Ársskýrsla Kvennanefndar Harðar 2024

Kvennanefnd Harðar sér um að skipuleggja viðburði, reiðtúra og stærri kvennareiðar fyrir Harðar-Konur. Markmið kvennanefndar Harðar er að fá sem flestar konur til að taka þátt í viðburðum og fara saman í reiðtúra, kynnast og auðga félagsandann. Þáttaka fór rólega af stað í mars og má þar sennilega kenna leiðinlegu veðri um. En sífellt bættist í hópinn, þegar leið fram á vorið vorum við orðnar 42 konur saman í reiðtúr. Kvennanefnd Harðar auglýsir alla sýna viðburði á fésbókinni á síðu sem heitir Harðar-Konur.

20.mars Fóru þær allra hörðustu í reiðtúr í brjáluðu veðri og þáðu súpu í Flugubakka 2 á eftir. Fámennt var vegna veðurs og var upphaflega stefnt á að fara Blikanesið. Reiðtúrinn var styttur vegna veðurs enda tók smá tíma að fá hita í kroppinn eftir þá ferð, en ekkert sem heit og góð súpa gat ekki lagað.

10.apríl Góður hópur c.a 20 konur riðu í heimsókn til Nonna í Varmadal. Nonni tók á móti okkur og fengum við aðstöðu í skemmunni til að fá okkur smá hressingu.Tekinn var smá monnt hringur á góðu tölti á vellinum hjá Nonna.

24. apríl var riðið til Nínu á Hraðastöðum. Þar voru grillaðar pylsur. Mæting með besta móti 38 konur miklu fleiri en skráðu sig og fengu einhverjar ekki pylsur en það var bara bætt upp með öðrum veigum.

22.maí Riðið í Laxnes í Pizzu og fljótandi veigar. Þar tók Haukur á móti okkur og myndaðist mikil og góð stemning  enda 42 konur þar á ferð.

1.júní Stóra Kvennareiðin. Byrjað var í fordrykk á Snæstöðum hjá Ragnhildi. Síðan var riðið í Dalland. Þar tók Axel á móti okkur. Búllubíllinn mætti á svæðið og blandaðir voru Basil Gimlet kokteilar “A la Danni”og  danskennari kenndi okkur línudansa í reiðhöllinni á eftir.

Við þökkum gestgjöfum okkar kærlega fyrir að taka á móti okkur. Við erum mjög þakklátar  fyrir hvað allir voru jákvæðir og tilbúnir að taka á móti svona stórum hópum.

Ragnhildur gjaldkeri fær sérstakar þakkir fyrir alla hjálpina og utanumhald á skráningar greiðslum fyrir viðburði. Rukkað var hæfilegt gjald fyrir hvern viðburð til að standa straum af kostnaði á veitingum.

Kvennanefnd Harðar mun funda fljótlega og setja saman dagskrá fyrir vor 2025 sem verður kynnt eftir áramót.

Áfram Hörður!

Kvennanefnd Harðar 2024

Elín Hrönn Jónasdóttir            Kristjana Þórarinsdóttir

Guðný Guðlaugsdóttir             Olga Rannveig Bjarnadóttir

Guðrún Hildur Pétursdóttir      Sædís Jónasdóttir

Harpa Groiss                          Margrét Ólafía Ásgeirsdóttir

Screenshot_2024-11-06_124351.jpg