Auglýsum eftir reiðkennurum fyrir veturinn 2019 / 2020

 

Hestamannafélagið Hörður auglýsir eftir reiðkennurum til starfa veturinn 2019/20. Í umsóknunum skal gerð grein fyrir menntun og reynslu og gott væri að fá tillögur að reiðnámskeiðum. Einnig má koma fram hvaða daga hentar best eða alls ekki.

Umsóknir má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 18. óktober næskomandi.

 
 

Bókleg kennsla í knapamerkjum haustið 2019

Hestamannafélagið Hörður býður uppá bóklega knapamerkjakennslu í haust 2019.

Lágmarks þátttaka eru fjórir á hverju stigi. Kennari er: Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Stefnt er að verklegri kennsla hefjist í janúar 2020 ef næg þátttaka fæst. Athugið það verður ekki boðið upp á bóklegt nám í knapamerkjum 3, 4 og 5 fyrr en næsta haust (2020)
Knapamerki 1 og 2 verða í boði eftir áramót bóklegt og verklegt saman.
 
 
Upplýsingar um námið http://knapamerki.is/
 
 
• Knapamerki 3. Kennt á miðvikudögum og manudögum kl. 16:30 – 18:00
• Kennsla hefst 16. október, 4 skipti plus próf (1klst)
• Knapamerki 4. Kennt á miðvikudögum og manudögum kl. 18:00 – 19:30
• Kennsla hefst . 16. október, 4 skipti plus próf (1klst)
• Knapamerki 5. Kennt á miðvikudögum og manudögum kl. 19:30 – 21:00
• Kennsla hefst . 16. október, 4 skipti plus próf (2 klst)
• Verð bóklegt Knapamerki 3 og 4 - Börn og Unglingar kr. 14.000
• bóklegt Knapamerki 3 og 4 Fullorðnir kr 16 000
 
• Verð bóklegt Knapamerki 5 - Börn og Unglingar kr. 15.000
• Verð bóklegt Knapamerki 5 - Fullorðnir kr. 17.000
 
 
Dagsetningar: Miðvikudaga 16. / 30. Október og Mánudaga 21. / 28. 10!
Próf: 6. Nóvember
Nemendur þurfa að útvega sér kennslubækur fyrir fyrsta tímann og fást þær í m.a. í Líflandi og Ástund.
Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og senda þarf staðfestingur á greiðslu á sama netfang. Leggja skal inná þennan reikning:
549-26-2320 og kennitalan er: 650169-4259
 
Kveðja
Sonja Noack
Yfirreiðkennari Harðar
 
 
baekur-allar-kropp-1500.jpg

Aðgang að Reiðhöllina 2020

Sælar félagar
Það verður hægt frá árinu 2020 að bóka sig í fasta áskrift fyrir reiðhallarlykillinn (opnar þá alltaf nýr lykill um áramót og kemur greiðsluseðill í heimabanka). Þau sem eru með áskrift þurfa þá ekki hugsa um að panta lykillinn alltaf í lok árs og er þá ekki áhætta um að standa fyrir framan lokaða hurð í ársbyrjun.
Endilega sendið mér nú þegar þau sem vilja vera í áskrift og þá líka hvort lykillinn þið vilijð (allan dag, fyrir hádegi eða eftir hádegi).
Það má að sjálfsögðu líka senda mér nú þegar email þegar þú villt panta lykill enn villt ekki áskrift. Þá er þetta bara komið.
Greiðsluseðill fyrir lyklana fyrir árið 2020 fara svo út í janúar 2020. Það verður lokað á ógreidda lykla.
Pantarnir fara í gegnum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kveðjur
Sonja

Eru knapar og dómarar að tala sama tungumál

Eru knapar og dómarar að tala sama tungumál

FT Félag tamningamanna og LH Landsamband hestamannafélaga heldur opin fund um þróun keppnismála fimmtudag 12. september uppi í veislusal reiðhallar Fáks kl.19.30

Eru knapar og dómarar að tala sama tungumál?

Rætt verður um:

Hvað hefur þróast vel á síðasta keppnistímabili?
Hvað má betur fara?
Hvernig kemur mat á reiðmennsku fram í dómum?

Hvetjum alla dómara og knapa að mæta !

Fundarstjóri verður Thelma L. Tómasson

Frummælendur:

Súsanna Ólafsdóttir formaður FT

Lárus Ástmar Hannesson formaður LH 

Erlendur Árnason formaður GDLH

Halldór Gunnar Viktorsson formaður HíDí

Olil Amble knapi

Anton Páll Níelsson reiðkennari aðstoðarþjálfari landsliðs

Beitarlok

Vegna góðrar sprettu verða lok beitar framlengd til 15. september.  Sum beitarhólf eru þó þegar búin, en talsvert eftir í öðrum hólfum.  Félagsmenn geta haft samvinnu í að fullnýta hólfin, en þurfa að bjarga sér sjálfir við slíkt.  Veit að þeir sem eiga næga beit, vilja gjarnan láta fullnýta hólfin og forðast þannig sinu og eins að koma betur út úr beitarmati að beitartíma loknum.

Reykjavegur undirgöng

Vildi upplýsa þig um að framkvæmdir við undirgöngin munu frestast til næsta árs vegna mikils umfangs lagna á svæðinu og svo er ekki búið að leysa hvernig við náum að afvatna göngin, það er heldur meira mál en við reiknuðum með en við höldum undirbúningi áfram og getum vonandi boðið út í byrjun næsta árs.

Vegagerðin

Flugeldasyning

Sælir hestamenn
Laugardaginn 31. ágúst fer fram flugeldasýning vegna bæjarhátíðarinnar Í túninu heima. Sýningin hefst kl. 23 og ég vona að hún valdi hestunum ekki of miklum óþægindum.  Annars hlakka ég til að sjá hesta og knapa í skrúðgöngunni á föstudag.
Bestu kveðjur,
Auður Halldórsdóttir

Hjólakeppnir Fellahringur 29. ágúst og Bikarmót 7. sept

Fjallahjólakeppnin Fellahringurinn fer fram 29. ágúst kl 19.00 – 22.00.  Hjólað er stígum í kringum Úlfarsfell, Reykjafell, Skammadal, Mosfellsdal og niður með Leirvogsá að Varmadal.  Að hluta liggur leiðin um reiðvegi okkar Harðarmanna og tökum við tillit til þess.

Bikarkeppni á vegum Hjólreiðasambands Íslands fer fram laugardaginn 7. september kl 10.00-13.00 á Reykjalundarsvæðinu og inn í Skammdal í gegnum Reyki. 

https://l.facebook.com/l.php?u=https%3A%2F%2Fwww.strava.com%2Fsegments%2F15483217&h=AT0lDfr0NoRHv2h8JebypfdMhW0aLtbxGaPQPH5dqXIktH-5dnzvHLKMiZ9GzlkVSIyHKx92sZN5TQFs62BBM8MqiDY4dodeO4t7zfeHQ2wTbMOqhFyb79rCZVKYbitpbOEczn_FgE-EJd0P68CmgbS1-HtftC13L88DBBWudUPnBObCmeRpc4Dmun-LKcBKBAHTOlmE3AQJtyrnMliZJhBQes158V2CHivi8IdLKnRI56aJMbZU6ByXBO8uq57XJkmSlK2JrhrqfcT_13e0Dwr6T-QllxQvNc086AEf4v4hMODFGpwhSSatFn4lXDwG-0SLSQqAx5kSFrbbQ049Eg1nyqlitCSbKqtGBRjGpg

 

Afrekssjóður UMSK, verkefnasjóður UMFÍ og Íþróttasjóður

Sælir félagar
 

Minna á umsóknafrest í eftirfarandi sjóði:


Afrekssjóður UMSK 29. ágúst  - Umsóknaeyðublöð og reglugerð sjóðsins http://umsk.is/afrekssjodur


Verkefnasjóður UMFÍ  1. október – Umsóknaeyðublöð og reglugerð https://www.umfi.is/um-umfi/umsoknir-og-sjodir/

Íþróttasjóður ríkisins 1. Október – Umsóknaeyðublöð og reglugerð - https://www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/ithrottasjodur/