Fræðslufundir

Munið laugardagsfundina kl. 11.00 Verð er 500.- kr fyrir fullorðna, 200.- krónur fyrir unglinga og ungmenni og frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Allir velkomnir, Fræðslunefnd Harðar.

Varúð - jólatré í loftunargerðum

Okkur hefur borist eftirfarandi ábending frá félagsmanni varðandi hættu sem stafar af nöguðum jólatrjám í loftunargerðum: Ég vil koma því á framfæri að það er mjög hættulegt að setja jólatré í gerðin hjá hestunum. Í fyrra lenti ég í því að 2 jólatré voru í gerðinu hjá mér og hestarnir voru búnir að naga þau, en þá var endinn á jólatrjánum orðinn eins og oddhvass hnífur. Merin okkar stökk yfir jólatréð og það sporðreistist, stakktst á kaf í júgrið og henni var nærri blætt út. Við fórum með hana á dýraspítalann og hún fór í aðgerð sem heppaðist. En svo fór að grafa í sárinu og stóð það yfir í í 2-3 mánuði. En sem betur fer lifði hún þetta af. Ég vona bara að fleiri lendi ekki í þessu og vildi Þess vegna koma þessu á framfæri í von um að þetta verði sett á síðuna hjá Herði sem víti til varnar.

Ferðanefnd óskar eftir nefndarmönnum

Okkur vantar tvo einstaklinga til að starfa í ferðanefnd í vetur, en fyrir eru í nefndinni þeir Gísli Þór Ólafsson s: 861-4194 Magnús Nílsson, s: 6602440, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Sæmundur Eiríksson, s:699 7747, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Áhugasamir hafi samband við Magnús í síma 6602440

Vörukynning

Harðarmenn Kynning verdur á hófefnunum frá LUWEX,í hesthúsinu hjá Gulla (hesthúsið fyrir neðan Hindisvík) föstudaginn 6.janúar kl. 19,00. Luwex er með botna,kransa og hóffylliefni sem eru hugsuð til varnar sársfætni,hófroti og eða uppbyggingu hófa á kynbótahrossum einig getur þetta verið sniðugt á gamla gæðinginn til að láta hann endast 2 til 3 árum lengur.Kynnir Guðmundur Guðmundsson Allir velkomnir

Götur í neðra hverfi

Nú er komið að því að göturnar í neðra hverfinu verða lagfærðar. Verkið er hafið og verklok eru þann 10 des.næstkomandi. Á meðan á framkvæmdum stendur munum við augljóslega verða fyrir ónæði, en við vonum að það verði sem minnst. Lagnir í götunum verða endurnýjaðar, en auk þess verður lögð hitaveitulögn í göturnar. Frekari upplýsingar veitir Birgir Hólm Ólafsson, sími 6637140 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., og Guðjón Magnússon sími 8945101 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Aðför að Gusti

Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarið er verið að gera atlögu að hestamannafélaginu Gusti, en athafnamenn eru að gera einstaka hesthúsaeigendum tilboð í hesthúsin með það í huga að rífa þau og breyta landnotkun. Við hjá Herði sýnum félögum okkar í Gusti fullan stuðning í þeirri stefnu að hestahverfin fái að þróast á þeim svæðum sem þau eru og að tryggt verði aðgengi að þeim með góðum reiðvegum. Þannig er þetta hjá öðrum þjóðum, meira að segja í Hide Park í miðri London er stunduð lífleg hestamennska.