VORFAGNAÐUR heldri Harðarfélaga 60+
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 04 2024 14:15
- Skrifað af Sonja
VORFAGNAÐUR
heldri Harðarfélaga 60 +
verður haldinn fimmtudaginn 12. apríl í Harðarbóli.
Mætum hress og höfum gaman saman.
Takið daginn frá. 🌸🌻🎪❤️
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um beitarhólf fyrir sumarið.
Eins og undanfarin ár geta skuldlausir félagar sótt um beit á heimasíðu félagsins undir hnappnum „Sækja um beit.“
Allir sem vilja fá beitarhólf þurfa að sækja um, líka þeir sem voru með beit í fyrra eða undafarin ár.
Kynnið ykkur VANDLEGA úthlutunarreglurnar á heimasíðunni áður en þið fyllið út umsókn:
https://hordur.is/index.php/felagid/beitarholf
Umsóknir verða að berast fyrir 16. apríl n. k. og er stefnt að því að úthlutun sé lokið fyrir miðjan maí.
Eindagi á greiðslu fyrir beitina verður 1.júní. Sé ekki greitt fyrir þann tíma verður hólfinu úthlutað öðrum.
Umsóknarform má að finna hér:
https://hordur.is/index.php/saekja-um-beit
Á heimasíðu LH er góð samantekt fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum í sumar.
https://www.lhhestar.is/is/frettir/felagsadild-og-thatttaka-i-motum?fbclid=IwAR1QtRr-MlcNy3SK9qzchoKirTOn5tYTmYHXIzO9F13UOasm_RbD_hO0-DQ
Vakin er athygli á því að einungis þeir sem eru skráðir í Hörð við starfsskýrsluskil þann 15. apríl hafa rétt til að keppa fyrir hönd félagsins á Landsmóti.
Keppandi getur aðeins tekið þátt í mótum í nafni eins félags á einu keppnistímabili. Þ.e.a.s. keppandi getur bara keppt fyrir eitt félag á árinu.
Við fengum viðurkenningu fyrir að skila rúllubaggaplasti til endurvinnslu hjá Pure North, plastið sem við setjum í gáminn við reiðhöllina fer til þeirra.
Það er sönn ánægja að upplýsa hesthúseigendur um að lóðarleigusamningar vegna allra hesthúsalóða á félagssvæði Harðar hafa verið útbúnir hjá Mosfellsbæ.
Til að spara fólki sporin og auðvelda undirritun er hér með boðað til undirritunardaga í Harðarbóli, annars vegar miðvikudaginn 13.mars og hins vegar mánudaginn 18.mars, báða dagana klukkan 17-20.
Þeir samningar sem verða óundirritaðir eftir þennan tíma munu liggja frammi í afgreiðslu sveitarfélagsins í Þverholti 2, 2. hæð, þar sem lóðarhafar geta sótt skjölin til undirritunar.
Athugið:
Stjórnin