Harðarfélagar á þriðjudegi á Landsmótinu
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, júlí 01 2024 22:39
- Skrifað af Sonja
Kæru félagar
Fyrsti dagur á Landsmóti var viðburðaríkur og strax komin spenna fyrir næsta dag!
Í barnaflokki í dag heppnuðust allar sýningar og stóðu krakkarnir sig vel, voru félaginu til sóma!
Hver og eitt barn má vera svo stolt af sér að hafa tekið þátt á svona stórmóti!
Hún Sigríður Fjóla og Ekkó eru búnar að vinna sig áfram í milliriðil í barnaflokki með einkunnina 8,62.
Glæsileg sýning hjá þeim og verður spennandi að sjá þær aftur á miðvikudags morgun þegar milliriðlar í barnaflokki fara fram.
Í B-flokki fullorðinna voru líka flottar sýningar og stóðu knapar og hestar sig vel þó enginn okkar keppenda kæmist upp í milliriðil í mjög sterkri keppni.
Ungmennaflokkur keppti á aðalvellinum í lok dags og urðu þær Guðrún Lilja og Kolgríma efstar Harðarfélaga með 8,52 og eru þar með komnar áfram í milliriðil.
Einnig komst Aníta Eik með Rökkurró áfram í milliriðil, þær enduðu forkeppninu með 8,44.
Benedikt Ólafsson lauk svo keppni dagsins fyrir hönd Harðarfélaga með þátttöku í gæðingaskeiði á Tóbíasi, enduðu þeir í 15. sæti með einkunnina 7,08.
Allir okkar keppendur stóður sig vel og óskum við þeim til hamingju með árangurinn!
Mikil spenna fyrir öðrum degi Landsmóts:
Aðalvöllur
09:00 Unglingaflokkur forkeppni holl 1-18
1.holl Amelía Carmen Agnarsdóttir og Grímhildur frá Tumabrekku
12.holl Erlín Hrefna Arnarsdóttir og Ástríkur frá Traðarlandi
18.holl Þórdís Arnþórsdóttir og Hrönn frá Þjóðólfshaga 1
11:00 Hlé
11:15 Unglingaflokkur forkeppni holl 19-36
28.holl Tara Lovísa Karlsdóttir og Smyrill frá Vorsavæ II
32.holl Ísabella Helga Játvarðsdóttir og Gutti frá Skáney
13:15 Matarhlé
14:15 A-flokkur forkeppni holl 1-13
3.holl Tobías frá Svarfholti og Benedikt Ólafsson
7.holl Laufi frá Horni 1 og Súsanna Sand Ólafsdóttir
11. Salómon frá Efra-Núpi og Fredrica Fagerlund
16:05 Hlé
16:20 A-flokkur forkeppni holl 14-25
18:00 Matarhlé
19:00 A-flokkur forkeppni holl 26-38
27.holl Lazarus frá Ásmundarstöðum og Ingunn Birna Ingólfsdóttir
33.holl Glúmur frá Dallandi og Elín Magnea Björnsdóttir
38.holl Blakkur frá Traðarholti og Rakel Sigurhansdóttir
20:50 Fjórgangur V1 forkeppni
22:20 Dagskrárlok á aðalvelli