Ársskýrsla Kvennanefnd Harðar 2023

 
 

Ársskýrsla Æskulýðsnefndar Harðar 2023

æ1.png

Páskaleikir

Laugardaginn 1. apríl voru haldnir páskaleikir þar sem um 35 krakkar mættu og leystu alls kyns skemmtilegar þrautir. Leikirnir hentuðu öllum aldrei og höfðu allir krakkarnir gaman að því að spreyta sig á þeim undir dynjandi tónlist og skemmtilegri stemmingu. Í lokin fengur allir þátttakendur páskaegg fyrir að taka þátt.

Áseta og líkamsvitund

Í október var boðið upp á fræðslu um ásetu og líkamsvitund þar sem farið var yfir ýmsar æfingar án hests sem gerir okkur meðvitaðri og færari í að hafa tilfinningu fyrir líkamanum og stjórna ásetu okkar betur. Leiðbeinendur voru Thelma Rut Davíðsdóttir reiðkennari og Berghildur Ásdís Stefánsdóttir sjúkraþjálfari.

Landsmótshópur barna, unglinga og ungmenna barna

Verið er að búa til landsmótshóp fyrir börn, unglinga og ungmenni sem stefna á úrtöku og keppni á landsmóti hestamanna í júlí 2024. Þar verður haldið vel utan um hópinn og ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt verður innifalið í þeirri þátttöku. Verið er að móta stefnu hópsins og setja upp skipulag fyrir veturinn til að undirbúa þau sem best fyrir komandi keppnisár.

Nudd og teygjuæfingar fyrir hesta

Í nóvember verður sýnikennsla og námskeið um ýmsar nudd- og teygjuæfingar fyrir hesta. Farið verður yfir ýmsar skemmtilegar æfingar sem knapar geta gert til að liðka hesta sína og stuðla að heilbrigðari hesti. Þetta eykur fjölbreytni í þjálfun og byggir upp tengsl milli knapa og hests. Leiðbeinendur eru Thelma Rut Davíðsdóttir og Nathalie Moser.

Aðrir viðburðir

Því miður náðist ekki að halda fleiri viðburði þetta árið vegna þess að það bráðvantar fleiri foreldra til að sýna þessu mikilvægu starfi áhuga og vera tilbúin að taka þátt. Formaður hvetur eindregið foreldra til láta gott af sér leiða og bjóða sig fram að vera í þessari nefnd þannig að hægt verði að bjóða upp á fleiri viðburði til að byggja börnin okkar upp með okkur í hestaíþróttinni.

 

Lokaður reiðvegur

Varmárræsi 2. Áfangi. Endurnýjun neðan Íþróttahúss
Nú eru að hefjast framkvæmdir við endurnýjun á um 100 metra kafla Varmárræsis neðan íþróttahúss að Varmá.
Meðan á þeim framkvæmdum standa mun reiðleiðin frá Tunguvegi að Varmá lokast.
Áætluð verklok um miðjan desember n.k
 
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum og truflunum sem af þessum framkvæmdum hlýst og biðjum við vegfarendur um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi meðan á framkvæmdum stendur.
 
ræsir.jpg
ræsir_2.jpg
 

Áseta og líkamsvitund - FULLORÐNIR

ATHU HESTLAUS NÁMSKEIÐ
 
Fræðsla um ásetu og líkamsvitund. Förum yfir ýmsar æfingar, án hests, sem gera okkur meðvitaðri og færari í að hafa tilfinningu fyrir líkamanum og stjórna ásetu okkar.
Fyrir 18áraplús
12.11 í Harðarboli kl 11 til ca 1230
Taka með: jógadýnu/dýnu
Verð: 2000kr
 Kennarar: Thelma Rut Reiðkennari og Berghildur Ásdís sjúkraþjálfari 
HVETJUM ALLA  KNAPA 18PLÚSÍ HERÐI AÐ MÆTA!!!
 
 391618558_813469697455086_2657778642869836265_n.jpg

Lokaður reiðvegur

Varmárræsi 2. Áfangi. Endurnýjun neðan Íþróttahúss
Nú eru að hefjast framkvæmdir við endurnýjun á um 100 metra kafla Varmárræsis neðan íþróttahúss að Varmá.
Meðan á þeim framkvæmdum standa mun reiðleiðin frá Tunguvegi að Varmá lokast.
Áætluð verklok um miðjan desember n.k
 
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum og truflunum sem af þessum framkvæmdum hlýst og biðjum við vegfarendur um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi meðan á framkvæmdum stendur.
 
ræsir.jpg
ræsir_2.jpg
 

Gæðingalistnámskeið með Fredricu Fagerlund

Í vetur verður Fredrica Fagerlund aftur með námskeið í Gæðingafimi en Fredrica hefur náð góðu gengi sjálf í gæðingafimi.

Námskeiðið er hugsað fyrir öllum aldurshópnum og þá líka þau sem stefna á taka sínu fyrsta skref í að keppni í greininni.
Námskeiðið byggist á einum bóklegum tíma þann 13. des, sýnikennsla þann 31.janúar ásamt 6 verklegum 45 mínútna einkatímum. Verklegur hluti er því dreift yfir 3 helgar.

Bóklegt í Harðarbol: 13.des kl 1830-2000
Sýnikennsla: 31.jan kl 19:00
Verkleg kennsla fer fram helgarnar 16.-17. desember – 27.-28. janúar – 24.-25. febrúar

8pláss í boði


Verð 73000
Skráning opnar þriðjudaginn 07.november kl 12:00
Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

329627829_586158709638673_9141166548592025460_n.jpg

Einkatímanámskeið fyrir fullorðna hjá Antoni Páli Níelssyni

FULLT!!!

Einkatímanámskeið fyrir fullorðna hjá Antoni Páli Níelssyni - keppnisknapar Harðar og Reiðkennarar í Herði eru með forgang á skráningu.
Hægt að skrá sig á biðlista.
Skráning opnar 30.10. kl 21.
 
Anton Páll Níelsson er menntaður reiðkennari B frá Háskólanum á Hólum.
Hann hefur kennt við Hólaskóla í fjölda mörg ár auk þess að sinna reiðkennslu víða um heim og rækta hross. Anton Páll hefur verið einn af þjálfurum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem og nokkrum erlendum landsliðum, t.d. því sænska og austurríska. Anton Páll er þekktur fyrir einfalda, hreinskilna, hestvæna og mjög árangursríka nálgun í reiðkennslu sinni.
 
Einkatímar 2x45min
Nemendur sem bóka sig núna eiga forgang á framhald (framhald í boði fram í Maí – 1x á mánuði)
Dagsetningar:
Miðvikudagur, 29.november - 1. 45min
Þriðjudagur, 19. desember - 2. 45min
Tímar eru milli kl 09 - 17.
9 pláss
Skráðar nemendur geta skráð sig svo á framhald 24.janúar og 14. febrúar og hafa forgang þar.
Verð: 34500isk - hver nemandi fæ að skrá sig með ein hest - til að fleiri komast að enn ef einhver vill vera á biðlista með annan hest má senda email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Skráning opnar 30.10.2023 kl 21:00