Ársskýrsla fræðslunefndar 2024
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 06 2024 10:59
- Skrifað af Sonja
Ársskýrsla fræðslunefndar Harðar
Markmið fræðslunefndar Harðar er að halda uppi öflugu fræðslustarfi sem höfðar til félagsmanna og stuðla þannig að eflingu hestamennskunnar.
Í fræðslunefnd Harðar eru: Anna Jóna Huldudóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Þórdís Þorleifsdóttir og Berghildur Ásdís Stefánsdóttir
Fræslunefnd hefur unnið í góðri samvinnu við Sonju Noack starfsmann Harðar og yfirreiðkennnara
Fræðslunefnd hittist tvisvar sinnum á fundi á starfsárinu og nýtir auk þess messanger hóp vel til samskipta og skipulags.
Viðburðir starfsársins
- Gæðingafiminámskeið með Fredrica Fagerlund. Námskeiðið byggist á bóklegum tíma, sýnikennslu þann 9. febrúar sem opin var öllum og síðan veklegum hluta sem dreifðist yfir þrjár helgar.
- Þann 14. janúar var Benedikt Ólafsson heimsmeistari með mjög fróðlega fyrirlestur í Harðarbóli
- Töltnámskeið með Guðrún Margréti Valsteinsdóttur reiðkennara. Námskeiðið byrjaði um miðjan janúar og kennt var vikulega, sex 45 mínútna tímar.
- Hindrunarstökksnámskeið byrjaði um miðjan janúar og var kennt vikulega í sex skipti, 45 múnútna tímar. Kennari var Guðrún Margrét Valsteinsdóttir reiðkennari.
- Vinna í hendi, námsekið sem Ingunn Birna Ingólsdóttir reiðkennari kenndi og var kennt einu sinni í viku alls sex skipti, 45 mínútur í senn. Námskeiði hófst 16. janúar.
- Námskeiði Fimi og flæði kenndi Thelma Rut Davíðsdóttir reiðkennari. Fjórir tímar sem dreifðust frá janúar fram í lok mars.
- Karlahópur, áhersla á töltþjálfun og þjálni var námskeið með Ingu Maríu S. Jónínudóttur reiðkennara. Námskeið var sex 45 mínútna kennslustundir í febrúar og mars.
- Almennt reiðnámskeið með Ingu Maríu S. Jónínudóttir reiðkennara, sex 45 mínútnatímar í febrúar og mars.
- Unghestaþjálfun. Námskeið með Ingu Maríu S. Jónínudóttir reiðkennara. Kennt var í febrúar og mars 30 mínútur í senn.
- Knapamerki 3 sem Sonja Noack kenndi tvisvar sinnum í viku janúar, febrúar og mars og lauk með verklegu prófi í lok mars.
- Leiðtogahæfin og samspil. Helgarnámskeið um miðjan janúar með Ragneiði Þorvaldsdóttur reiðkennara.
- Knapaþjálfun námskeið með Bergrúnu Ingólfsdóttur einkaþjálfara og reiðkennar. Námskeið sem bæði var í fyrirlestraformi og verklegt með og án hests.
- Einnig var boðið upp á einkatímapakka sem góð ásókn var í. 5x 30 mínútna einkatímar voru í boði með eftirtöldum reiðkennurum:
Thelmu Rut Davíðsdóttur
Ingunni Birnu Ingólfsdóttur
Ragnheiði Þorvaldsdóttur
Sonju Noack
Búið var að skipuleggja bæði “ Liberty” sýnikennslu og námskeið með Steinari Sigurbjörnssyni sem því miður þurfti að fela niður
6.des 2023 var Sýnikennslu með Súsönnu Sand sem var vel sótt og mjög skemmtileg og svo var 7. febrúar Sýnikennsla með Fredricu Fagerlund sem var líka mjög vel heppnuð og vel mætt.
Aflýsa þurfti skyndihjálpanámskeiði vegna dræmrar þáttöku.
Þórdís Þorleifsdóttir sem verið hefur í fræðslunefnd síðustu ár tekur sér nú hlé frá nefnindi og þökkum við henni góð störf.
Fræðslunefnd vinnur að skipulagi vetrarins í samvinnu við Thelmu Rut Davíðsdóttur nýjan yfirreiðkennara félagsins og Sonju Noack starfsmann félagsins.
Nefndin tekur gjarnan við tilögum eða óskum frá félgsmönnum um fræðslustarf.