Blikur á lofti í beitarmálum
- Nánar
- Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
- Skrifað þann Þriðjudagur, júní 07 2011 13:49
- Skrifað af Super User
Það hefur sjálfsagt ekki
farið framhjá neinum að tíðarfar hefur verið afar óhagstætt gagnvart gróðri
undanfarnar vikur. Við lauslega athugun á beitarhólfum í dag þriðjudag, kom í
ljós að graspretta er afar lítil og ljóst er að mörg hólfanna enganvegin í því ástandi
að tímabært sé að sleppa hrossum á þau. Á morgun verður gerð frekari
úttekt og þá gefið út í framhaldinu í hvaða hólf verður heimilt að sleppa
hrossum í föstudaginn 10. júní eins og reglur segja til um. Eins verður
kynnt hvort gripið verði til einhverra ráðstafana s.s. að menn setji bagga eða
rúllur í hólfin til að létta á beitinni fyrstu dagana.
Einnig skal minnt á að engum er heimilt að sleppa hrossum fyrr en viðkomandi hefur greitt beitargjaldið eða gengið frá því við Gígju Magnúsdóttur gjaldkera beitarnefndar.
Beitarnefnd