Grímuball í kvöld föstudag 25.nóv.

Í kvöld 25. nóv. verður haldið Grímuball fyrir Harðarfélaga og vini í Harðarbóli.
Fólk kemur með sín drykkjarföng í malpoka. Ef einhver lumar á skemmtiatriði vinsamlega æfi sig heima.
Vegleg verðlaun verða veitt fyrir flottan búning, dans eða skemmtiatriði . Verður þú ein/einn af þeim flottustu?
 "Happdráttarmiðar" verða til sölu gegn mjög vægu gjaldi. Góðir vinningar. Muahaha
Húsið opnar kl 9:00 Aðgangseyrir er kr. 500. 
p.s. auglýsum eftir skífuþeytara 
Sjáumst
Dulargervinefndin