Varúð - jólatré í loftunargerðum

Okkur hefur borist eftirfarandi ábending frá félagsmanni varðandi hættu sem stafar af nöguðum jólatrjám í loftunargerðum: Ég vil koma því á framfæri að það er mjög hættulegt að setja jólatré í gerðin hjá hestunum. Í fyrra lenti ég í því að 2 jólatré voru í gerðinu hjá mér og hestarnir voru búnir að naga þau, en þá var endinn á jólatrjánum orðinn eins og oddhvass hnífur. Merin okkar stökk yfir jólatréð og það sporðreistist, stakktst á kaf í júgrið og henni var nærri blætt út. Við fórum með hana á dýraspítalann og hún fór í aðgerð sem heppaðist. En svo fór að grafa í sárinu og stóð það yfir í í 2-3 mánuði. En sem betur fer lifði hún þetta af. Ég vona bara að fleiri lendi ekki í þessu og vildi Þess vegna koma þessu á framfæri í von um að þetta verði sett á síðuna hjá Herði sem víti til varnar.