Sumarbeit - vanskil

 
Ennþá eiga nokkrir félagsmenn eftir að gera upp beitina. Ein af forsendum þess að fá úthlutað beitarhólfi er að vera skuldlaus við félagið. En það þarf líka að greiða beitargjaldið. Vinsamlega gerið það sem fyrst. Örfáir hafa ekki greitt leigu fyrir kerrustæðið og eru þeir beðnir um að gera það sem allra fyrst.
Stjórnin

Varðandi reiðleið bak við Ístak

Ístak óskar eftir að fá að setja steyptan götustein á reiðveginn til að loka fyrir bílaumferð hér á bak við hús.  Að sjálfsögðu yrði áfram opið fyrir ríðandi og gangandi vegfarendur.  Málið kemur til vegna þjófnaðar á dieselolíu hér á svæðinu.  Þjófar nýta sér reiðveginn til að geta borið þýfið beint að bílum hér á bak við.
Félagið samþykkti beiðnina.

AppFengur

AppFengur býður félagsmönnum hestamannafélaga áskrift að AppFeng á sérstökum afsláttarkjörum.

Fastur 50% afsláttur af mánaðaráskrift ef keypt er áskrift fyrir 15. sept 2019.
Áskrift gefur notendum fullan aðgang að AppFengi ásamt nýjum og reglulegum uppfærslum.

- Til virkja áskrift á afsláttarkjörum ferðu inn á  https://www.appfengur.com/subscribtion
- Til að sækja AppFeng í App Store
- Til að sækja AppFeng í Play Store

Allar upplýsingar má finna á:
- www.appfengur.com
- www.facebook.com/appfengur

Takið þátt í sumarleik Appfengs á facebook fyrir 17.júní þar sem einn heppinn notandi mun vinna áskrift og örmerkjalesara frá Vistor. 

Fyrirspurnir og ábendingar má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma: 6110469 (Nanna). 

Gæðingamót Harðar 2019 - Niðurstöður

Gæðingamót Harðar 2019!


Takk knapar, sjálfboðaliðar, dómarar og allir hinir sem komu að því að gera þetta Gæðingamót algjörlega frábært!😁
Veðrið lék við okkur eins og það hefur gert undanfarin misseri, þó fór að hvessa aðeins seinni partinn sem að keppendur létu auðvitað ekkert á sig fá!
Völlurinn hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið en með hjálp frábærra sjálfboðaliða, einstaklega duglega framkvæmdastjórans okkar og heimagerðs vökvunartækis tóks að halda honum eins góðum og hægt var,😍
Auðvitað tóku Gummi og Rúnar sig til og grilluðu pulsur og hamborgara ofan í liðið um kvöldið við góðar undirtektir.
Á hverju móti eru veitt verðlaun fyrir glæsilegasta hest mótsins en að þessu sinni varð það hann Hrímnir frá Hvítárholti, sigurvegari B-flokksins, sem hreppti þann bikar ásamt knapa sínum Ragnheiði Þorvaldsdóttur. Óskum þeim innilega til hamingju ásamt auðvitað öllum hinum sigurvegurunum❤️
Við í mótanefndinni þökkum ykkur kærlega fyrir tímabilið og hlökkum til að sjá ykkur á því næsta!🥳

Í eftirfarandi skjali eru síðan niðurstöður mótsins:

https://drive.google.com/drive/folders/18ve_0bLkF57CIjWelsR4W-AS7U1NYyUV?usp=sharing

 

Beit

Athugið. Varasamt getur verið að sleppa hestum í beitarhólf með stallmúla. Ef það er erfitt að ná hestum, er betra að gera sér aðhald.

Lokahóf heldri hestamanna og kvenna

Lokahóf heldri hestamanna og kvenna fór fram á Uppstigningardag.  Riðið var í Dalsgarð í brakandi blíðu.  Gísli rósabóndi tók á móti hópnum með nýtýnd jarðarber og boðið var upp á veigar í fljótandi formi.  Um kvöldið var grillveisla í Harðarbóli og mættu rúmlega 80 manns og hlustuðu á Tindatríóið sem sló í gegn með frábærum söng.  Hinn landskunni hestamaður Ingimar Sveinsson fór með gamanmál.  

Gæðingamót Harðar 2019

Eftirfarandi er dagskrá fyrir Gæðingamót Harðar 2019! Vegna fárra skráninga ætlum við að keyra allt mótið á laugardeginum. Með fyrirvara um breytingar.
Ráslistar eru einnig komnir inn á Kappa.

09:00 – Tölt T3 2. Flokkur
09:20 – Tölt T3 1. Flokkur
09:40 – Barnaflokkur (Fyrstu tvö hollin)
09:50 – Unglingaflokkur
10:50 – Barnaflokkur (Seinni tvö hollin)
11:00 – Ungmennaflokkur
Hádegishlé
12:00 – Pollar
12:20 – B-flokkur gæðingaflokkur 2
 B-flokkur gæðingaflokkur 1
13:50 – A-flokkur Ungmennaflokkur
 A-flokkur Gæðingaflokkur 2
A-flokkur Gæðingaflokkur 1
Kaffihlé
15:50 – 100 metra skeið
16:10 – Unghrossakeppni
16:40 – Tölt T3 2. Flokkur A-úrslit
17:00 – Tölt T3 1. Flokkur A-úrslit
17:20 – Barnaflokkur (10 mín)
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
B-flokkur Gæðingaflokkur 2
B-flokkur Gæðingaflokkur 1
A-flokkur Ungmennaflokkur
A-flokkur (Sameinuð úrslit)
Áætlaður tími fyrir öll úrslit er 30 mín, endilega fylgist vel með og verið stundvís:)
Mótslok

Sleppingar

Heimilt að sleppa hrossum föstudaginn 7. júní. (frá miðnætti er kominn föstudagur).  Það sem helst þarf að varast er hvort að áburðurinn sé genginn niður í jarðveginn, því ekki viljum við „fóðra“ hrossin okkar með áburði.  Í venjulegu árferði er þetta ekki vandamál, en mjög lítið hefur rignt undanfarna daga.  Hver og einn athugar þetta í sínu beitarhólfi.

Stjórnin

Náttúrureið Harðar

Náttúrureið Harðar (Kynjareiðin) tókst mjög vel.  56 manns riðu hring um Mosfellsdalinn með viðkomu í Laxnesi.  Eftir reiðina var hamborgaraveisla í Reiðhöllinni og sungin nokkur hestalög.

Ungrossakeppni 2019

Skráning í unghrossakeppnina á Gæðingamóti Harðar er hafin en skráningin í það fer fram í gegnum mail:)
Endilega sendið eftirfarandi upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nafn knapa
Nafn hests
Is númer
Aldur
Litur
Móðir
Faðir

Til að skráning sé gild þarf að leggja 5000kr inn á eftirfarandi reikning og senda kvittun á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Rn: 549 26 2320
Kt: 6501694259
Ath skráning er ekki tekin gild nema búið sé að senda kvittun!

Hlökkum til að sjá ykkur😄