Einkatímanámskeið fyrir fullorðna hjá Antoni Páli Níelssyni

Einkatímanámskeið fyrir fullorðna hjá Antoni Páli Níelssyni - keppnisknapar Harðar og Reiðkennarar í Herði eru með forgang á skráningu.
Hægt að skrá sig á biðlista.
Skráning opnar 30.10. kl 21.
 
Anton Páll Níelsson er menntaður reiðkennari B frá Háskólanum á Hólum.
Hann hefur kennt við Hólaskóla í fjölda mörg ár auk þess að sinna reiðkennslu víða um heim og rækta hross. Anton Páll hefur verið einn af þjálfurum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem og nokkrum erlendum landsliðum, t.d. því sænska og austurríska. Anton Páll er þekktur fyrir einfalda, hreinskilna, hestvæna og mjög árangursríka nálgun í reiðkennslu sinni.
 
Einkatímar 2x45min
Nemendur sem bóka sig núna eiga forgang á framhald (framhald í boði fram í Maí – 1x á mánuði)
Dagsetningar:
Miðvikudagur, 29.november - 1. 45min
Þriðjudagur, 19. desember - 2. 45min
Tímar eru milli kl 09 - 17.
9 pláss
Skráðar nemendur geta skráð sig svo á framhald 24.janúar og 14. febrúar og hafa forgang þar.
Verð: 34500isk - hver nemandi fæ að skrá sig með ein hest - til að fleiri komast að enn ef einhver vill vera á biðlista með annan hest má senda email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Skráning opnar 30.10.2023 kl 21:00
 

Einkatímanámskeið fyrir fullorðna hjá Antoni Páli Níelssyni

Einkatímanámskeið fyrir fullorðna hjá Antoni Páli Níelssyni - keppnisknapar Harðar og Reiðkennarar í Herði eru með forgang á skráningu.
Hægt að skrá sig á biðlista.
Skráning opnar 30.10. kl 21.
 
Anton Páll Níelsson er menntaður reiðkennari B frá Háskólanum á Hólum.
Hann hefur kennt við Hólaskóla í fjölda mörg ár auk þess að sinna reiðkennslu víða um heim og rækta hross. Anton Páll hefur verið einn af þjálfurum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem og nokkrum erlendum landsliðum, t.d. því sænska og austurríska. Anton Páll er þekktur fyrir einfalda, hreinskilna, hestvæna og mjög árangursríka nálgun í reiðkennslu sinni.
 
Einkatímar 2x45min
Nemendur sem bóka sig núna eiga forgang á framhald (framhald í boði fram í Maí – 1x á mánuði)
Dagsetningar:
Miðvikudagur, 29.november - 1. 45min
Þriðjudagur, 19. desember - 2. 45min
Tímar eru milli kl 09 - 17.
9 pláss
Skráðar nemendur geta skráð sig svo á framhald 24.janúar og 14. febrúar og hafa forgang þar.
Verð: 34500isk - hver nemandi fæ að skrá sig með ein hest - til að fleiri komast að enn ef einhver vill vera á biðlista með annan hest má senda email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Skráning opnar 30.10.2023 kl 21:00
 

Grunnteygjur og nudd fyrir hesta - Laugardaginn 4.nóvember

Æskulýðsnefnd Harðar kynnir:
Grunnteygjur og nudd fyrir hesta - Laugardaginn 4.nóvember
Sýnikennsla og námskeið um ýmsar nudd og teygjuæfingar fyrir hesta.
Farið verður yfir ýmsar skemmtilegar æfingar sem knapar
geta gert til að liðka hestana sína og stuðla að heilbriðgðari
hesti. Eykur fjölbreytileika í þjálfun og byggir upp tengsl milli
knapa og hests.
Námskeiðið er í klukkutíma og byrjar klukkan 11:00. Ef skráning er góð verður skipt hópnum í tvennt og seinni hópurinn er klukkan 12:00.
Verð: 1000kr
ATH: Ef hesturinn þinn er enn út í haga er möguleiki að fá hest í láni hjá Hestasnilld - hafið samband beint með Sonju í messenger eða 8659651 - fyrsti kemur fyrsti fæ 🙂
Kennarar eru Thelma Rut Davíðsdóttir og Nathalie Moser
Vonumst til að sjá sem flesta!
Skráning: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 

Aðalfundar hestamannafélagsins Harðar

Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar fimmtudaginn 9. nóvember 2023  kl 20 í Harðarbóli.

Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta. 

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 5. gr félagsins.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara

Formaður flytur skýrslu stjórnar

Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mán. Milliuppgjör

Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins

Reikningar bornir undir atkvæði

Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður

Árgjald ákveðið

Lagabreytingar

Kosningar samkvæmt 6. grein þessara laga

Önnur mál

Fundarslit

Fyrir fundinum liggja 4 lagabreytingar:

4.grein

Stjórn félagsins boðar félagsfund eins oft og þurfa þykir. Sama er, ef minnst 1/10 hluti félagsmanna sem atkvæðisrétt hafa á fundum félagsins samkvæmt 3. gr. æskja þess skriflega og tilgreina fundarefni. Félagsfundir skulu boðaðir með þriggja daga fyrirvara með tilkynningu á heimasíðu félagsins og með opinberri auglýsingu eða tölvupósti til félagsmanna. 

Fundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað og minnst 1/10 hluti félagsmannasem atkvæðisrétt hafa á fundum félagsinssamkvæmt 3. gr sitja hann. Afl atkvæða skal ráða úrslitum allra mála á fundum félagsins nema öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum. Sé fundur ekki lögmætur, má boða til hans að nýju á venjulegan hátt og er hann þá lögmætur án tillit til þess, hversu margir eru mættir.

Formaður eða staðgengill hans setur fundi og lætur kjósa fundarstjóra í byrjun fundarins. Hinn kjörni fundarstjóri úrskurðar í byrjun fundarins, hvort löglega hafi verið til hans boðað og hvort hann sé lögmætur, m.a. með því að upplýsa um fjölda atkvæðisbærra félagsmanna sem mættir eru á fundinum.

4. grein verði:

Stjórn félagsins boðar félagsfund eins oft og þurfa þykir. Sama er, ef minnst 25 félagsmenn sem atkvæðisrétt hafa á fundum félagsins samkvæmt 3. gr. æskja þess skriflega og tilgreina fundarefni. Félagsfundir skulu boðaðir með þriggja daga fyrirvara með tilkynningu á heimasíðu félagsins og með opinberri auglýsingu eða tölvupósti til félagsmanna. 

Fundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað og minnst 25 félagsmenn sem atkvæðisrétt hafa á fundum félagsinssamkvæmt 3. gr sitja hann. Afl atkvæða skal ráða úrslitum allra mála á fundum félagsins nema öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum. Sé fundur ekki lögmætur, má boða til hans að nýju á venjulegan hátt og er hann þá lögmætur án tillit til þess, hversu margir eru mættir.

Formaður eða staðgengill hans setur fundi og lætur kjósa fundarstjóra í byrjun fundarins. Hinn kjörni fundarstjóri úrskurðar í byrjun fundarins, hvort löglega hafi verið til hans boðað og hvort hann sé lögmætur, m.a. með því að upplýsa um fjölda atkvæðisbærra félagsmanna sem mættir eru á fundinum.

 

5. grein

Aðalfund skal halda eigi síðar en fyrir lok október ár hvert. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Til aðalfundar skal boðað samkvæmt ákvæðum 4. gr., en þó með minnst fjórtán daga fyrirvara. Séu lagabreytingar fyrirhugaðar skal þess getið í fundarboði og jafnframt skal gert grein fyrir því hvaða tillögur eru gerðar um breytingar á lögum félagsins.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

a)     Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara.

b)  Formaður flytur skýrslu stjórnar.

c)  Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mán. milliuppgjör.

d) Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.

e)  Reikningar bornir undir atkvæði.

f)  Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður.

g)  Árgjald ákveðið.

h)  Lagabreytingar.

i)   Kosningar samkvæmt 6. grein þessara laga.

j)  Önnur mál.

k)  Fundarslit.

 

5. grein verði

Aðalfund skal halda eigi síðar en fyrir lok október ár hvert. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Til aðalfundar skal boðað með minnst fjórtán daga fyrirvara. Sé löglega til hans boðað og minnst 25 atkvæðisbærir félagsmenn mættir, telst fundurinn löglegur.  Séu lagabreytingar fyrirhugaðar skal þess getið í fundarboði og jafnframt skal gerð grein fyrir því hvaða tillögur eru gerðar um breytingar á lögum félagsins.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

a)     Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara.

b)  Formaður flytur skýrslu stjórnar.

c)  Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mán. milliuppgjör.

d) Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.

e)  Reikningar bornir undir atkvæði.

f)  Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður.

g)  Árgjald ákveðið.

h)  Lagabreytingar.

i)   Kosningar samkvæmt 6. grein þessara laga.

j)  Önnur mál.

k)  Fundarslit.

 

6.grein

Stjórn félagsins skipa átta manns auk formanns. Stjórnin skiptir með sér verkum að undanskildum formanni, sem kosinn er beinni kosningu. Kosning stjórnar og formanns félagsins skal fara fram á aðalfundi félagsins samkvæmt eftirfarandi reglum:

Formaður skal kosinn til eins árs í senn og getur verið endurkjörinn alls þrisvar sinnum.

Átta meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára þannig að fjórir stjórnarmenn gangi úr stjórn ár hvert. Þeir sem ganga úr stjórn með þessum hætti geta verið endurkjörnir. 

Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga félagsins til eins árs í senn.

Þá skal og kjósa fulltrúa félagsins á ársþing og aðalfundi þeirra samtaka sem félagið á aðild að en formaður félagsins skal þó teljast vera sjálfkjörinn. Aðalfundur getur heimilað stjórn að tilnefna fulltrúa til setu á fundum þeim sem getið er hér að framan.

Einungis félagar eldri en átján ára eru kjörgengir í kosningum til stjórnar, formanns félagsins, til að vera skoðunarmenn ársreikninga og til að vera fulltrúar félagsins á ársþingum og aðalfundum þeirra samtaka sem félagið á aðild að.

6. grein verði:

Stjórn félagsins skipa átta manns auk formanns. Stjórnin skiptir með sér verkum að undanskildum formanni, sem kosinn er beinni kosningu. Kosning stjórnar og formanns félagsins skal fara fram á aðalfundi félagsins samkvæmt eftirfarandi reglum:

Formaður skal kosinn til eins árs í senn og getur verið endurkjörinn alls þrisvar sinnum.

Átta meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára þannig að fjórir stjórnarmenn gangi úr stjórn ár hvert. Þeir sem ganga úr stjórn með þessum hætti geta verið endurkjörnir. 

Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga félagsins til eins árs í senn.

Þá skal og kjósa fulltrúa félagsins á ársþing og aðalfundi þeirra samtaka sem félagið á aðild að en formaður félagsins skal þó teljast vera sjálfkjörinn.Aðalfundur getur heimilað stjórn að tilnefna fulltrúa til setu á fundum þeim sem getið er hér að framan.

Einungis félagar eldri en átján ára eru kjörgengir í kosningum til stjórnar, formanns félagsins, til að vera skoðunarmenn ársreikninga og til að vera fulltrúar félagsins á ársþingum og aðalfundum þeirra samtaka sem félagið á aðild að.

Framboð til kosninga á aðalfundi skulu berast stjórn minnst 7 dögum fyrir aðalfund.

 

11. grein

Lögum félagsins verður ekki breytt nema á aðalfundi, þar sem mættir eru minnst 1/10 (einntíundi hluti) félagsmanna sem atkvæðisrétt hafa á fundum félagsins samkvæmt 3. gr. og 2/3 (tveir þriðju hlutar) greiddra atkvæða samþykki breytinguna. Náist ekki tilskilinn fjöldi fundarmanna, skal boða til framhaldsfundar og öðlast þá tillaga um lagabreytingu gildi ef 2/3 hlutar fundarmanna greiða henni atkvæði sitt, án tillits til fundarsóknar.

11. grein verði: 

Lögum félagsins verður ekki breytt nema á aðalfundi, þar sem mættir eru minnst 25 félagsmenn sem atkvæðisrétt hafa á fundum félagsins samkvæmt 3. gr. og 2/3 (tveir þriðju hlutar) greiddra atkvæða samþykki breytinguna. Náist ekki tilskilinn fjöldi fundarmanna, skal boða til framhaldsfundar og öðlast þá tillaga um lagabreytingu gildi ef 2/3 hlutar fundarmanna greiða henni atkvæði sitt, án tillits til fundarsóknar.

Landsmótshópur börn - unglinga - ungmenna

ATH YNGRI FLOKKAR Á LANDSMÓT 2024

Stefnir þú á að keppa fyrir Hestamannafélagið Hörð á næsta Landsmóti?

Nú erum við að móta stefnu og safna í hóp barna, unglinga og ungmenna sem stefna að þessu markmiði næsta sumar.

Það verður haldið vel utan um hópinn og ýmislegt skemmtilegt sem er innifalið í því.

Landsmót 2024 verður haldið í Víðidal á félagssvæði Fáks dagana 1.-7. júlí 2024.

Nánari upplýsingar fljótlega - mikilvægt að skrá sig sem fyrst svo við getum byrjað að vinna að undirbúningi!

Sendið email sem allra fyrst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Áseta og líkamsvitund - Æskulýðsnefnd

Æskulýðsnefnd Harðar kynnir:
Áseta og líkamsvitund
Fræðsla um ásetu og líkamsvitund. Förum yfir ýmsar æfingar, án hests, sem gera okkur meðvitaðri og færari í að hafa tilfinningu fyrir líkamanum og stjórna ásetu okkar.
Fyrir 9-17ára
21.10. í Harðarboli kl 11 til ca 1230
Taka með: jógadýnu/dýnu
Verð: 1000kr
Skráning This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.(mæta með 1000kr og dýnu)
HVETJUM ALLA UNGA KNAPA Í HERÐI AÐ MÆTA!!!
 
aaaa.png

Nefndarkvöld

Stjórn langar að kalla saman alla þá sem hafa starfað í nefndum síðast liðið ár og vilja taka þátt í nefndastarfi með okkur næsta tímabil, til fundar klukkan 18 fimmtudaginn 12. október í Harðarbóli.
Tilgangurinn er að fara yfir starf nefndanna og stilla saman strengi fyrir starfið komandi starfsár og ræða almennt málin, borða saman og eiga skemmtilega stund.
Starfandi nefndir félagsins eru eftirfarandi:
- Æskulýðsnefnd
- Fræðslunefnd
- Mótanefnd
- Kynbótanefnd
- Fræðslunefnd fatlaðra
- Reiðveganefnd
- Árshátíðarnefnd
- Heldri menn og konur
- Hesthúseigendafélag
- Umhverfis og mannvirkjanefnd
- Kvennaferðanefnd
- Ferðanefnd (ómönnuð eins og er)
Við óskum eftir að fólk skrái sig í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , formenn nefnda skrá sitt fólk.
Hlökkum til að sjá ykkur
Kveðja
Stjórn

Val á félaga ársins hjá Herði.

Stjórn LH óskar eftir tilnefningum frá aðildarfélögum LH að félaga ársins, ásamt rökstuðningi fyrir valinu.

Til viðmiðunar má hugsa sér að við komandi sé eitt eða allt af eftirfarandi:

· Er virkur í félagsstarfinu og dregur aðra með sér
· Hefur rifið upp félagsstarfið í sínu félagi
· Er brautryðjandi í félagsstarfinu
· Hefur mikil áhrif á heildarhagsmuni síns félags og félagsmanna þess
· Hefur unnið ómetanlegt starf fyrir félagið sitt til lengri tíma. 

Tillögur sendist til miðnæsttis 14.okt á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.