SKRÁNING HAFIN Í FORMANNSFRÚARREIÐ HARÐARKVENNA 2012:

Riðið verður frá Skógarhólum í Hörð, fararstjóri er LILLA okkar, sem stýrði okkur svo frábærlega í fyrra. Konur geta komið inn í ferðina t.d. í Kjósaskarði eða í Stardal sem ekki treysta sér eða vilja ríða alla leiðina. Þær sem fara alla leið þurfa 2 vel þjálfaða hesta hver, ferðin er 39.5 km. Innifalið í ferðinni er kjarngóður morðunverður, allt nesti til ferðinar, hressing í Kjós og glæsilegur kvöldverður í ferðarlok að hætti hinnar einu sönnu Gunnu í Dalsgarði.

Nánar...

Aðalfundur Félags hesthúseigenda á Varmárbakka

Aðalfundur Félags hesthúseigenda á Varmárbakka í Mosfellsbæ verður haldinn miðvikudaginn 15. febrúar næstkomandi klukkan 20:00 í Harðarbóli.

Dagskrá fundarins verður samkvæmt lögum félagsins sem sjá má á heimasíðu Hestamannafélagsins Harðar. Hvetjum alla félagsmenn til að mæta og taka þátt í umræðum um hagsmunamál félagsins/hesthúsahverfisins.

Stjórn Félags hesthúseigenda á Vamárbökkum í Mosfellsbæ

Grímuball í kvöld föstudag 25.nóv.

Í kvöld 25. nóv. verður haldið Grímuball fyrir Harðarfélaga og vini í Harðarbóli.
Fólk kemur með sín drykkjarföng í malpoka. Ef einhver lumar á skemmtiatriði vinsamlega æfi sig heima.
Vegleg verðlaun verða veitt fyrir flottan búning, dans eða skemmtiatriði . Verður þú ein/einn af þeim flottustu?
 "Happdráttarmiðar" verða til sölu gegn mjög vægu gjaldi. Góðir vinningar. Muahaha
Húsið opnar kl 9:00 Aðgangseyrir er kr. 500. 
p.s. auglýsum eftir skífuþeytara 
Sjáumst
Dulargervinefndin

1. Vetrarmót Öryggismiðstöðvarinar 24.02.2007.

Laugardaginn 24 febrúar hefst vetrarmótaröð Harðar mótin verða eins og í fyrra þrjú talsins og verður keppt til stiga. Það er Öryggismiðstöðin sem styrkir okkur á þessu fyrsta móti og eru verðlaunin glæsileg að vanda. Keppnin hefst kl 13.00 en skráning er í félagsheimili frá kl. 11.30 - 12.30. Keppt verður í eftirtöldum flokkum: 1)Barnaflokkur. 2)Unglingaflokkur. 3)Ungmennaflokkur 4)Konur 5)Karlar 6)Meistaraflokkur.

Hesthúspláss til leigu

Nú eru margir að tryggja sér hesthúspláss fyrir veturinn. Á auglýsingasíðunni hér á vefnum má finna auglýsingar fyrir m.a. hesthúspláss.

Einnig hvetjum við þá sem vilja auglýsa á vefnum að senda auglýsingu á tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Námskeiðin hjá Sigrúnu Sig.

Nú er að hefjast önnur vika á námskeiðum hjá Sigrúnu Sig. Svo námskeiðin megi nýtast bæði knapa og hesti sem best mælir Sigrún með nokkrum breytingum á niðurröðun námskeiða. Haft hefur verið samband við foreldra vegna þess. Endilega skoðið síðu æskulýðsnefndar.