Umsókn um beitarhólf

Nú er sumarið gengið í garð og kominn tími til að sækja um beitarhólf.

Beitarnefnd mun úthluta hólfum til félagsmanna en eins og venja er þá þurfa þeir sem óska eftir hólfi í gegnum Hörð að sækja um á hverju ári. Umsóknarfrestur er til og með 15.maí 2011. Sótt er um hér á vefsíðunni (sjá leitarstikuna hér til vinstri).

Þegar félagsmenn hafa fengið úthlutað beitarhólfi hjá beitarnefnd félagsins er greitt inn á reikning félagsins í Íslandsbanka Mosfellsbæ 0549-26-003689 kt.650169-4259 til að staðfesta umsókn.

Gjaldið í ár er 8500.- á hest. Innifalið í gjaldinu er 1 poki af áburði.

Áburður og beitarhólf eru eingöngu afhent þegar búið er að greiða beitargjald. Afhending á áburði auglýst síðar. Félagsmenn þurfa að vera skuldlausir við félagið til að fá beitarhólf.