- Nánar
-
Flokkur: Kynbótanefnd
-
Skrifað þann Mánudagur, mars 03 2008 15:16
-
Skrifað af Super User
JæJa þá er komið að því.Nú förum við Harðarfélagar í vísindaferð. Ferðinni er heitið austur fyrir fjall.Við byrjum á því að koma við hjá Hrossaræktunarbúi ársins 2007 Feti . Síðan verður farið til Ella og Viðju á Langholti. Og svo endum við á því að koma við í Akurgerði hjá Þórði Þorgeirs og Helgu. Nú er landsmótsár á suðurlandi, þetta eru okkar fremstu knapar á kynbótavellinum, ef við fáum ekki að sjá eitthvað bitastætt hjá þessum snillingum þá er Bleik brugðið (þ.e.a.s.kynbótanefndinni). Farið verður næsta laugardag kl. 9,15 frá Harðarbóli komið verður til baka ekki seinna en 19,00. Ferðin kostar 3500 kr. Innifalið í því er langferðabíll og léttur hádegisverður . Eina skilyrði fyrir þátttöku er gott geðslag. Pantanir þurfa að hafa borist fyrir næsta þriðjudagskvöld . Við pöntunum taka: Forseti kynbótanefndar Elías Þórhallsson 898-1028 eða gjaldkeri forsetans. Játi Jökull 821-2804