Tilnefningar fyrir Langbrók ársins 2003

Hallgerður Langbrók, kvennadeild hestamannafélagsins Harðar, óskar eftir tilnefningum á Langbrók ársins. Um er að ræða konu, í hestamannafélaginu Herði sem skarað hefur fram úr í hestamennskunni á einhvern hátt. Hvort heldur sem er á sviði tamninga, keppni, ræktunar, félagsstarfa eða öðru því sem tengist hestamennsku. Tekið er á móti vel rökstuddum tilnefningum á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 10. maí nk. Langbrók ársins 2003 verður kynnt á kvennakvöldinu 15. maí nk.