ERTU TIL AÐ VERA MEÐ? 1.MAÍ ER DAGUR ÍSLENSKA HESTSINS!!!

Nú fer að líða að 1.maí alþjóðlegum degi íslenska hestsins. Okkur langar að hafa, eins og í fyrra, smá opið hús í reiðhöllinni í Herði. Það á að sýna atriði frá æskan og hesturinn og einnig verður Hestamennt með kynningu á starfinu og bjóðar fólk um að setjast á hestbak (teyma undir). Þetta er dagur sem er tilvalinn að almenningur getur fengið tækifæri á að kynnast hestinum 😊

Nú þurfum við að fá ykkur, kæra félagsmenn, að vera með í þessu  Endilega ef þið eru með hugmynd, eða tillögu um eitthvað eða sjálf með hest eða atriði sem ykkur langar að koma með, að hafa samband við Sonju á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sem allra fyrst!

Athugið að þetta á ekki vera neitt flókið af því þetta er ekki endilega hugsað (bara) fyrir hestafólk heldur líka almenningu 

Hlakka til að heyra frá ykkur, kær kveðja
Sonja

13055313_1095191737188700_1980677810820409292_n.jpg

Knapamerki 5 Próf á morgun 17-1830

Kæru félagar
Knapamerki 5 er með lokapróf á morgun milli 17-1830
Það verður ekki tjald og höllinn fyrir framan verður minnkað á þessum tíma.
Vill biða fólk helst að forðast að nota höllinn á þessum tíma (það er ekki bannað enn væri mjög fallegt ef þið getið tekið tillit til prófstressið og einbeitingu hjá nemnedum).
Ef einhver þarf að fara einmitt þá inni höll, ekki riða of nalægt dómarinn (sem er inni miðjun af höllinni).
Vona að það trufli enginn í plönum og vona að þið getið tekið tillit til þeirra  :) <3
Takk fyrir og eigið frábæran dag :)


PS: eftir próf lýkur kl 1830 er höllinn ÖLL OPIÐ og engin kennsla

Beitarhólf sumarið 2019

Minnum félagsmenn á að sækja um beitarhólf  fyrir sumarið.
Eins og undanfarin ár geta skuldlausir félagar sótt um beit á 
heimasíðu félagsins undir fyrirsögninni „Sækja um beit.“  
Allir þurfa að sækja um, líka þeir sem voru með beit í fyrra eða undafarin ár.
Kynnið ykkur úthlutunarreglurnar á heimsíðunni áður en þið fyllið út umsókn.
Umsóknir verða að berast fyrir 25. apríl n. k.
Stjórnin

Hrímnis mótaröðin í kvöld! Fjórgangur

Ráslistar!

Minnum einnig á LH kappa þar sem allar breytingar sjást samstundis😉
Einnig eru hérna drög að dagskrá en við biðjum fólk að mæta tímanlega og fylgjast vel með.

Dagskrá:
18:00 - 2. flokkur
19:20 - Hlé
19:30 - 1. flokkur
20:45 - A-úrslit 2. flokkur
21:05 - A-úrslit 1. flokkur
Mótslok

 

ATH KEPPENDUR GETA HITAÐ UPP Í BLÍÐUBAKKAREIÐHÖLLINN!!!

Ráslistar:

https://drive.google.com/file/d/15rrwlq3i_GQgHboaRoWl3KhsynZeR1lx/view?fbclid=IwAR2okNRUCagUcmSaLf7wzOV_jjvBEo7agXjw9ccmW9ogbVz8PVOmr6zBk_E

Dymbilvikusýningu Spretts 17.apríl

Þeir félagsmenn sem hafa undir höndum góð kynbótahross í góðu formi ræktuð af Harðarfélaga
og hafa áhuga á að taka þátt í Dymbilviku Spretts hafi samband við
Kristinn Már   This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vali verða 3-6 álitlegustu hrossin til að taka þátt.

 

Keppnin stendur á milli eftirfarandi félaga:

    * Fákur

    * Sprettur

    * Hörður

    * Sóti

    * Adam

    * Sörli

    * Máni

REIÐHÖLLINN Í DAG!

Námskeið í dag detta niður svo reiðhöllinn er öll opinn eftir kl 16 :)
Frábær í þessu veðri og góð tækifæri til að æfa sig fyrir Fjórgang á miðvikudag. Endilega munið að tala saman og taka tillit til hvor aðra :) Góða skemmtun :D

Hesthúsalóðir – breyting á deiliskipulagi

 

Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 6. mars var tekin fyrir tillaga að breyttu deiliskipulagi og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.  Tillagan fólst í því að fela skipulagsstjóra bæjarins að auglýsa fyrstu 3 áfanga deiliskipulagsins.  Málið á sér nokkuð langan aðdraganda, en það er mat stjórnar félagsins að fjölga þurfi lóðum undir hesthús hér á Varmárbökkum. Ákveðið var að hafa húsin heldur fleiri en færri, svo ekki þurfi að breyta deiliskipulagi aftur næstu 10 – 15 árin.  Ekki er víst að öllum þeim lóðum sem eru á deiliskipulaginu verði úthlutað og t.d. flestar lóðirnar eru á „Sorpusvæðinu“ og eðli máls samkvæmt verður sá hluti deiliskipulagsins ekki auglýstur fyrr en Sorpa flytur.  Hvenær það verður liggur ekki fyrir, en væntanlega verður það innan fárra ára.  Fyrri hugmynd um uppbyggingu nýs hverfis upp í dal eða annarsstaðar, eru góðra gjalda verðar, en uppbygging á nýju svæði krefst annarrar reiðhallar, annars hringvallar ex.ex.  Á þessu stigi er erfitt að segja til um hvenær nýjar lóðir verða auglýstar, en það gæti orðið í sumar eða næsta haust.

 

7.9. 201809062 - Varmárbakkar, lóðir fyrir hesthús - breyting á deiliskipulagi

Á 469. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur formanni nefndar og skipulagsfulltrúa að ræða við stjórn hestamannafélagsins." Haldnir hafa verið fundir. Lögð fram hugmynd að breytingu á svæðinu.

Niðurstaða 479. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi fyrir áfanga 1, 2 og 3.

 

 

 

Lausaganga hunda

 
Hundaeftirlitsmanni og Mosfellsbæ hefur borist fjölmargar kvartanir vegna lausagöngu hunda í hestahúshverfinu.
Lausaganga hund er óheimil skv. hundasamþykkt Mosfellsbæjar og gildir það einnig um hesthúsahverfið.
Við vorum beðnir að koma þessa skilaboðum til eigenda hesthúsa á svæðinu að hafa hunda sína ekki lausa.
Hundaeftirlitsmaður mun fylgjast með málinu og fara í aðgerðir við handsömun hunda ef ástand lagast ekki.
 
Tómas G. Gíslason
Umhverfisstjóri Mosfellsbæjar