Opin folaldasýning

Vil minna á að síðast séns til að skrá á opnu folaldasýninguna er seinnipartinn á fimmtudag. Umsagnir um folöldinn verða afhent eigendum að lokinni sýningu.

skráning í netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kynbóta- og Mótanefnd

Ræktunarmaður Harðar

Þeir félagsmenn í hestamannafélaginu Herði sem eru ræktendur af kynbótahrossi 
sem sýnd voru á árinu 2011, og hlotið hafa yfir 8,26 í aðaleinkunn eru 
beðnir um að hafa samband við forseta kynbótanefndarinnar Elías Þórhallson fyrir 1. mars 
í síma 898-1028  eða e-mail: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Kveðja, Kynbótanefndin

Kynbótaferð Harðar 2012

Gleðipinninn Gunni ValsLaugardaginn 25.febrúar ætlum við Harðarfélagar að gera okkur glaðan dag og heimsækja fjögur stórræktunarbú á Suðurlandi.  Farið verður með langferðarbifreið af stærri gerðinni og er mæting við Harðarból kl: 9:00. 

Ferðin kostar 3000 kr. og er innifalið í því sæti í 

Nánar...

KYNBÓTAFERÐ

Laugardaginn 25.febrúar blæs hin alræmda kynbótanefnd til mikillar hátíðar.

Farið verður með langferðarbifreið og heimsótt nokkur glæsileg kynbótabú.

Takið daginn frá því þessu má enginn missa af!!

Nánari upplýsingar verða gefnar út um næstu helgi.

Kveðja, Kyntröllin

Kynbótaferð Harðar !

Kynbótaferð Harðar verður farin 27. mars kl. 9.00 frá Reiðhöll Harðar.
Farið verður á þrjú heimsfræg hrossaræktunarbú með gosstöðvar í bakgrunn.

Verð 3000 kr á mann og skráning síðasta lagi föstudaginn 26. mars í síma 8981028

 

Kveðja, Kynbótanefnd Harðar

Spennandi ferð með kynbótanefnd

Frá kynbótanefnd Harðar
Harðarmenn nú fjölmennum við næstkomandi laugardag 28.mars á vesturland og skoðum þar tilvonandi sigurvegara fjórðungsmóts sem haldið verður á Kaldármelum í sumar. Farið verður kl. 09.00 af stað frá Hardarbóli, komið við á fjórum bæjum og eru það S in fjögur, Söðulholt, Staður, Steinsholt og Hrísdalur.
Þátttöku skal staðfesta ásamt 2.000 kr til 
Ella Þórhalls 898-1028 
Játa 821-2804 jtandi_fr_svignaskari

Kynbótaferð 28. mars !

Hin magnaða kynbótaferð Harðar verður farin 28. mars og nú ætlum við að halda vestur á leið.

Munið að taka daginn frá því þetta verður mögnuð ferð eins og síðustu ferðir.

Nánar auglýst síðar ! 

Kynbótaferð kynbótanefndar

JæJa þá er komið að því.Nú förum við Harðarfélagar í vísindaferð. Ferðinni er heitið austur fyrir fjall.Við byrjum á því að koma við hjá Hrossaræktunarbúi ársins 2007 FetiSíðan verður farið til Ella og Viðju á Langholti. Og svo endum við á því að koma við í Akurgerði hjá Þórði Þorgeirs og Helgu.   Nú er landsmótsár á suðurlandi, þetta eru okkar fremstu knapar á kynbótavellinum, ef við fáum ekki að sjá eitthvað bitastætt hjá þessum snillingum þá er Bleik brugðið (þ.e.a.s.kynbótanefndinni). Farið verður næsta laugardag kl. 9,15 frá Harðarbóli komið verður til baka ekki seinna en 19,00.  Ferðin kostar 3500 kr. Innifalið í því er langferðabíll og léttur hádegisverður .   Eina skilyrði fyrir þátttöku er gott geðslag.    Pantanir þurfa að hafa borist fyrir næsta þriðjudagskvöld . Við pöntunum taka: Forseti kynbótanefndar Elías Þórhallsson 898-1028  eða gjaldkeri forsetans. Játi Jökull 821-2804