Keppnisnámskeið yngri flokka!
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 02 2025 11:07
- Skrifað af Sonja
FULLBÓKAÐ
Keppnisnámskeið yngri flokka er einstaklingsmiðað námskeið fyrir knapa sem stefna á keppni í barna-, unglinga- og ungmennaflokki.
Námskeiðið verður kennt einu sinni í viku á mánudögum frá 15:30-21:30 í formi einka- og paratíma en tímarnir fara bæði fram í Blíðubakka höllinni og Stóru höllinni. Eins verða haldnir nokkrir bóklegir tímar yfir tímabilið þar sem markmiðið er að fara yfir reglur í keppni, keppnisform og aðrar áherslur sem koma að góðum notum í keppni og þjálfun. Ath. Aðeins tólf pláss laus á þetta námskeið og skráning opnar klukkan 18:00 fimmtudaginn 2.janúar!
Kennarar: Ragnhildur Haraldsdóttir og Þórdís Inga Pálsdóttir
Ragnhildur er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur verið áberandi á keppnisbrautinni undan farin ár. Ásamt því að vera í íslenska Landsliðinu var hún einnig valin íþróttaknapi ársins 2020.
Þórdís Inga er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur gert góða hluti á keppnisbrautinni undan farin ár. Þórdís var hluti af U21 landsliðshóp Íslands á sínum tíma og sigraði unglingaflokk á Landsmóti árið 2014 svo eitthvað sé nefnt.
Erum mjög spennt að fá þessa flottu knapa inn í kennarateymið okkar!
Námskeiðið hefst mánudaginn 13.janúar og er 14 skipti.
Verð: 45.000kr
Skráning inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur (opnar 02.01 klukkan 18:00)