Harðarfélagar athugið

Eru ekki einhverjir gamlir sem ungir Harðarfélagar tilbúnir í að hjálpa honum Úlfari (Úa)Guðmundssyni í sjoppunni í Harðarbóli þegar mót eru í gangi. Áhugasamir hafið endilega samband sem fyrst við Úlfar í síma 891-7414.

Undirbúningur fyrir íþróttakeppni og alm. reiðnámskeið

Reiðnámskeið verður haldið á félagssvæði Harðar nú í maí. Kennari verður Eysteinn Leifsson. Aðeins 4 nemendur í hóp, en skipt verður í hópa eftir þörfum hvers og eins, og því hvort nemendur hafi áhuga á aðstoð við undirbúning undir keppni eða almennt reiðnámskeið. Gert er ráð fyrir að kennt verði á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Alls verður kennt í 8 skipti og er verð til félagsmanna kr 10.000, en 12.000 til utanfélagsmanna. Þeir sem hafa áhuga skrái sig á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (eða í síma 566-8778), og komi í félagsheimilið Harðarból á fimmtudaginn 6. mars kl 19:00, þar sem skipt verður í hópa og gengið verður frá greiðslum Fræðslunefndin

Kvennareið í kvöld

Vegna mikilla anna við að skipuleggja Hallgerðar Langbrókar mótið og kvennakvöldið þann 15 mai nk, sem virðist ætlar að verða stórglæsileg uppákoma(!!!),gleymdist að minna á kvennareiðina í kvöld föstudag kl 19:00. Við endurtökum fjörið frá því fyrir hálfum mánuði og förum aftur að Laxnesi. Förum frá Naflanum kl 19 Látið berast - Sjáumst. Lóló formaður kvennadeildarinnar

Stórsýning íslenska landsliðsins á Ísnum í Egilshöll

Stórsýning íslenska landsliðsins á ísnum í Egilshöllinni verður laugardaginn 10.apríl nk. Glæsilegir töltarar og stórfenglegir stóðhestar munu koma fram og gleðja landsmenn á frábæra svellinu í Egilshöllinni. Sportbitinn sér um ljúfar veitingar fyrir og eftir sýninguna. Skemmtileg augnablik í hestaíþróttum verða sýnd á breiðtjöldum í anddyri og sal Sportbitans. Nú sem aldrei fyrr ríður á að við hestamenn stöndum saman og styrkjum um leið landsliðið okkar og verðum öll þátttakendur í LEIÐINNI AÐ GULLINU! Allur ágóði rennur beint til landsliðsins okkar. Landsliðsnefnd

Hestheimaferð 2.-4. apríl 2004

Þeir krakkar sem eru búnir að skrá sig í ferðina eru beðnir um að mæta í Harðarból þriðjudaginn 16.mars kl. 20:00. Þá er tekið við greiðslu og farið í gegnum dagskrá ferðarinnar. Gott væri að fá foreldra með á fundinn. Nánari upplýsingar hjá Olgu í síma 6995463.

Hestaflutningar

Er með vikulegar ferðir milli norður- og suðurlands. Fer einnig hvert á land sem er ef tilskilinn fjöldi næst. Er með 12 hesta bíl. Jakob J Einarsson sími: 8469196