Framkvæmdir við Leirvogstungu

Framkvæmdaraðilar í Leirvogstungu hafa sett upp upplýsingasíðu á netinu fyrir okkur hestamenn, en þeir eru allir af vilja gerðir að gera framkvæmdirnar eins léttbærar fyrir okkur og hægt er. Slóðin er hér neðst til hægri undir Leirvogstunga.

Glitnis landsmótsúrtaka

Niðurstöður úr forkeppni landsmótsúrtöku Harðar A-flokkur gæðinga Litlu munadi á 1 og 2 sæti en Baldvin frá Stangarhólti kom út sem sigurvegari í úrtökuna fyrir Landsmót. Garpur og Súsanna riðu sig einnig inn í A-úrslit Tölt og draga sig þar af leiðandi út úr A-flokks úrslitum. Valur frá Ólafsvik kemur inn í 8:a sæti en knapi á Val verður Linda Rún Pétursdóttir.

Nánar...

Tilkynning varðandi Töltkeppni

Forkeppnin í Tölti sem átti að fara fram á Varmárbökkum í kvöld, föstudag kl. 20:00, mun vera haldið annað kvöld, laugardagskvöld kl. 19:00. áður auglýst hollaröðun helst. Sjáumst hress og kát í Herði! Makkerinn sér um stemminguna annað kvöld!! atvinnukokkar!!

Tilkynning!

Vegna óvíðráðanlegra aðstæðna falla skeiðkappreiðar og tölt níður í kvöld -Föstudagskvöld 2 júni. Tilkynnt verður siðar hvenær það verður haldið en fyrirhugað er að halda það eitt hvert kvöldið í næstu viku, kv Mótanefnd Harðar

Niðurstöður Glitnis fyrri umferð A og B flokki

Niðurstöður úr A og B flokki gæðinga fyrri umferð. Bliða frá Flögu er efst i B-flokki og Dropi frá Dalbæ í A-flokki eins og er en margir hestar eiga eftir að mæta í seinni umferð og þar sem hæsta einkunn ræður getur röðin breyst. Keppendur í A og B flokki fullorðinna athugið að rásröð sem hefur verið birt snýst við í seinni umferð og byrjar þar af leiðandi á seinasta hesti.

Nánar...

Kappreiðar

Skeiðkappreiðar sem hefðu átt að fara fram á föstudagskvöld verða keyrðar í gegn á laugardagskvöldinu kl 21 strax á eftir töltkeppni. Svaka grill og stemning í harðarbóli fram eftir nóttu !