Aðalfundur í kvöld! 6.nov 2024 kl 20:00
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 06 2024 10:45
- Skrifað af Sonja
Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar miðvikudaginn 6. nóvember 2024 kl 20 í Harðarbóli.
Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 5. gr félagsins.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara
Formaður flytur skýrslu stjórnar
Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mánaða milliuppgjör
Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins
Reikningar bornir undir atkvæði
Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður
Árgjald ákveðið
Lagabreytingar
Kosningar samkvæmt 6. grein laga félagsins
Önnur mál
Fundarslit
6.grein
Stjórn félagsins skipa átta manns auk formanns. Stjórnin skiptir með sér verkum að undanskildum formanni, sem kosinn er beinni kosningu. Kosning stjórnar og formanns félagsins skal fara fram á aðalfundi félagsins samkvæmt eftirfarandi reglum:
Formaður skal kosinn til eins árs í senn og getur verið endurkjörinn alls þrisvar sinnum.
Átta meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára þannig að fjórir stjórnarmenn gangi úr stjórn ár hvert. Þeir sem ganga úr stjórn með þessum hætti geta verið endurkjörnir.
Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga félagsins til eins árs í senn.
Þá skal og kjósa fulltrúa félagsins á ársþing og aðalfundi þeirra samtaka sem félagið á aðild að en formaður félagsins skal þó teljast vera sjálfkjörinn. Aðalfundur getur heimilað stjórn að tilnefna fulltrúa til setu á fundum þeim sem getið er hér að framan.
Einungis félagar eldri en átján ára eru kjörgengir í kosningum til stjórnar, formanns félagsins, til að vera skoðunarmenn ársreikninga og til að vera fulltrúar félagsins á ársþingum og aðalfundum þeirra samtaka sem félagið á aðild að.
Framboð til kosninga á aðalfundi skulu berast stjórn minnst 7 dögum fyrir aðalfund.