Skráning er hafin á Keppnisnámskeið Fullorðinna!
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, desember 27 2024 20:00
- Skrifað af Sonja
Einstaklingsmiðað námskeið fyrir fullorðna sem stefna á þátttöku í keppni. Námskeiðið verður kennt einu sinni í viku á miðvikudögum frá 18:00-21:00 í formi einkatíma (30mín) og paratíma (60mín) en tímarnir fara bæði fram í Blíðubakka höllinni og Stóru höllinni. Eins verða haldnir nokkrir bóklegir tímar yfir tímabilið þar sem markmiðið er að fara yfir reglur í keppni, keppnisform og aðrar áherslur sem koma að góðum notum í keppni og þjálfun. Ath. Aðeins sex pláss laus á þetta námskeið.
Námskeiðið hefst 15.janúar og er átta skipti. Möguleiki á framhaldi ef áhugi er fyrir.
Kennari: Ylfa Guðrún Svafarsdóttir
Verð: 60.000
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur