- Nánar
-
Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 16 2006 07:09
-
Skrifað af Beitar- og umhverfisnefnd
Eins og venja er til undanfarin ár gerum við hreint fyrir okkar dyrum og gott betur en það. Hinn árlegi umhverfisdagur verður miðvikudaginn 24. maí n.k.... Snyrtimenni hverfisins mæta til leiks í Harðarbóli klukkan 18 stundvíslega en slúbertarnir og sóðarnir ef einhverjir eru fara með löndum og láta lítið á sér bera.
Þar verður úthlutað tilheyrandi búnaði sem vel gagnast gegn rusli og grjóti í reiðgötum.
Hreinsað verður í næsta nágrenni við hesthúsahverfið á Varmárbökkum og reiðgatan upp í Mosfellsdal. Einnig eru vel þegnar ábendingar um einhverja staði nærri reiðgötum á félagssvæðinu þar sem ástæða er til að taka til hendi og hreinsa rusl.
Munum að margar hendur vinna létt verk og að lokinni tiltekt verður boðið upp á grillaðar veitingar og eitthvað til að skola því niður með í Harðarbóli. Þar er kjörið fyrir hina vinnufúsu að hittast og njóta góðrar stundar saman yfir góðum mat.