Benedikt Líndal Reiðnámskeið í Reiðhöll Harðar

Reiðnámskeið í Reiðhöll Harðar

Benedikt Líndal Tamningameistari verður með reiðnámskeið

helgina 9.-10.mars næstkomandi.

Lágmark 6 og hámark 8 þátttakendur.

Nemendur af fyrri námskeiðum velkomnir í framhald.

Kennslufyrirkomulag: Fyrri daginn er kennt þannig að tveir og tveir eru saman í tíma, tvisvar sinnum auk eins bóklegs tíma. Hver tími 50 mín. Seinni daginn eru einkatímar og einn bóklegur tími, 40 mínútur hver.

Verð: kr. 28.500

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng:

skraning.sportfengur.com

 B3 (1).jpg

Hestaíþróttafólk Harðar 2018

Nú er komið að því að velja hestaíþróttafólk Harðar 2018.


Stjórn Harðar óskar eftir upplýsingum um árangur á íþróttamótum og gæðingamótum á árinu 2018


Verðlaun fyrir Íþróttamaður Harðar verða veitt á árshátíð félagsins 23. febrúar 2019.Árangursupplýsingar eiga að sendast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
fyrir miðnætti 22. desember.Við hvetjum knapa og forráðamenn knapa að senda inn upplýsingar.
Stjórnin

Sýnikennsla 4. Janúar 2019 Rauði þráðurinn, þjálfun og uppbygging til árangurs!

Reiðhöll Harðar á Varmárbökkum.

Föstudaginn 4.janúar 2019

Húsið opnar 19.00 og sýningin hefst stundvíslega 19.30.

Rauði þráðurinn, þjálfun og uppbygging til árangurs!
Hinrik Sigurðsson reiðkennari og þjálfari.

Hinrik Sigurðsson er hestamönnum að góðu kunnur, en hann býður upp á námskeið, ráðgjöf og fyrirlestra um hugarfarsþjálfun og markmiðssetningu jafnt innan íþrótta, hjá fyrirtækjum og með einstaklingum. 

Hinrik hefur bakgrunn í hestamennsku og hefur um árbil starfað sem reiðkennari, þjálfari og fyrirlesari víða um heim og sjálfur náð góðum árangri sem keppnis- og sýningarknapi með fjölda hrossa.

Þessa kvöldstund í Herði ætlar hann að fara yfir hvernig við byrjum vetrarþjálfunina svo árangur verði eins og stefnt er að.  Farið er yfir þjálfun og uppbyggingu reið- og keppnishesta í bland við knapaþjálfun með áherslu á hugarfar, markmiðasetningu og svo líkamlega þjálfun knapa, jafnvægi og ásetu. 

Hinrik fer með okkur yfir þau gildi sem hann hefur haft að leiðarljósi í þjálfun, bæði í máli og myndum og svo verklega með hesta þar sem farið er yfir þær aðferðir sem kynntar eru.

Aðgangseyrir er 1000 krónur fyrir fullorðna, frítt fyrir börn og unglinga 17 ára og yngri.48392062_551601538639590_5912964781588873216_n.jpg48389671_342018856595454_5713203932801531904_n.jpg48366059_1038671929637929_4263095602121801728_n.jpg

Töltnámskeið

Ertu að leita þér að almennu reiðnámskeið í vetur til að bæta tölt í hestinum þinum? Þetta er námskeið sem hentar öllum sem eru með hest sem byr yfir tölti :) Alveg saman hvort þú vilt til dæmis bæta takti eða formi eða eitthvað annað varðandi tölt.
Töltnámskeið
Lögð verður áhersla á ásetu og stjórnum. Form, mýkt, jafnvægi og samspil ábendinga.
Kennt verður í 6 skipti á miðvikudögum kl 20:00
Dagsetningar:
16. Janúar
23. Janúar
30. Janúar
06. Febrúar
13. Febrúar
20. Febrúar
Kennari verður Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Verð: 17.900 kr
Skráning: skraning.sportfengur.com

Einkatímar - Nýr Reiðkennari

Enn er laus í einkatíma hjá henni Söru Rut!
Sara Rut er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Útskrifaðist 2016. Hefur stundað tamningar og þjálfun hrossa frá unga aldri með góðum árangri í keppni og kynbótabrautinni. Sara leggur mikla áherslu á fallega og góða reiðmennsku, rétta uppbyggingu í þjálfun , góðan skilning og samspil milli manns og hests. Farið verður yfir hest og knapa. Setjum í sameiningu raunhæf markmið fyrir tímabilið. Nemendur velkomnir á öllum aldri, hentar vel ef þig vantar aðstoð með hestinn þinn á hvaða stigi þjálfunar sem er.

 

skraning.sportfengur.com

 

Hnakkfastur – sætisæfinganámskeið

Enn eru nokkra laus sæti á þennan frábæran námskeið sem ALLIR hafa gott af!!! Ekki missa af þessu!

Þú þarfst ekki að mæta með hest, heldur fær þægan og vanan hest til að nota!


Áseta knapans er eitt þvi mikilvægasta sem hann þarf að tileinka sér. Hún fegrar ekki bara heildarmyndina, heldur er knapi í góðu jafnvægi þægilegri fyrir hestinn, notar skilvirkari ábendingar til að stjórna hestinum og síðast en ekki síst bætir það öryggið þar sem knapinn dettur siður af baki. Kosturinn við ásetuæfingar í hringtaum er að knapinn getur einbeitt sér einungis á sig og sinn líkama án þess að þurfa að stjórna hestinum. Gerum æfingar bæði á hesti og á gólfi með markmiðið að bæta líkamsstöðu og -vitund okkar á hestbaki sem og í daglegu lífi.

Á námskeiðinu er unnið í pörum þar sem annar nemandinn hringteymir og hinn gerir æfingar á hesti til skiptis. Max 6-8manns.
Nemendur fá hest til afnota. 

Kennt verður í 6 skipti á miðvikudögum kl 17:00
Dagsetningar:
09. janúar
16. Janúar
23. Janúar
30. Janúar
06. Febrúar
13. Febrúar

Kennari verður Fredrica Fagerlund

Verð: 13.900 kr

 

Skráning á skraning.sporfengur.com

 

Reiðhallarlykill 2019 - Panta núna

Þegar pantaður er lykill fyrir 2019, verður sendur út greiðsluseðill. 
Gildistími lyklanna er til ársloka 2019.  Lyklar sem keyptir hafa verið núna í nóv/des, gilda út 
árið 2019. Það verður lokað á ógreidda lykla.
Minnum á að í boði er að kaupa lykla fyrir stakan mánuð á 3.500 kr fyrir hálfan daginn og 15.000 kr fyrir allan daginn.

Nú er hægt að panta lykil fyrir 2019 á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sendi nafn, kennitala og hvernig lykill þið vilja að fá og einnig hvort það er lykill til að opna eða hvort þið þurfið nýjan.

Skrifstofustarf / Afreksmál - LH

Landssamband hestamannafélag óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu, m.a. í umsjón með afreksmálum sambandsins. Leitað er að sjálfstæðum og drífandi einstakling með góða þekkingu á félagsstörfum og afreksstarfi félagasamtaka.

Nánari upplýsingar:

https://www.lhhestar.is/is/frettir/skrifstofustarf-afreksmal