Sleppa á beit

Heimilt er að sleppa hrossum í beitarhólf á vegum félagsins föstudaginn 14. júní næstkomandi.
Notendur beitarhólfa skulu gæta að því að fara varlega með hólf þar sem spretta er skammt á veg komin, ekki randbeita til dæmis, taka hross inn hluta sólarhrings eða jafnvel gefa hey með. Það er nokkuð misjafnt ástand á hólfum þetta vorið.
Mosfellsbær leggur í okkar hendur að meta ástand hólfanna og að hver og einn sýni skynsemi og fari vel með hólf sem þeir hafa til umráða.
Allir gæta þess nú sem áður að hafa nóg rafmagn á girðingum enda er það eitt af skilyrðum þess að fá úthlutað beit. Eins verða settar vaktir sem þarf að standa varðandi að fanga laus hross, því sinna þeir sem fá beit og það er annað skilyrði þess að fá beit. Þetta verða ekki margir dagar á mann og við stöndum sama í að vinna þetta vel. Nánari upplýsingar næstu daga.
Ef eitthvað er óljóst má hafa samband við formann félagsins, Möggu Dögg í síma 8247059.