1. Vetrarmót Öryggismiðstöðvarinar 24.02.2007.

Laugardaginn 24 febrúar hefst vetrarmótaröð Harðar mótin verða eins og í fyrra þrjú talsins og verður keppt til stiga. Það er Öryggismiðstöðin sem styrkir okkur á þessu fyrsta móti og eru verðlaunin glæsileg að vanda. Keppnin hefst kl 13.00 en skráning er í félagsheimili frá kl. 11.30 - 12.30. Keppt verður í eftirtöldum flokkum: 1)Barnaflokkur. 2)Unglingaflokkur. 3)Ungmennaflokkur 4)Konur 5)Karlar 6)Meistaraflokkur.