Þrif á reiðtygi + Jólasmáköku/kakópartý - Sunnudagur 17. desember kl. 14-16 - Æskulýðsnefnd
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, desember 11 2023 14:46
- Skrifað af Sonja

Sýnikennsla þriðjud 12 des n.k.
Súsanna Sand mun fjalla um áherslur sínar í þjàlfun í upphafi vetrar.
Sýnikennslan hefst kl. 19:00 í reiðhöllinni Harðar í Mosfellsbæ
Allir velkomnir!
Verð kr. 1000
Frítt fyrir 21árs og yngri
Hestamenn í Herði 60+
Aðventukvöld í Harðarbóli
fimmtudaginn 14. desember 2023.
Húsið opnar kl. 19:00
Borðhald hefst kl. 19:30
Guðmundur á Reykjum þenur nikkuna í anddyrinu og kemur okkur í rétta gírinn.
Matseðill
Aðlaréttur
Jólahangikjöt borið fram með kartöflum í hvítri sósu, rauðkáli, grænum baunum og laufabrauði
Eftirréttur
Hinn margrómaði jólaís
" ala" Þuríður á Reykjum.
Opinn bar og drykkir seldir á sanngjörnu verði.
Þeir sem vilja geta tekið með sér sína drykki.
Hátíðardagskrá.
Félagar úr Karlakór Kjalnesinga.
Einsöngvari Jón Magnús Jónsson.
Undirleikari Andri Gestsson
🎸🎹
Hákon Hákonarson og Kristín Ingimarsdóttir
stilla saman strengi og stjórna fjöldasöng
eins og þeim einum er lagið.
Verð kr. 5000
posi á staðnum.
Tilkynnið þátttöku hjá Sigríði Johnsen
á netfangiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
eða í síma 896-8210
í síðasta lagi föstudaginn 8.des.
🌲🌲🌲
Með góðum kveðjum og tilhlökkun að hitta ykkur öll í jólaskapi
🙂😘🙂
Lífið er núna njótum þess
Hákon, Gunnar, Kristín, Sigríður, Þórdís, Þuríður.
ATH ÆSKULÝÐSNEFND
Næstkomandi sunnudag, 10.12. Kl 13, býður Benedikt Ólafsson- heimsmeistari og Harðarfélagi- heim til sín í Ólafshaga!
Hvetjum alla krakka, unglinga og ungmenni að mæta!
Benedikt ætlar að sýna hesthúsið og aðstöðuna og tala um þjálfun og kynna sig fyrir öllum!
Mæting í Ólafshaga í Mosfellsdalnum kl 13:00
Mælum með að foreldrar sameina ferðirna
Áslaug Erlín Þorsteinsdóttir ætlar að vera á staðnum fyrir hönd æskulýðsnefndar
Hindrunarstökksnámskeið er skemmtileg og fjölbreytt námskeið þar sem unnið er með hindranir og brokkspýrur til að styrkja þor og styrk bæði hjá hesti og knapa.
Byrjað er á lágum hindrunum og eru þær hækkaðar hægt og rólega eftir getu knapa og hests.
Knapi þarf að hafa góða stjórn á hesti sínum og þarf að hafa gott grunnjafnvægi.
Kennt er í 45 mínútur í senn, í 4-5 manna hópum.
Kl 17-17:45 og 17:45-18:30
Kennt verður á föstudögum og er námsekiðið 6 skipti í heildina.
Kennt verður á eftirfarandi dagsetningum: 19.1. / 26.1. / 16. 2. / 23. 2. / 15. 3. / 22. 3.
Kennari námskeiðsins verður Guðrún Margrét Valsteinsdóttir sem er útskrifuð með B.Sc. í Reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum.
Verð: 12500kr
Æskulýðsnefnd Harðar kynnir:
Hindrunarstökk - Sunnudaginn 03. desember
Við förum yfir grunnatriði hindrunarstökks og byrjum svo hægt og rólega.
Fyrst bara hestarnir sjálfir til að venja þá á og svo með knapa á bakinu.
Hækkum hindranirnar svo smám saman bara eins og hver og einn treystir sér til. Námskeiðið er í 45min og byrjar klukkan 11:00.
Ef skráning er góð verður hópnum skipt í tvennt og seinni hópurinn byrjar þá klukkan 11:45. Verð: 1300kr
ATH: Ef hesturinn þinn er enn út í haga er möguleiki að fá hest í láni hjá Hestasnilld - hafið samband beint með Sonju í messenger eða 8659651. - Fyrstur kemur fyrstur fær
Kennari á námskeið er Nathalie Moser, sem er umsjónarmaður félagshesthús.
Vonumst til að sjá sem flesta! Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
Ath: Námskeiðið er innifalið í "Haustþjálfun Harðarkrakkar - vikuleg námskeið" og félagshesthús.
Almennt reiðnámskeið minna/meira vanir - 6 skipti
farið verður í:
- allan grunn, umgengni við hestinn og almenn öryggisatriði
- ásetu, sjórnun og aukið jafnvægi
- reiðleiðir, umferðareglur í reiðhöllinni og fjölbreytt þjálfun
- nemendur læri að þekkja gangtegundirnar
Hentar vel krökkum sem hafa mikinn áhuga á hestum og vilja aukinn skilning og þekkingu á almennri þjálfun ásamt því að ná lengra með hestinum sínum. Farið verður í að auka jafnvægi knapa og hests, ná yfirvegaðari og einbeittri reiðmennsku með nákvæmar og léttar ábendingar. Þrautir og leikir á hestbaki.
ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.
Ef það er lítið skráning verður bara 1 hópur.
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Kennt einu sinni í viku á þriðjudögum, kl 1730-18(minna vanir) og 18-1830(meira vanir), 6 skipti.
Dagsetningar 2024
16. janúar
23. janúar
30 janúar
06. febrúar
13. febrúar
20. febrúar
Verð: 14000kr
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur