Bæjarhátíð og flugeldasýning

 

Bæjarhátíðun Í túninu heima er hafin og nokkrir viðburðir snerta okkar svæði, reiðleiðir eða öryggi hrossa umfram aðra. Tindahlaupið á laugardag og hjólaviðburðurinn Fellahringurinn í dag (kvöld) fara fram árlega en okkur hafa ekki borist beinar upplýsingar um lokanir og leiðir, upplýsingar á vefslóðum í samantektinni hér að neðan. Við sýnum tillitssemi að vanda og skemmtum okkur vel saman. Fólk er hvatt til að gera ráðstafanir með hross í beitarhólfum vegna flugeldasýningarinnar, taka þau inn eða færa á örugga staði séu þau mjög nærri.

Fimmtudagur 24. ágúst.

19:00 Fellahringurinn – samhjól EKKI KEPPNI – SENNILEGA EKKERT LOKAÐ
Hjóladeild Aftureldingar stendur fyrir samhjóli þar sem hjólaður verður bæði litli Fellahringurinn sem er 15 km og stóri Fellahringur­inn 30 km. Samhjólið hefst að Varmá og endar á smá veitingum í boði hjóladeildarinnar að Varmá. Útivera, samvera og gleði.

https://www.strava.com/routes/9729777 og https://www.strava.com/routes/2862819023435245748

Föstudagur 25. ágúst

20:30 Skrúðgöngur leggja af stað
Hestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum. Göngustjórar frá Leikfélagi Mosfellssveitar. Tufti Túnfótur, þriggja metra hátt tröll, tekur þátt í göngu.

Laugardagur 26. ágúst

9:00-17:00 Íþróttasvæðið á Tungubökkum
Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. og 7. flokkur karla og kvenna.

9:00-16:00 Tindahlaupið
Náttúruhlaup sem hefst við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Ræst verður í þremur ráshópum, 5 og 7 tindar kl. 9:00, 1 tindur og 3 tindar kl. 11:00. Fjórar vegalengdir í boði, 7 tindar (38 km), 5 tindar (34 km), 3 tindar (19 km) og 1 tindur (12 km). Tindahlaup Mosfellsbæjar er í boði Nettó.

Hlaupaleiðir á korti: https://tindahlaup.is/hlaupaleidir/ Hlaupinu lýkur í síðasta lagi kl 16.00.

12:00-17:00 Wings and Wheels – Tungubakkaflugvöllur
Gamlar flugvélar, dráttarvélar úr Mosfellsbæ, mótorhjól, fornbílar og flugsýning. Heitt á könnunni fyrir gesti og karamellukast fyrir káta krakka kl. 16:30.

21:00-23:00 Stórtónleikar á Miðbæjartorgi
Skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem Mosfellsbær býður upp á stórtónleika á Miðbæjartorginu. Fram koma: Sigga Ózk, Mugison, Páll Rósinkranz úr Jet Black Joe, Sprite Zero Klan, Diljá Pétursdóttir og Páll Óskar. Kynnir verður Dóri DNA. Björgunarsveitin Kyndill skýtur upp flugeldum af Lágafelli skömmu eftir að tónleikum lýkur.

Sunnudagur 27. ágúst

9:00-17:00 Íþróttasvæðið á Tungubökkum
Fótboltamót Aftureldingar og W370847289_705603061610122_3897104278085682865_n.jpgeetos, 6. og 7. flokkur karla og kvenna

 

 

Bæjarhátíð og flugeldasýning

 

Bæjarhátíðun Í túninu heima er hafin og nokkrir viðburðir snerta okkar svæði, reiðleiðir eða öryggi hrossa umfram aðra. Tindahlaupið á laugardag og hjólaviðburðurinn Fellahringurinn í dag (kvöld) fara fram árlega en okkur hafa ekki borist beinar upplýsingar um lokanir og leiðir, upplýsingar á vefslóðum í samantektinni hér að neðan. Við sýnum tillitssemi að vanda og skemmtum okkur vel saman. Fólk er hvatt til að gera ráðstafanir með hross í beitarhólfum vegna flugeldasýningarinnar, taka þau inn eða færa á örugga staði séu þau mjög nærri.

Fimmtudagur 24. ágúst.

19:00 Fellahringurinn – samhjól EKKI KEPPNI – SENNILEGA EKKERT LOKAÐ
Hjóladeild Aftureldingar stendur fyrir samhjóli þar sem hjólaður verður bæði litli Fellahringurinn sem er 15 km og stóri Fellahringur­inn 30 km. Samhjólið hefst að Varmá og endar á smá veitingum í boði hjóladeildarinnar að Varmá. Útivera, samvera og gleði.

https://www.strava.com/routes/9729777 og https://www.strava.com/routes/2862819023435245748

Föstudagur 25. ágúst

20:30 Skrúðgöngur leggja af stað
Hestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum. Göngustjórar frá Leikfélagi Mosfellssveitar. Tufti Túnfótur, þriggja metra hátt tröll, tekur þátt í göngu.

Laugardagur 26. ágúst

9:00-17:00 Íþróttasvæðið á Tungubökkum
Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. og 7. flokkur karla og kvenna.

9:00-16:00 Tindahlaupið
Náttúruhlaup sem hefst við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Ræst verður í þremur ráshópum, 5 og 7 tindar kl. 9:00, 1 tindur og 3 tindar kl. 11:00. Fjórar vegalengdir í boði, 7 tindar (38 km), 5 tindar (34 km), 3 tindar (19 km) og 1 tindur (12 km). Tindahlaup Mosfellsbæjar er í boði Nettó.

Hlaupaleiðir á korti: https://tindahlaup.is/hlaupaleidir/ Hlaupinu lýkur í síðasta lagi kl 16.00.

12:00-17:00 Wings and Wheels – Tungubakkaflugvöllur
Gamlar flugvélar, dráttarvélar úr Mosfellsbæ, mótorhjól, fornbílar og flugsýning. Heitt á könnunni fyrir gesti og karamellukast fyrir káta krakka kl. 16:30.

21:00-23:00 Stórtónleikar á Miðbæjartorgi
Skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem Mosfellsbær býður upp á stórtónleika á Miðbæjartorginu. Fram koma: Sigga Ózk, Mugison, Páll Rósinkranz úr Jet Black Joe, Sprite Zero Klan, Diljá Pétursdóttir og Páll Óskar. Kynnir verður Dóri DNA. Björgunarsveitin Kyndill skýtur upp flugeldum af Lágafelli skömmu eftir að tónleikum lýkur.

Sunnudagur 27. ágúst

9:00-17:00 Íþróttasvæðið á Tungubökkum
Fótboltamót Aftureldingar og W370847289_705603061610122_3897104278085682865_n.jpgeetos, 6. og 7. flokkur karla og kvenna

 

 

HEIMSMEISTARAR HARÐAR

Heimsmeistarmót íslenska hestsins fór fram í Hollandi 8-13/8.


Mótið hófst á kynbótabrautinni og tryggði Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Íslandi Heimsmeistaratitil með glæsilegri sýningu i flokki fimm vetra hryssna á merinni Ársól frá Sauðanesi.


Benedikt Ólafsson keppti í gæðingaskeiði á Leiru-Björk frá Naustum lll og hlaut þar gullverðlaun og Heimsmeistaratitil. Þau Bensi og Leira skelltu sér óæfð í fimmgang og slaktaumatölt sem gulltyggði þeim annan Heimsmeistaratitil í samanlögðum árangri í fimmgangsgreinum. Benedikt vann hug og hjörtu allra á mótinu, hann rúllaði upp viðtölum á öllum helstu fréttamiðlum mótsins og vakti eftirtekt að drengurinn söng hástöfum þegar Íslenski þjóðsöngurinn var spilaður.

Harðarfélagar fjölmenntu á mótið og voru allir að springa úr stolti yfir árangri Bensa, Aðalheiðar og Íslenska liðsins sem hefur aldrei verið betri en í ár.

Hestamannafélagið Hörður óskar þessum flottu knöpum til hamingju með þennan glæsilega árangur á Heimsmeistaramótinu.

Áfram Hörður

369325742_676217727364685_771373349171600087_n.jpg

369579500_594862019463779_6258977883945916932_n.jpg

369477047_671780301541606_871511353621897971_n.jpg

369637960_293355056678437_6512527504383914807_n.jpg

 

Framundan

Frá og með morgundeginum 22. ágúst og næstu tvær vikur, verður okkar allra besti Rúnar framkvæmdastjóri í leyfi.  

Sonja Noack mun taka símavaktina (8659651) og sinna erindum sem berast. Vaktaplanið okkar til að handsama lausa hesta er í fullu gildi og aðgengilegt á facebook, endilega hringið beint í vakthafandi fólk ef þess er nokkur kostur. Annars er það Sonja, Magga Dögg formaður og aðrir í stjórn eftir föngum sem standa vaktina. Allar upplýsingar á heimasíðu félagsins.

Frumtamninganámskeið með Ingu Maríu í haust

1 bóklegur tími (1-2klst) 8 verklegir tímar og hugmyndir um heimavinnu milli vikna.

Dagsetningar—tímasetningar koma seinna—(en verða á virkum dögum eftir venjulegan vinnudag).

7-8 september

12-13 September

19-20 September

26-27 September

Hvar: Hestamannafélagið Hörður

Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur opnar í kvöld kl 21

Verð 58.000

Minnst 8 -max 12 manns

Inga er 55 ára reiðkennari frá Hólum, búin að vera í hestum frá blautubarnsbeini.

Frumtamningar þykir henni skemmtilegastar við hestamennskuna og þar kemur inn reynslan og sú kunnátta sem hún hefur lært á Hólum og hefur tileinkað sér.

Þau 6 ár sem hún starfaði á Feti voru 40-50 tryppi tamin á hverju hausti og tók hún fullan þátt í því.

357572003_797476761842224_948601949189227647_n.jpg

 

Beit 2023

Þeir sem hafa fengið úthlutað beit á vegum félagsins hafa nú fengið tölvupóst með upplýsingum um hvenær má sleppa, en heimilt verður að sleppa hrossum laugardaginn 10. júní.

 

Drulluhlaup

Á laugardaginn kemur fer fram Drulluhlaup Krónunnar, líkt og í fyrra. Það fer að einhverju leiti fram á reiðvegum umhverfis félagssvæðið okkar og verður leiðirnar út að Tungubökkum, meðfram Köldukvísl og meðfram Varmá upp að íþróttasvæði lokaðar á meðan á hlaupinu stendur, frá 10-16. Hægt verður að komast með bíla hina leiðina (frá Tunguvegi við fótboltavöllinn) þurfi fólk áð sinna hrossum í beitarhólfum á þessum tíma.
Nánar um hlaupið:
Við sýnum tillitssemi og styðjum nágranna okkar í Aftureldingu í þessum skemmtilega árlega viðburði.
1690962557-1080x1920-drulluhlaup.png

Áburður

Þeir sem hafa fengið staðfesta sumarbeit á vegum félagsins í sumar geta sótt áburð við reiðhöll Harðar á þessum tímum:

Miðvikudag 24. maí kl 17-18.30

Fimmtudag 25. maí kl 17-18.30

Áríðandi er að koma með ílát eða sterka poka til að setja áburðinn í og virða þessar tímasetningar!

 

Stjórnin

Beit

Við minnum á að eindagi beitargjalds var 9.júní, ætlast er til að greiðslu sé lokið áður en hrossum er sleppt í hólf.  Þeir sem eiga eftir að greiða gangi frá því í snatri.

Dosir / Flöskur

Það er kominn dósa/flösku kassi, staðsettur við reiðhöllina.
Þangað eru félagsmenn hvattir til að skila þar til bærum ílátum,
ganga vel um og styrkja í leiðinni reiðnámskeið fatlaðra hjá Herði.

346132562_774349974282780_2063188272888436516_n.jpg

346123131_774157587754811_7715676921649683376_n.jpg