins.

Reglur við leigu á reiðhöll

Félagsmaður, eða sá sem vill leigja reiðhöllina undir kennslu, þarf að panta á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Kennari sem fagaðili, ber að ganga úr skugga um að nemandi sé búinn að panta reiðhöllina.  Kennara er ekki heimilt að kenna í höllinni nema að annaðhvort kennarinn eða nemandinn hafi pantað reiðhöllina og gengið frá greiðslu.

Ef félagsmaður eða reiðkennari eru uppvís að kennslu án þess að hafa gengið frá pöntun og/eða greitt fyrir leigu, áskilur félagið sér rétt til að loka reiðlyklum og senda inn greiðsluseðil með 50% sektarálagi.

Reiðhöllin er sameign okkar Harðarmanna og til þess að geta viðhaldið henni, þurfum við leigutekjur.  Að greidd sé sanngjörn leiga, er hagur okkar allra.

Stjórn

Gamlársreiðin

Gamlársreiðin tókst vel.  60 – 70 félagar mættu og nutu veitinga og hvors annars í notalegu og fallegu umhverfi í Varmadal hjá þeim öðlingshjónum Haddý og Nonna. Veðrið var eins og að vori, hlýtt og blautt.

Við Harðarfélagar þökkum fyrir okkur.

Stjórnin

Mynd: Gúðrún Dís Magnúsdóttir (Fleiri myndir á feisbúksíða Harðar)82056685_3406107096097141_9096210424726028288_n.jpg

Áminning reiðhallarlyklar

Áminning reiðhallarlyklar

Enn of aftur langar mig að minna á,  að allar reiðhallarlyklar sem ekki voru pantaðir fyrir 2020, lokast sjálfkrafa í árslok.

Endilega sendið mail á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingar um nafn og kt lykilleigandin og kt borgandi.
Einnig hvort skrá á í sjálfkrafa áskrift (nýtt í boði) eða bara 1 ár eða mánuð. Einnig hvort hálfur dagur (fyrir/eftir hádegi) eða allan dagur.
Bara skuldlausir félagar geta pantað lykill.

Innbrotstrygging

Innbrotstrygging

 

Nýlega var brotist inn í hesthús hér á svæðinu og reiðtygjum stolið.  Fyrir utan hvað slíkur verknaður er ógeðfelldur, getur verið um talsvert tjón að ræða.  Best er að kaupa Lausafjártryggingu fyrir hesthúsið, þ.m.t. reiðtygin.  Iðgjaldið er ekki hátt eða nokkur þúsund krónur á ári.  Heimilistrygging getur dekkað tjónið amk að hluta, en lausafé (reiðtygi) falla undir trygginguna.  Bæturnar takmarkast þó við 15% af af vátryggingafjárhæðinni.  Ef tjónþoli er með heimilistryggingu að verðmæti 7 milljónir króna, er hámarksfjárhæð bóta 1.050.000 kr.

 

Brunatrygging – viðbót

 

Allmörg hesthús hér á svæðinu eru með lágt brunabótamat.   EF til tjóns kemur eru bætur greiddar út í samræmi við brunabótamatið.  Í slíku tilfelli eru 2 möguleikar.  Fá nýtt brunabótamat eða kaupa viðbótarbrunatryggingu.  Slík trygging er mjög ódýr.  Eðlilegt er að miða brunatryggingu hússins við endurbyggingarkostnað hússins, ekki markaðsverðmæti.  Brunatryggingar greiða sem nemur endurbyggingarkostnaði hússins, en þó aldrei hærri en sem nemur vátryggingarfjárhæðinni.  Því er nauðsynlegt að áætla endurbyggingarkostnað hússins ef til tjóns kemur og brunatryggja húsið samkvæmt því mati.

 

Stjórnin

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Kæru félagar

Gleðileg jól og farsælt komandi ár og takk fyrir það gamla :)

Mikið búin að gerast á þessu ári og hlökkum við til næsta árs!

Farið vel með hvort annað og takið tillit! Höldum áfram að hafa gaman að hestamennskunni!jolahörður1.jpg

Reiðhöllin opin fyrir kerrur

Reiðhöllin opin fyrir kerrur

Vegna slæmrar veðurspár verður reiðhöllin opin fyrir kerrur þriðjudaginn 10. des frá kl 10 til 14.  Kerrurnar þurfa að vera farnar út aftur fyrir kl 14. miðvikudaginn 11. des.

Biðjum alla að huga að lausamunum á Harðarsvæðinu.

Stjórnin

 

Jólagjöfin í ár er miði á Landsmót hestamanna 2020!

Jólagjöfin í ár er miði á Landsmót hestamanna 2020!

 
Fátt gleður hestamanninn meira en að opna jólapakkann og þar leynist miði á Landsmót hestamanna 2020!

Miðaverð í forsölu er aðeins 16.900 kr. Forsölu lýkur um áramót, 31.12.2019.

Sá hluti sem rennur til Harðar mun fara óskiptur til Fræðslunefndar fatlaðra.

https://tix.is/is/specialoffer/7ub3g2xr5qyle

Miðaverð í forsölu er 16.900 kr, fullt verð í hliði á mótinu sjálfu er 24.900 kr og því mikill sparnaður að tryggja sér miða strax.

Helgarpassar fara í sölu eftir áramót og munu þeir þá kosta 16.900 kr.

Á Landsmóti hestamanna á Hellu næsta sumar verður boðið uppá frábæra skemmtun, nútímaleg tjaldsvæði, margir af helstu skemmtikröftum landsins munu koma fram, veitingar verða í hávegum hafðar og aðstaðan öll eins og best verður á kosið!

Ef einhverjar spurningar eru varðandi Landsmót hestamanna 2020 þá ekki hika við að hafa samband á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Tökum höndum saman – styðjum félagið og tryggjum okkur um leið miða á Landsmót hestamanna 2020 á besta mögulega verði!

íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2019

Nú er komið að tilnefningu Harðar á  íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2019.

Við biðjum félagsmenn að senda inn tillögur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi íþróttafélaga í bæjarfélaginu og eru með lögheimili í Mosfellsbæ.

Viðkomandi skal vera 16 ára eða eldri.

Viðurkenningar
Auk þess biðjum við að ykkur um að tilnefna þau sem verðskulda viðurkenningu frá Mosfellsbæ.
•    Urðu íslandsmeistarar, bikarmeistarar, deildarmeistarar og landsmótsmeistarar 2019
•    Tóku þátt í æfingum eða keppni með landsliði 2019
•    Efnilegir íþróttamenn 16 ára og yngri: Þið megið tilnefna stúlku og pilt, 12 -16 ára sem þykja efnilegust í sínum flokki.


Greinargerð
Með tilnefningunni skal fylgja texti þar sem tilgreint er:
•    Nafn og aldur á árinu
•    Helstu afrek ársins
•    Önnur atriði sem skipta máli eins og æfingamagn, ástundun, félagsleg færni og annað sem á erindi í textann um viðkomandi einstakling
•    Mynd af viðkomandi íþróttamanni

Stjórnin