Beitartími framlengdur

Eins og öllum mun kunnugt sem leigja beitarhólf hjá Herði lýkur beitartímanum venjulega 10. september.

Vegna kulda og lélegrar sprettu í vor var heimild til að sleppa hrossum frestað um viku. Í ljósi þess og hins að undir miðsumar brá til betri tíðar og grasspretta verið mjög góð hefur verið ákveðið að framlengja beitartímann um eina viku. Við lauslega skoðun beitarhólafanna hefur komið í ljós að ástandið er yfirleitt mjög gott og því hægt að lengja beitartímann. Komi hinsvegar í ljós að beit sé uppurin í einhverju hólfanna verður haft samband við viðkomandi leigjanda og hann beðinn að fjarlægja hrossin. Sem sagt allir þeir sem ekki er haft samband við mega nýta hólfin einni viku lengur en reglur segja til um.

Á það skal minnt að við beitarlok fer fram venjubundin úttekt hólfanna og mikilvægt að þeim sé skilað í viðunandi ástandi. Er öllum velkomið að hafa samband við undirritaðan eða dýragæslumann Mosfellsbæjar varðandi frekari upplýsingar um það hvað er viðunandi ástand.

Með bestu kveðjum
Valdimar Kristinsson
formaður Beitarnefndar