Skráning er hafin á vinsælu karla- og kvenna hóptímana!
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Laugardagur, desember 28 2024 19:31
- Skrifað af Sonja
Karlatölt / Kvennatölt
Fyrir alla þá sem vilja bæta sig og hestinn sinn, fá nýjar hugmyndir já eða dusta rykið af gömlum. Lagt verður upp með að vinna með tölt sem megin gangtegund en það geta verið margir mismunandi hlutir sem geta hjálpað og bætt það.
Kennari verður Ingunn Birna Ingólfsdóttir en hún er útskrifaður þjálfari og reiðkennari frá Hólum og að auki með áralanga reynslu af tamningum og þjálfun.
Námskeiðið er sex skipti, kennt á fimmtudögum og er hver tími 45 mínútur en það eru þrír saman í hóp. Kennsla fer fram í Stóru höllinni og hefst 30.janúar. Takmarkaðir fjöldi plássa í boði svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!
Verð: 22.000
Skráning inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur
Dagsetningar
Janúar: 30.
Febrúar: 6. / 13. / 20. / 27.
Mars: 6.
Karlatölt: 19:00-19:45
Kvennatölt: 19:45-20:30