Kvennareið í Kjós

Lagt verður af stað frá Hjarðarholti kl. hálf átta föstudaginn 18. júní nk. Riðið verður inn í Eilífsdal og þaðan út í Miðdal og þar verður grillað. Grillvagninn sér um veitingarnar og verðið er 2500 innifalið í því er matur og snafsar á leiðinni. Annað vín þurfa konur að koma með með sér. Einnig verður selt léttvín og bjór á staðnum. Miðapantanir í síma 899 7052 (Guðný)og 897 7660 (Bíbí)