Langbrókarmótið laugardaginn 15. maí sl.

Lokaða WR (wild ranking) Langbrókarmótið . Laugardaginn 15. maí sl. var haldið WR (wild ranking) mót á Tungubökkum í Mosfellsbæ. Mótið var vel sótt og alls voru uþb. 50 skráningar. Mótið þótti takast með eindæmum vel, góð stemming var hjá knöpum og höfðu þeir dregið upp úr pússi sínu sína allra bestu gæðinga.

Nánar...

kvennakvöld

Sælar Harðarkonur og LangbrókarEUROVISION-aðdáendur Í dag eru síðustu forvöð að panta miða á kvennakvöldið. Hægt er að nálgast miða í síma 822 7730 hjá Lóló eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

LANGBRÓKARMÓT

Við minnum á Langbrókarmótið á morgun, skráning frá 13:00 í Harðarbóli og mótið byrjar á morgun kl. 15:00 Konur á öllum aldri geta keppt á morgun, nema í bjórtöltinu, þar er 20 ára aldurstakmark. Munið kvennakvöldið og EUROVISION um kvöldið

Langbrók ársins 2003

Sælar Harðarkonur Nú eru tilnefningar í Langbrók ársins farnar að berast í hús. Tilnefndar hafa verið eftirtaldar konur: Friðdóra, Lilla og Tóta fyrrv. formaður. Tilnefningar verða birtar þegar þær berast. Athugið að ykkur er frjálst að tilnefna sömu konuna oftar en einu sinni og góður rökstuðningur fyrir tilnefningu ykkar eykur gildi hennar. Tilnefningum skal skilað á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með kveðju, Hallgerður Langbrók

Kvennadeild Harðar - Hallgerður Langbrók auglýsir

Hallgerður Langbrók (kvennadeild hestamannafélagsins Harðar) auglýsir: Langbrókarmótið (kvennamót fyrir Harðarkonur) verður haldið laugardaginn 15. maí nk. keppt verður í fimm flokkum: Brokki og lulli á hringvelli. Sérstök aukastig verða gefin fyrir víxl í lullflokki. Boðreið með verkefni á beinni braut (þrjár konur í hverju liði) og töltkappreið með verkefni á beinni braut. Einnig verður keppt í kappreiðum á beinni braut. Skráning er í Harðarbóli 15. maí frá 13:00 til 15:00 einnig er tekið á móti skráningum á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fram að mótinu. Mótið byrjar kl. 16:00 og í framhaldi af því verður haldið kvennakvöld. Verðlaunaafhending verður á kvennakvöldinu. Það sama kvöld kemur í ljós hvaða kona hefur verið kjörin Langbrók ársins en tekið er á móti tilnefningum til 10. maí nk. á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Með kveðju, Hallgerður Langbrók

Hallgerður langbrók auglýsir

Kvennakvöld Hallgerðar verður haldið laugardagskvöldið 15. maí. Dagskrá verður eftirfarandi: 19:00 Hamingjustund. Langbrók ársins kynnt. 20:00 Grillvagninn kemur og grillar ofan í kvennkost Harðar. Skemmtiatriði undir borðhaldi 22:00 Dansiball byrjar - hljómsveit spilar undir dansi 23:30 Húsið opnar fyrir áhangendur. Miðaverð er 2.900,- í mat og 500,- eftir 23:30 Miðapantanir hjá Lóló í síma 566 8258 eða 822 7730 eða á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Tilnefningar fyrir Langbrók ársins 2003

Hallgerður Langbrók, kvennadeild hestamannafélagsins Harðar, óskar eftir tilnefningum á Langbrók ársins. Um er að ræða konu, í hestamannafélaginu Herði sem skarað hefur fram úr í hestamennskunni á einhvern hátt. Hvort heldur sem er á sviði tamninga, keppni, ræktunar, félagsstarfa eða öðru því sem tengist hestamennsku. Tekið er á móti vel rökstuddum tilnefningum á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 10. maí nk. Langbrók ársins 2003 verður kynnt á kvennakvöldinu 15. maí nk.