Beitarhólfsleigjendur!! - Nýtum skítinn
- Nánar
- Flokkur: Beitar- og umhverfisnefnd
- Skrifað þann Miðvikudagur, mars 27 2013 00:32
- Skrifað af Super User
Athygli beitarhólfsleigjenda skal vakin á því að í hesthúsum vorum fellur til mikið af hrossataði sem hesthúseigendur þurfa losa sig við. Verið er að kanna möguleika á að fá afkastamikinn skítadreifara til dreifingar á búfjáráburði svo beitarhólfsleigjendur gætu hugsanlega nýtt sér þessi tilfallandi verðmæti. Sér í lagi á það við um stykki sem eru ógróin eða lítið gróin að hluta.
Beitarnefnd hvetur alla þá sem hugsanlega hafa þörf fyrir aukinn áburð á "stykkin sín" að hafa samband við nefndina sem myndi ráðleggja hvað hægt er að gera. Nú er einmitt rétti tíminn fyrir aðgerðir sem þessar.
Garðyrkjustjóri Mosfellsbæjar er mjög fylgjandi því að reynt verði að nýta þessi verðmæti sem mest og best á stykkjunum og tökum við heilshugar undir það í nefndinni.
Beitarnefnd