Flugeldasyning

Sælir hestamenn
Laugardaginn 31. ágúst fer fram flugeldasýning vegna bæjarhátíðarinnar Í túninu heima. Sýningin hefst kl. 23 og ég vona að hún valdi hestunum ekki of miklum óþægindum.  Annars hlakka ég til að sjá hesta og knapa í skrúðgöngunni á föstudag.
Bestu kveðjur,
Auður Halldórsdóttir

Afrekssjóður UMSK, verkefnasjóður UMFÍ og Íþróttasjóður

Sælir félagar
 

Minna á umsóknafrest í eftirfarandi sjóði:


Afrekssjóður UMSK 29. ágúst  - Umsóknaeyðublöð og reglugerð sjóðsins http://umsk.is/afrekssjodur


Verkefnasjóður UMFÍ  1. október – Umsóknaeyðublöð og reglugerð https://www.umfi.is/um-umfi/umsoknir-og-sjodir/

Íþróttasjóður ríkisins 1. Október – Umsóknaeyðublöð og reglugerð - https://www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/ithrottasjodur/

 

Félagsfundur – nýtt deiliskipulag

Boðað er til félagsfundar miðvikudaginn 4. september kl 18 í Harðarbóli.  Hulda arkitekt mun kynna fyrir okkur nýtt deiliskipulag.  Ólafur Melsted skipulagsstjóri Mosfellsbæjar verður einnig á fundinum.
Nýja deiliskipulagið skiptist í 3 áfanga, en 1. og 2. áfangi verða til kynningar á fundinum.  Í 1. áfanga er gert ráð fyrir 3 nýjum hesthúsalengjum austast í hverfinu, Trekbraut þar sem núverandi rúllubaggastæði er, ásamt nýrri staðsetningu fyrir rúllubaggastæði.  Í 2. áfanga er gert ráð fyrir þéttingu núverandi hverfis, m.a. með hesthúsi í Naflanum, hesthúsi fyrir neðan neðra hverfið og 2 hesthúsum vestan við hesthúsin við Drífubakka.
Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér drögin að deiliskipulaginu sem má finna á vef Mosfellsbæjar og mæta á fundinn.

Stjórnin
 

Niðurstöður Íslandsmót 2019

Íslandsmótið var haldið í Víðidalnum og lauk sunnudaginn 7. júlí. 
Öll hestamannafélögin á Höfðuborgarsvæðinu stóðu að mótinu.
Við óskum keppendum til hamingju með þátttökuna og árangurinn, en sérstaklega ber þó að nefna Harðarfélagana Aðalheiði Önna Guðjónsdóttur, sem varð Íslandsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum á Óskari frá Breiðstöðum, en þau fengu 8,83 í forkeppninni í T2 Meistaraflokki og voru að leiða eftir forkeppnina en urðu svo í öðru sæti í úrslitum með 8,17!  og Thelmu Rut Davíðsdóttur á Þráði frá Ármóti, sem varð Íslandsmeistari í fimi ungmenna.
Fleiri Harðarfélagar stóðu sig ótrúlega vel,  en eru hér birtar niðurstöður 1. - 5. sæti.

 

Tölt T1 - Meistaraflokkur

1 Árni Björn Pálsson Hátíð frá Hemlu II Brúnn/milli-einlitt Fákur 8,89

2 Viðar Ingólfsson Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II Brúnn/milli-einlitt Fákur 8,78

3 Siguroddur Pétursson Steggur frá Hrísdal Bleikur/álótturskjótt Snæfellingur 8,50

4 Hulda Gústafsdóttir Draupnir frá Brautarholti Brúnn/mó-einlitt Fákur 8,22

5 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bárður frá Melabergi Grár/rauðurblesótt Máni 8,17

 

Tölt T1 - Ungmennaflokkur

1-3 Sylvía Sól Magnúsdóttir Reina frá Hestabrekku Brúnn/milli-einlitt Brimfaxi 7,56

1-3 Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir Skálmöld frá Eystra-Fróðholti Bleikur/fífil-stjörnótt Sleipnir 7,56

1-3 Ásdís Ósk Elvarsdóttir Koltinna frá Varmalæk Brúnn/milli-stjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokka Skagfirðingur 7,56

4 Benjamín Sandur Ingólfsson Mugga frá Leysingjastöðum II Grár/brúnneinlitt Fákur 7,39

5 Guðmar Freyr Magnússon Rosi frá Berglandi I Brúnn/milli-stjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokka Skagfirðingur 7,17

 

Tölt T1 - Unglingaflokkur

1 Glódís Rún Sigurðardóttir Stássa frá Íbishóli Brúnn/milli-einlitt Sleipnir 7,72

2 Egill Már Þórsson Fluga frá Hrafnagili Jarpur/rauð-einlitt Léttir 7,28

3 Benedikt Ólafsson Biskup frá Ólafshaga Vindóttur/jarp-einlittglófext Hörður 7,22

4 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Garpur frá Skúfslæk Rauður/milli-einlitt Sprettur 7,11

5 Eygló Hildur Ásgeirsdóttir Saga frá Dalsholti Brúnn/dökk/sv.stjörnótt Fákur 6,94

 

Tölt T2- Meistaraflokkur

1 Helga Una Björnsdóttir Þoka frá Hamarsey Bleikur/álóttureinlitt Þytur 8,25

2 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum Jarpur/rauð-einlitt Hörður 8,17

3-4 Hanna Rún Ingibergsdóttir Mörður frá Kirkjubæ Rauður/milli-blesa auk leista eða sokkahringeygt eða glaseygt Sörli 7,79

3-4 Matthías Leó Matthíasson Doðrant frá Vakurstöðum Bleikur/fífil-einlitt Trausti 7,79

5 Ásmundur Ernir Snorrason Frægur frá Strandarhöfði Rauður/milli-einlitt Geysir 7,62

 

Tölt T2 - Ungmennaflokkur

1 Hákon Dan Ólafsson Stirnir frá Skriðu Rauður/milli-tvístjörnótt Fákur 7,58

2 Thelma Dögg Tómasdóttir Bósi frá Húsavík Vindóttur/mótvístjörnótt Smári 6,79

3 Ólöf Helga Hilmarsdóttir Katla frá Mörk Jarpur/milli-stjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokka Fákur 6,54

4 Ásdís Ósk Elvarsdóttir Vísa frá Hrísdal Rauður/milli-tvístjörnótt Skagfirðingur 6,50

5-6 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Prins frá Skúfslæk Jarpur/milli-stjörnótt Fákur 6,38

5-6 Benjamín Sandur Ingólfsson Ögri frá Fróni Brúnn/milli-einlitt Fákur 6,38

 

Tölt T3 - Barnaflokkur

1 Elva Rún Jónsdóttir Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ Jarpur/milli-einlitt Sprettur 7,00

2 Guðný Dís Jónsdóttir Roði frá Margrétarhofi Rauður/milli-nösóttglófext Sprettur 6,83

3 Inga Fanney Hauksdóttir Mirra frá Laugarbökkum Rauður/milli-stjörnótt Sprettur 6,72

4 Elísabet Vaka Guðmundsdóttir Heiðrún frá Bakkakoti Bleikur/álóttureinlitt Geysir 6,67

5-6 Kolbrún Katla Halldórsdóttir Sigurrós frá Söðulsholti Rauður/milli-blesótt Borgfirðingur 6,56

5-6 Ragnar Snær Viðarsson Kamban frá Húsavík Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Fákur 6,56

 

Tölt T4 - Unglingaflokkur

1 Kristófer Darri Sigurðsson Brúney frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Sprettur 7,17

2 Glódís Líf Gunnarsdóttir Magni frá Spágilsstöðum Jarpur/milli-einlitt Máni 7,12

3 Elín Þórdís Pálsdóttir Ópera frá Austurkoti Bleikur/fífil-stjörnótt Sleipnir 7,08

4 Arnar Máni Sigurjónsson Sómi frá Kálfsstöðum Jarpur/milli-einlitt Fákur 6,96

5 Védís Huld Sigurðardóttir Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum Brúnn/milli-einlitt Sleipnir 6,92

 

Tölt T4 - Barnaflokkur

1 Sigrún Helga Halldórsdóttir Gefjun frá Bjargshóli Brúnn/milli-einlitt Fákur 7,04

2 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Björk frá Lækjamóti Brúnn/dökk/sv.einlitt Þytur 6,83

3 Kristín Karlsdóttir Einar-Sveinn frá Framnesi Brúnn/milli-einlitt Fákur 6,29

4 Matthías Sigurðsson Biskup frá Sigmundarstöðum Rauður/milli-blesótt Fákur 5,58

5 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Þráður frá Egilsá Rauður/milli-nösótt Fákur 3,54

 

Fjórgangur V1- Meistaraflokkur

1 Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi Jarpur/milli-einlitt Fákur 8,43

2 Ásmundur Ernir Snorrason Frægur frá Strandarhöfði Rauður/milli-einlitt Geysir 7,87

3 Ragnhildur Haraldsdóttir Vákur frá Vatnsenda Jarpur/milli-einlitt Hörður 7,83

4 Jakob Svavar Sigurðsson Hálfmáni frá Steinsholti Rauður/milli-stjörnótt Dreyri 7,80

5 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum Jarpur/rauð-einlitt Hörður 7,77

 

Fjórgangur V1- Ungmennaflokkur

1 Hákon Dan Ólafsson Stirnir frá Skriðu Rauður/milli-tvístjörnótt Fákur 7,37

2 Þórdís Inga Pálsdóttir Njörður frá Flugumýri II Bleikur/ál/kol.einlitt Skagfirðingur 7,30

3 Ásdís Ósk Elvarsdóttir Koltinna frá Varmalæk Brúnn/milli-stjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokka Skagfirðingur 7,20

4 Hafþór Hreiðar Birgisson Hróður frá Laugabóli Jarpur/milli-einlitt Sprettur 7,07

5 Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir Skálmöld frá Eystra-Fróðholti Bleikur/fífil-stjörnótt Sleipnir 7,03

 

Fjórgangur V1- Unglingaflokkur

1 Védís Huld Sigurðardóttir Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum Brúnn/milli-einlitt Sleipnir 7,40

2 Katla Sif Snorradóttir Gustur frá Stykkishólmi Brúnn/milli-einlitt Sörli 7,20

3 Glódís Líf Gunnarsdóttir Fífill frá Feti Bleikur/álótturstjörnótt Máni 7,10

4 Glódís Rún Sigurðardóttir Múli frá Bergi Brúnn/milli-einlitt Sleipnir 7,03

5 Kristófer Darri Sigurðsson Brúney frá Grafarkoti Brúnn/milli-einlitt Sprettur 6,87

6 Benedikt Ólafsson Biskup frá Ólafshaga Vindóttur/jarp-einlittglófext Hörður 6,80

 

Fjórgangur V2 - Barnaflokkur

1 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Freyðir frá Leysingjastöðum II Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Þytur 6,67

2 Guðný Dís Jónsdóttir Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ Rauður/dökk/dr.stjörnótt Sprettur 6,57

3-4 Kolbrún Katla Halldórsdóttir Sigurrós frá Söðulsholti Rauður/milli-blesótt Borgfirðingur 6,47

3-4 Elva Rún Jónsdóttir Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ Jarpur/milli-einlitt Sprettur 6,47

5 Matthías Sigurðsson Caruzo frá Torfunesi Brúnn/mó-einlitt Fákur 6,43

 

Fimmgangur F1 - Meistaraflokkur

1 Olil Amble Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum Bleikur/fífil-blesóttægishjálmur Sleipnir 7,67

2 Jakob Svavar Sigurðsson Skrúður frá Eyri Rauður/milli-blesótt Dreyri 7,60

3 Eyrún Ýr Pálsdóttir Hrannar frá Flugumýri II Brúnn/milli-einlitt Skagfirðingur 7,55

4 Sina Scholz Nói frá Saurbæ Brúnn/milli-einlitt Skagfirðingur 7,40

5 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sproti frá Innri-Skeljabrekku Brúnn/dökk/sv.einlitt Fákur 7,38

 

Fimmgangur F1 - Ungmennaflokkur

1 Benjamín Sandur Ingólfsson Smyrill frá V-Stokkseyrarseli Jarpur/milli-einlitt Fákur 7,21

2 Guðmar Freyr Magnússon Rosi frá Berglandi I Brúnn/milli-stjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokka Skagfirðingur 7,10

3 Ásdís Ósk Elvarsdóttir Laxnes frá Lambanesi Rauður/milli-stjörnótt Skagfirðingur 7,00

4 Thelma Dögg Tómasdóttir Bósi frá Húsavík Vindóttur/mótvístjörnótt Smári 6,90

5 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Bjarkey frá Blesastöðum 1A Brúnn/dökk/sv.einlitt Fákur 6,52

 

Fimmgangur F2 - Unglingaflokkur

1 Sigrún Högna Tómasdóttir Sirkus frá Torfunesi Rauður/ljós-tvístjörnótt Smári 6,57

2 Glódís Rún Sigurðardóttir Sturlungur frá Leirubakka Brúnn/milli-einlitt Sleipnir 6,52

3 Védís Huld Sigurðardóttir Elva frá Miðsitju Moldóttur/d./draugstjörnótt Sleipnir 6,50

4 Benedikt Ólafsson Leira-Björk frá Naustum III Leirljós/Hvítur/milli-einlitt Hörður 6,14

5 Jón Ársæll Bergmann Álfrún frá Bakkakoti Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Geysir 5,76

 

Skeið 250m P1

1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II Rauður/milli-stjörnóttvindhært (grásprengt) í fax eða tagl Fákur 21,66

2 Guðmundur Björgvinsson Glúmur frá Þóroddsstöðum Brúnn/milli-einlitt Geysir 21,74

3 Sigurbjörn Bárðarson Vökull frá Tunguhálsi II Brúnn/milli-einlitt Fákur 22,00

4 Daníel Gunnarsson Eining frá Einhamri 2 Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Sleipnir 22,49

5 Gústaf Ásgeir Hinriksson Andri frá Lynghaga Brúnn/milli-einlitt Fákur 22,53

 

Skeið 150m - P3

1 Þórarinn Eymundsson Gullbrá frá Lóni Brúnn/dökk/sv.einlitt Skagfirðingur 14,10

2 Árni Björn Pálsson Korka frá Steinnesi Leirljós/Hvítur/milli-einlitt Fákur 14,31

3 Sigurður Vignir Matthíasson Léttir frá Eiríksstöðum Jarpur/milli-skjótt Fákur 14,41

4 Glódís Rún Sigurðardóttir Blikka frá Þóroddsstöðum Bleikur/fífil-stjörnótt Sleipnir 14,50

5 Þórarinn Ragnarsson Funi frá Hofi Rauður/milli-einlitt Smári 14,52

 

Gæðingaskeið - Meistaraflokkur PP1

1 Davíð Jónsson Irpa frá Borgarnesi Jarpur/rauð-einlitt Geysir 8,13

2 Hinrik Bragason Hrafnhetta frá Hvannstóði Brúnn/milli-skjótt Fákur 8,00

3 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II Rauður/milli-stjörnóttvindhært (grásprengt) í fax eða tagl Fákur 7,92

4 Magnús Bragi Magnússon Snillingur frá Íbishóli Moldóttur/gul-/m-einlitt Skagfirðingur 7,71

5 Sigursteinn Sumarliðason Krókus frá Dalbæ Brúnn/milli-einlitt Sleipnir 7,63

 

Gæðingaskeið - Ungmennaflokkur

1 Benjamín Sandur Ingólfsson Messa frá Káragerði Bleikur/fífil/kolótturstjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokkahringeygt eða glaseygt Fákur 7,79

2 Þorgils Kári Sigurðsson Gjóska frá Kolsholti 3 Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Sleipnir 6,71

3 Ásdís Ósk Elvarsdóttir Laxnes frá Lambanesi Rauður/milli-stjörnótt Skagfirðingur 6,58

4 Atli Freyr Maríönnuson Léttir frá Þjóðólfshaga 3 Brúnn/dökk/sv.einlitt Léttir 6,46

5 Þorgils Kári Sigurðsson Vænting frá Sturlureykjum 2 Bleikur/álóttureinlitt Sleipnir 6,29

 

Gæðingaskeið - Unglingaflokkur

1 Arnar Máni Sigurjónsson Púki frá Lækjarbotnum Grár/rauðurstjarna,nös eða tvístj. auk leista eða sokka Fákur 6,83

2 Kristján Árni Birgisson Máney frá Kanastöðum Jarpur/milli-einlitt Geysir 6,67

3 Benedikt Ólafsson Leira-Björk frá Naustum III Leirljós/Hvítur/milli-einlitt Hörður 6,50

4 Kristófer Darri Sigurðsson Vörður frá Hafnarfirði Rauður/milli-stjörnótt Sprettur 6,25

5 Glódís Rún Sigurðardóttir Sturlungur frá Leirubakka Brúnn/milli-einlitt Sleipnir 6,17

 

Flugskeið 100m - Meistaraflokkur - P2

1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II Rauður/milli-stjörnóttvindhært (grásprengt) í fax eða tagl Fákur 7,30

2 Konráð Valur Sveinsson Losti frá Ekru Brúnn/milli-einlitt Fákur 7,30

3 Jóhann Magnússon Fröken frá Bessastöðum Jarpur/dökk-einlitt Þytur 7,33

4 Guðmundur Björgvinsson Glúmur frá Þóroddsstöðum Brúnn/milli-einlitt Geysir 7,35

5 Þórarinn Eymundsson Gullbrá frá Lóni Brúnn/dökk/sv.einlitt Skagfirðingur 7,42

 

Flugskeið 100m - Ungmennaflokkur

1 Sunna Lind Ingibergsdóttir Flótti frá Meiri-Tungu 1 Bleikur/fífil/kolóttureinlitt Sörli 8,06

2 Guðmar Freyr Magnússon Hagur frá Skefilsstöðum Brúnn/dökk/sv.einlitt Skagfirðingur 8,19

3 Benjamín Sandur Ingólfsson Ásdís frá Dalsholti Brúnn/milli-einlitt Fákur 8,32

4 Þorgils Kári Sigurðsson Vænting frá Sturlureykjum 2 Bleikur/álóttureinlitt Sleipnir 8,36

5 Þorgils Kári Sigurðsson Gjóska frá Kolsholti 3 Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Sleipnir 8,38

 

Flugskeið 100m - Unglingaflokkur

1 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Viljar frá Skjólbrekku Jarpur/ljóseinlitt Þytur 7,82

2 Kristján Árni Birgisson Máney frá Kanastöðum Jarpur/milli-einlitt Geysir 8,29

3 Þórey Þula Helgadóttir Þótti frá Hvammi I Jarpur/milli-einlitt Smári 8,34

4 Egill Már Þórsson Tinna frá Ragnheiðarstöðum Brúnn/mó-stjörnótt Léttir 8,50

5 Haukur Ingi Hauksson Komma frá Kambi Rauður/milli-einlitt Sprettur 8,77

 

Fimi Ungmenna 

1. Thelma Rut Davíðsdóttir og Þráður frá Ármóti- 6,90
2. Birta Ingadóttir - 6,57

 

Fimi Unglinga

1. Védís Huld Sigurðardóttir - 8,07
2. Katla Sif Snorradóttir - 8,03
3. Benedikt Ólafsson og Biskup frá Ólafshaga - 7,37
4. Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson - 7,27
5. Selma Leifsdóttir - 7,20

 

Fimi Barna

1. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal - 7,17
2. Sara Dís Snorradóttir - 6,57
3. Lilja Rún Sigurjónsdóttir - 6,00
4. Sigrún Helga Halldórsdóttir - 4,80

Frumtamningarnámskeið með Róbert Petersen

Hestamannafélagið Hörður og Róbert Petersen reiðkennari verða
með frumtamningarnámskeið sem hefst mánudaginn 4. nóvember nk.
með bóklegum tíma í Harðarbóli. Verklegir tímar hefjast svo 5.
nóvember og kemur hver þátttakandi með sitt trippi. Farið
verður í gegnum helstu þætti frumtamningar, s.s.

Atferli hestsins
Leiðtogahlutverk
Fortamning á trippi
Undirbúningur fyrir frumtamningu
Frumtamning

Bóklegir tímar: 1
Verklegir tímar: 11
Tímar: mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga í fjórar vikur.
Verð: 40.000.-

Fjórir nemendur verða í hverjum hópi en hámarksfjöldi á
námskeiðið er 12 – 16 þátttakendur. Bóklegir tímar verða
sameiginlegir fyrir allan hópinn. Verkleg kennsla verður í
Reiðhöll Harðar og í Blíðubakka 2, þar sem unnið verður með
trippin.

Einnig eiga nemendur að fylgjast með öðrum og læra þannig á
mismunandi hestgerðir og mismunandi aðferðir við for- og
frumtamningu.

Tímasetningar fara eftir stærð hópana enn verða milli 17-21, ef eitthvað ósk er um sérstaka tíma / hópa verður það koma fram við skráningu og reynum við eftir besta getu að fara eftir því.

Skráning fer fram í gegnum sportfeng https://skraning.sportfengur.com og er námskeiðið


öllum opið.FB_IMG_1565902482816.jpg

Reiðhöllin lokuð

Um næstu helgi verður reiðhöllin þrifin með háþrýstitækjum.  Ekki er vanþörf á, því hún hefur ekki aldrei verið þrifin.  Notuð verður skæralyfta, en ekki liggur fyrir hve langan tíma verkið tekur.  Í leiðinni verður hugað að ljósum og hátölurum.  Í framhaldinu er fyrirhugað að koma upp vökvunarkerfi og speglum.

 

Stjórnin

Frumtamningar Námskeið með Robba Pet í haust

Frumtamningar Námskeið með Robba Pet í haust
Það er áætlað að halda frumtamningarnámskeið í haust í 4 vikur.
4. - 28. nóvember - 2x í viku (alltaf mánudagar, þriðjudagar og fimmtudagar)
Verð verður 40 000 ISK
Þáttakendur verða að vera 12 manns til að námskeið verður.
Nánari upplýsingar koma fljótlega.

Sumarbeit - vanskil

 
Ennþá eiga nokkrir félagsmenn eftir að gera upp beitina. Ein af forsendum þess að fá úthlutað beitarhólfi er að vera skuldlaus við félagið. En það þarf líka að greiða beitargjaldið. Vinsamlega gerið það sem fyrst. Örfáir hafa ekki greitt leigu fyrir kerrustæðið og eru þeir beðnir um að gera það sem allra fyrst.
Stjórnin