Blikur á lofti í beitarmálum

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að tíðarfar hefur verið afar óhagstætt gagnvart gróðri undanfarnar vikur. Við lauslega athugun á beitarhólfum í dag þriðjudag, kom í ljós að graspretta er afar lítil og ljóst er að mörg hólfanna enganvegin í því ástandi að tímabært sé að sleppa hrossum á þau. Á morgun verður gerð frekari úttekt og þá gefið út í framhaldinu í hvaða hólf verður heimilt að sleppa hrossum í föstudaginn 10. júní eins og reglur segja til um. Eins verður kynnt hvort gripið verði til einhverra ráðstafana s.s. að menn setji bagga eða rúllur í hólfin til að létta á beitinni fyrstu dagana.

Nánar...

Afhending áburðar

Áburður verður afhentur í Naflanum við bláa gáminn sem hér segir:

miðvikudag 
25.05
 kl 19-20
fimmtudag   26.05  kl 19-20
föstudag     27.05  kl.19-20
laugardag    28.05  kl 12-14
sunnudag    29.05  kl 11-13
 
Beitarnefnd

Umsókn um beitarhólf

Nú er sumarið gengið í garð og kominn tími til að sækja um beitarhólf.

Beitarnefnd mun úthluta hólfum til félagsmanna en eins og venja er þá þurfa þeir sem óska eftir hólfi í gegnum Hörð að sækja um á hverju ári. Umsóknarfrestur er til og með 15.maí 2011. Sótt er um hér á vefsíðunni (sjá leitarstikuna hér til vinstri).

Nánar...

Áburður afhentur

Áburður á beitarstykki verður afhentur í dag miðvikudag 19. maí, fimmtudag 20.maí og föstudag 21. maí úr gámi við reiðhöllina frá klukkan 17 til 20.

Áburður aðeins afhentur þeim sem hafa greitt leigu fyrir beitarhólfin. Gjaldið er kr. 8500 á hest og hægt að greiða það á reikning nr.: 0549-26-3689, kt.: 650169-4259 í Íslandsbanka í Mosfellsbæ.

Nánar...

Tiltektardagur Harðar á sumardaginn fyrsta

kafagrasNú fer að koma að því að hinn árlegi TILTEKTARDAGUR líti dagsins ljós. Ætlum við að taka til hendinni SUMARDAGINN FYRSTA 22 apríl sem er fimmtudagur eftir hálfan mánuð.

Hvetjum við alla sem eru með hesta í Herði að koma og hjálpa til við að taka til í kringum okkur og á reiðleiðunum,

Nánar...

Gámur fyrir rúlluplast

Verður staðsettur torginu í efra hverfinu frá klukkan 10:00 til 13:00 laugardaginn 15.mars. Athygli skal vakin á því að aðeins er heimilt að setja í hann rúlluplast. Þeir sem koma með plastið í plastpokum eða öðrum umbúðum verða að losa úr pokunum í gáminn þannig að tryggt sé að aðeins fari í hann plast utan af heyrúllum eða -böggum. Verði misbrestur á þessu er útséð um að aftur fáist slíkir gámar á svæðið.  

Beitar- og umhverfisnefnd Harðar og Félag hesthúseigenda á Varmárbökkum

Tiltektardagurinn sumardaginn fyrsta

Minnum alla Harðarfélaga sem og alla þá sem eru með hesta í hverfinu á TILTEKTARDAGINN sem verður sumardaginn fyrsta.
Mætum öll og tökum á þvi eins og í fyrra við að fegra umhverfi okkar, þetta tekur fljótt af. Tiltektin verður auglýst betur síðar.

Umhverfisnefnd og Hesthúseigandafélagið.

Við tökum til !!!!!

Ákveðið hefur verið að flýta tiltektardegi Harðar þar sem blásið hefur verið til allsherjarhreingerningar af hálfu Mosfellsbæjar n.k. laugardag. Þykir öllum aðilum það liggja beint við að hestamenn taki fram hrífurnar, gúmmíhanskan og plastpokana og týni rusl og raki reiðvegi á Varmárbökkum og næsta nágrenni þennan sama dag.Tiltektin er komin í fastan farveg og margir sem hafa alltaf sama svæðið þannig að þetta gengur nokkuð sjálfvirkt fyrir sig. Mælting er klukkan 10:00 á laugardag við Harðarból þar sem tiltektarglaðir geta fengið plastpoka og hrífur. Gott er að þeir sem eiga góðar hrífur komi með þær með sér því við höfum takmarkað magn slíkra verkfæra. Gámur verður að venju staðsettur við Harðarból þar sem óendurvinnalegt rusl verður sett í hann. Járn og timbur er staflað við hlið gámsins. Tiltektin tekur um tvo til þrjá tíma en boðið er að þessu sinni í grillveislu við íþróttahúsið við Varmá.

Við viljum hvetja alla sem vilja hafa hreint í kringum sig að mæta galvaskir til leiks en sóðarnir geta setið heima.

Beitar og umhverfisnefnd Harðar