Sleppingu hrossa seinkað!

Nýlokið er úttekt á beitarhólfum í Mosfellsbæ og var útkoman afar slæm í heildina. Í flestum stykkjum er mjög lítið gras og því enganveginn tímabært að sleppa hestum í flest þeirra. Var því afráðið að fresta sleppingu í hólfin um sinn. Á þessu voru þó góðar undantekningar og verður þeim sem mega sleppa á föstudag því sendur netpóstur með frekari fyrirmælum. 

Mikilvægt er að farið sé eftir þessum fyrirmælum í hvívetna og eins bent á að þó sumir fái að sleppa þýðir það ekki að öllum sé það leyfilegt. Birt verður tilkynning um leið og fært þykir að sleppa hrossum.

Beitarnefnd