SKRÁNING HAFIN Í FORMANNSFRÚARREIÐ HARÐARKVENNA 2012:
- Nánar
- Flokkur: Annað
- Skrifað þann Miðvikudagur, maí 16 2012 22:28
- Skrifað af Super User
Riðið verður frá Skógarhólum í Hörð, fararstjóri er LILLA okkar, sem stýrði okkur svo frábærlega í fyrra. Konur geta komið inn í ferðina t.d. í Kjósaskarði eða í Stardal sem ekki treysta sér eða vilja ríða alla leiðina. Þær sem fara alla leið þurfa 2 vel þjálfaða hesta hver, ferðin er 39.5 km. Innifalið í ferðinni er kjarngóður morðunverður, allt nesti til ferðinar, hressing í Kjós og glæsilegur kvöldverður í ferðarlok að hætti hinnar einu sönnu Gunnu í Dalsgarði.
Við fáum fylgd með kerru og járningamanni eins og vegar og slóðar leifa en mikilvægt er að hestar séu vel og nýlega ferðajárnaðir. Hægt verður að koma með hesta þeirra sem vilja og þurfa á föstudegi á Skógarhóla.
Gott væri að þær sem ekki hafa aðgang að kerru láti vita svo við getum pantað flutningabíl fyrir þær. Ég held það kosti um 1000 kr. fyrir hvern hest, annars sér hver kona um að koma sínum hestum á staðinn.
SKRÁNING Í FERÐINA TELST INNLEGG Á REIKNING 549-14-401333, KT: 290758-3949 KR. 9.000.- (sama hvort riðin er heil eða hálf leið). Í BOÐI ERU UM 35 PLÁSS.
FUNDUR verður í HARÐARBÓLI fyrir þær sem ætla í ferðina, MÁNUDAGINN 21.5. KL. 20.00. Þá verður farið yfir alla nánari þætti ferðarinnar. Ef þið hafið einhverjar spurningar skal ég svara þeim á facebooksíðu Harðarkvenna eða þið getið hringt í mig í síma 894-5103.
HLAKKA TIL AÐ SJÁ YKKUR OG EIGA MEÐ YKKUR SKEMMTILEGAN DAG,
Anna Björk