- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Miðvikudagur, mars 27 2013 00:32
-
Skrifað af Super User
Athygli beitarhólfsleigjenda skal vakin á því að í hesthúsum vorum fellur til mikið af hrossataði sem hesthúseigendur þurfa losa sig við. Verið er að kanna möguleika á að fá afkastamikinn skítadreifara til dreifingar á búfjáráburði svo beitarhólfsleigjendur gætu hugsanlega nýtt sér þessi tilfallandi verðmæti. Sér í lagi á það við um stykki sem eru ógróin eða lítið gróin að hluta.
Beitarnefnd hvetur alla þá sem hugsanlega hafa þörf fyrir aukinn áburð á "stykkin sín" að hafa samband við nefndina sem myndi ráðleggja hvað hægt er að gera. Nú er einmitt rétti tíminn fyrir aðgerðir sem þessar.
Garðyrkjustjóri Mosfellsbæjar er mjög fylgjandi því að reynt verði að nýta þessi verðmæti sem mest og best á stykkjunum og tökum við heilshugar undir það í nefndinni.
Beitarnefnd
- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Mánudagur, september 10 2012 22:17
-
Skrifað af Super User
Þá er upprunninn 10.
dagur Septembermánaðar sem þýðir að fjarlægja þarf hross úr beitarhólfum sem
félagið leigir til félagsmanna. Að lokinni rýmingu hólfanna verða hólfin tekin
út af utanaðkomandi matsmanni og þeim gefin einkunn eins og venja er til. En
sem sagt síðustu forvöð að fjarlægja hrossin í dag.
Beitarnefnd
- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Miðvikudagur, júní 13 2012 15:40
-
Skrifað af Super User
Á það skal minnt að
samkvæmt reglugerð frá ráðuneyti stjórnaráðsins er notkun gaddavírs í og við
þéttbýli bönnuð. Rafgirðingar eru því kosturinn sem hestamenn nýta sér í auknum
mæli.
Samkvæmt tilmælum frá
bæjaryfirvöldum skal nota rafstöðvar við allar rafgirðingar í löndum
Mosfellsbæjar sem Hestamannafélagið Hörður leigir félagsmönnum sínum.
Rafgirðing án rafmagns getur fljótlega orðið haldlítil ef ekkrt er rafmagnið.
Viljum við því minna alla þá sem eru með slíkar girðingar að rafvæða hið
snarasta hafi það ekki verið gert nú þegar. Dýragæslumaður Mosfellsbæjar mun á
næstu dögum mæla girðingarnar og verða gerðar athugasemdir við þá sem ekki eru
með hlutina í lagi.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 15 2012 11:31
-
Skrifað af Super User
Von er á meiri áburði
sem verður afhentur nýjan á fimmtudag (uppstigningardag) frá kl.: 10:00
til kl.: 12:30 í reiðhöllinni.
Áburðurinn er afhentur í litlum pokum en horfið hefur verið frá því að hver og
einn moki í sína poka heldur munu tveir eða jafnvel fjórir þrælar sem
beitarnefnd tókst að útvega sjá um moksturinn. Eina sem menn þurfa að gera er
að bera pokana út í bíl og koma honum á sinn stað.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Mánudagur, maí 14 2012 11:43
-
Skrifað af Super User
Áburður á
beitarhólfin verður afhentur í dag mánudaginn 14. maí frá kl. 18:00 til kl.
21:00 í reiðhöllinni. Aðeins hluti áburðar er kominn og verður annar
afhendingardagur síðar í vikunni auglýstur, þegar ljóst er hvenær hann kemur.
Sú breyting er nú á að áburðurinn er keyptur í stórum sekkjum og þurfa
leigjendur beitarhólfanna því að ausa sjálfir í poka sem félagið leggur til.
Er þetta gert til mæta þeirri miklu hækkun sem orðið hefur á áburði síðustu ár
og einnig hitt að ekki er hægt að fá viðeigandi áburðartegund fyrir beitiland í
litlum pokum.
Minnum á að aðeins skuldlausir félagar fá úthlutað hólfum. Beitargjaldið verður
innheimt í heimabanka fljótlega og þarf því ekki að vera greitt fyrir
hólfin við móttöku áburðar.
Beitarnefndin
- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Þriðjudagur, september 06 2011 14:34
-
Skrifað af Super User
Eins og öllum mun kunnugt sem
leigja beitarhólf hjá Herði lýkur beitartímanum venjulega 10. september.
Vegna
kulda og lélegrar sprettu í vor var heimild til að sleppa hrossum frestað um
viku. Í ljósi þess og hins að undir miðsumar brá til betri tíðar og grasspretta
verið mjög góð hefur verið ákveðið að framlengja beitartímann um eina viku.
Við lauslega skoðun beitarhólafanna hefur komið í ljós að ástandið er yfirleitt
mjög gott og því hægt að lengja beitartímann. Komi hinsvegar í ljós að beit sé
uppurin í einhverju hólfanna verður haft samband við viðkomandi leigjanda og
hann beðinn að fjarlægja hrossin.
Sem sagt allir þeir sem ekki er haft samband við mega nýta hólfin einni viku
lengur en reglur segja til um.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 26 2012 16:32
-
Skrifað af Super User
Að gefnu tilefni skal
á það minnt að aðeins skuldlausum félögum er úthlutað beit af hálfu félagsins.
Því er um að gera fyrir þá sem hyggjast sækja um beit að gera hreint fyrir
sínum dyrum gagnvart félaginu sé það eftir. Einu gildir hvort um er að
ræða félagsgjöld eða annað sem félagsmenn kunna að skulda.
Þá skal það upplýst að nú verður áburðurinn keyptur í stórum 600 kg. sekkjum
þar sem illmögulegt er orðið að fá hentugan áburð fyrir hrossabeit í litlum
pokum. Auk þess sem verð á slíkum áburði er óheyrilega hátt. Verða
beitarleigjendur því að ausa sjálfir í poka sem beitarnefndin leggur til.
Stefnt er að því að fá áburðinn við fyrstu hentugleika svo hægt verði að koma
honum á sinn stað sem allra fyrst. Verður auglýst hvar og hvenær áburðurinn
verður afhentur hér á heimasíðunni.
Beitarnefnd
- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Mánudagur, júní 20 2011 10:53
-
Skrifað af Super User
Þá getum við haldið upp á þjóðhátíðardaginn með því að sleppa hrossunum í
hagana. Beitarbanninu hefur verið aflétt og geta menn því farið með færleikana
á beit. Á það skal þó bent að víða er lítil spretta og má búast við beitin
endist stutt ef ekki eru gerðar sérstakar ráðstafanir. Skynsamlegt getur
verið að setja hey í hólfin þar sem lítið er sprottið og eins að setja hóflegan
fjölda í einu á stykkin. Þetta þarf hver og einn að meta og eins er hægt að
hafa samband við formann Beitarnefndar ef þörf er á ráðleggingum um hvað gera
skal.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Mánudagur, apríl 23 2012 13:19
-
Skrifað af Super User
Vorið er komið
...og sumarbeitin skammt undan
Það þýðir að nú sé
komið að umsóknum um beitarhólf hjá hestamannafélaginu. Eins og undafarin ár
sækja félagsmenn um á heimsíðu félagsins undir fyrirsögninni "Umsókn um beit".
Umsóknir skulu berast
eigi síðar en 1. maí n.k.
Fyrirkomulagið verður
með svipuðu sniði og verið hefur undangenginn ár.
- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Miðvikudagur, júní 08 2011 21:24
-
Skrifað af Super User
Nýlokið er úttekt á beitarhólfum í Mosfellsbæ og var útkoman
afar slæm í heildina. Í flestum stykkjum er mjög lítið gras og því enganveginn
tímabært að sleppa hestum í flest þeirra. Var því afráðið að fresta sleppingu í
hólfin um sinn. Á þessu voru þó góðar undantekningar og verður þeim sem
mega sleppa á föstudag því sendur netpóstur með frekari fyrirmælum.
Mikilvægt er að farið sé eftir þessum fyrirmælum í
hvívetna og eins bent á að þó sumir fái að sleppa þýðir það ekki að öllum sé
það leyfilegt. Birt verður tilkynning um leið og fært þykir að sleppa hrossum.
Beitarnefnd