Reiðhöll og félagsgjöld

Kæra félagsmenn

Nú er komin ný flís í reiðhöll enn þurfa frosna kubbana enn smá tíma til að jafna sig út, enn þetta kemur!

Endilega munið að taka skít strax þegar verið er að þjálfa inni reiðhöll og gangi vel um!

Nú er heldur betur búin að bætast við hesta og fólk inni hverfi, enda kominn af stað aðaltímabil vetrarsins!

Viljum við bara minna á að tala saman og vera kurteis, sýna tillitsemina og hjálpast að ❤

Reikningar fyrir reiðhöll eru farin út á þá alla flesta (í gegnum sportabler - kemur greiðsluseðill frá greiðslumiðlun). Viljum minna á að allir þurfa sinn eigin lykill og má ekki lána lykla! Börn til og með 13ára fá frían aðgang enn þurfa fylgd fullorðna.

Félagsgjöld eru komnar inni a og abler biðjum við ALLA félagsmennn að fara inni markaðstorg í abler appið og undir Hestamannafélag Hörður er hægt að skrá og borga félagsgjald 2025.

Takk fyrir og njótið hestana ykkar!

Kv

Sonja

Starfsmaður