Skuldlausum allir vegir færir

Að gefnu tilefni skal á það minnt að aðeins skuldlausum félögum er úthlutað beit af hálfu félagsins. Því er um að gera fyrir þá sem hyggjast sækja um beit að gera hreint fyrir sínum dyrum gagnvart félaginu sé það eftir. Einu gildir hvort um er að ræða félagsgjöld eða annað sem félagsmenn kunna að skulda.

Þá skal það upplýst að nú verður áburðurinn keyptur í stórum 600 kg. sekkjum þar sem illmögulegt er orðið að fá hentugan áburð fyrir hrossabeit í litlum pokum. Auk þess sem verð á slíkum áburði er óheyrilega hátt. Verða beitarleigjendur því að ausa sjálfir í poka sem beitarnefndin leggur til. Stefnt er að því að fá áburðinn við fyrstu hentugleika svo hægt verði að koma honum á sinn stað sem allra fyrst. Verður auglýst hvar og hvenær áburðurinn verður afhentur hér á heimasíðunni.

Beitarnefnd