Vetrarfjör!

Viðburðarröð fyrir börn, unglinga og ungmenni sem eru í Hestamannafélaginu Herði. Ekki nauðsynlegt að vera komin með hesta á hús og skemmtilegt tækifæri til að kynnast fjölbreyttum þáttum hestamennskunnar. Skemmtileg byrjun á vetrinum og hvetjum við sem flesta til að skrá sig!

Nudd og teygjur – 10.nóvember
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Farið verður yfir ýmsar sniðugar teygjur sem hægt er að gera fyrir og eftir þjálfun til að liðka hestinn og stuðla að heilbrigðari líkamsbeitingu og vellíðan. Hægt er að mæta með eigin hest eða fá lánshest hjá Hestasnilld. Bráðsniðugt að hita upp á nuddnámskeiði og mæta síðan á uppskeruhátíðina klukkan 17!

Vinna við hendi – 17.nóvember
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Farið stig af stigi í gegnum ýmsar aðferðir við að vinna í hendi, sem er nauðsynlegur grunnur til að bæta samskipta kerfið mill manns og hests. Samspil ábendinga, misstyrk hjá hestinum, hafa hann færanlegan og sveigjanlegan Unnið er með hestinn við beisli og keyri.

Hringtaumur – 1.desember
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Farið verður yfir ýmsan hringtaumsbúnað og notkun hans. Hringteymingar stuðla að fjölbreyttni í þjálfun og er góð leið til að styrkja hestinn og kenna honum rétta líkamsbeitingu án auka þyngdar knapa. Knapar þurfa ekki að mæta með hest á þennan viðburð, kennari mætir með hest og leyfir nemendum að spreyta sig.

Leiðtogafærni og samspil – 8.desember
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsóttir
Á þessu námskeiði er farið í ýmiskonar leiðtoga æfingar með hestinn. Nemendur læra að bera sig rétt og staðsetja sig. Læra að lesa í atferli hestsins og líkamsstöðu. Fá virðingu og fanga athygli hans. Fá hestinn rólegan, færanlegan og samstarfsfúsann. Unnið er með hestinn í hendi við snúrumúl og langan vað. Unnið er út frá hugmyndafræði Pat Parelli og Monty Roberts.

Námskeiðin fara fram á sunnudögum og hefjast klukkan 14:00. Skipt verður í hópa eftir þátttöku en kennslan fer fram í reiðhöll Harðar. Þeim sem vantar hesta geta haft samband við Sonju Noack (865-9651) hjá Hestasnilld, takmarkaður hestafjöldi í boði svo um að gera að vera tímanlega að óska eftir hesti.

Verð fyrir hvert námskeið er 1.500kr og er skráning hafin inn á sportabler.com/shop/hfhordur

Hlökkum til að sjá ykkur! 

vetrarfjör.jpg