Sýnikennsla í Fáki - Sigvaldi Lárus
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, nóvember 15 2024 18:49
- Skrifað af Sonja
Hvað ungur nemur, gamall temur.Sigvaldi Lárus Guðmundsson, tamningamaður og reiðkennari, verður með sýnikennslu í Lýsishöllinni í Fáki fimmtudaginn 21. nóvember kl.19:00
Í ár ætlar Sigvaldi að mæta 3-4 hesta á mismunandi aldri og á ólikum stað í þjálfunarstiganum.
Þá ætlar Sigvaldi að fjalla um hans hugmyndir og þjálfunaraðferðir og sýna hvernig hann vinnur með yngri hross í hendi og hvernig hann yfirfærir svo þjálfunina á hestinn þegar komið er í hnakkinn. Með honum til aðstoðar verða ungir og efnilegir knapar þau Helgi og Elísabet.
Spennandi, áhugaverð og skemmtileg samtvinning í sýnikennslu með bæði eldri og yngri knöpum og hestum.
Sigvaldi er útskrifaður Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, hefur starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, kenndi Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára ásamt því að hafa tamið og þjálfað víða til margra ára.
Viðburðurinn er haldin sameiginlega af hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu og er sá fyrsti af fjórum sem verða í vetur, Síðustu ár hafa félögin verið að halda keimlík fræðsluerindi með fáum þáttakendum sem hafa jafnvel endað á því að standa ekki undir kostnaði. Með þessum hætti geta félögin unnið saman, haldið stærri viðburði og hjálpast að við að halda fræðsluna.
Við hvetjum alla til að mæta á viðburðina og auka þekkingu og færni hjá sér og sínum hestum.
Aðgangseyrir er 2000kr fyrir fullorðna, 500kr fyrir ungmenni og unglinga. Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri.