Auglýst eftir umsóknum um beit
- Nánar
- Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
- Skrifað þann Laugardagur, maí 08 2010 13:34
- Skrifað af Super User
Ágætu félagar
Sækja þarf um beit hjá félaginu fyrir 15.maí.
Til að fá beit þarf að vera félagi í Herði og skuldlaus við félagið. Greiða þarf fyrir beitina og skrifa undir samning við félagið áður en beitarhólf er afhent.
Beitargjald er 8500.- kr. fyrir hvern hest og innifalið í því er einn poki af áburði. Áburður verður afhentur um leið og hann kemur í hverfið, nánar auglýst síðar.
Hægt verður að skrifa undir samninginn þegar áburðurinn er sóttur.
Smella hér til að sækja um beit
Kveðja frá beitarnefnd