Námskeiðshald í Herði

Það hafa borist margar fyrirspurnir hvort námskeiðum í reiðhöllinni verði aflýst vegna samkomubanns. Við höfðum samband við UMFÍ og verða okkar námskeið áfram eins og staðan er i dag. Reiðkennarar voru upplýstir um að ekki mega vera fleiri enn 20 saman í einu og að virða skuli 2 metra millibil milli nemenda og einnig milli kennara/nemanda

Samkomubann mótar íþróttastarfið


Landlæknir, sóttvarnarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra telur ekki ráðlagt að gera ráð fyrir því að íþróttastarf fyrir leik- og grunnskólabörn íþrótta- og ungmennafélaga fari af stað fyrr en mánudaginn 23. mars næstkomandi. Íþróttaiðkun framhaldsskólanema og fullorðinna er talin heimil að uppfylltum ákveðnum og ströngum skilyrðum.

Yfirvöld segja ljóst að að þessi skilyrði munu því miður útiloka æfingar fjölmargra íþróttagreina.

UMFÍ og ÍSÍ hafa átt í samskiptum við almannavarnir um helgina í tengslum við samkomubann sem sett verður á Íslandi í kvöld og varir næstu fjórar vikur til að fá svör við því hvort æfingar barna og yngri flokka megi fara fram.
 
UMFÍ mælist til þess að sambandsaðilar UMFÍ og aðildarfélög fari að öllum tilmælum yfirvalda og leggi iðkendur ekki í hættu á að smitast af COVID-19 veirunni. Iðkendur eigi fremur að njóta vafans og því er mikilvægt að félög fylgi þeim fyrirmælum sem berast frá yfirvöldum. 


Íþróttaiðkun gegn ströngum skilyrðum
Yfirvöld telja íþróttaiðkun fullorðinna heimila að uppfylltum skilyrðum samkvæmt því sem fram kemur í auglýsingu um samkomubann og birt var fyrir helgi þess efnis að ekki séu fleiri en 100 einstaklingar inn í sama rými, hvort sem um er að ræða innan- eða utandyra. Þá skuli sjá til þess, eftir því sem unnt er, að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga, gera ráðstafanir til að þrífa eða sótthreinsa búnað eða æfingasvæði daglega og tryggja aðgengi að hreinlætisaðstöðu til handþvotta og sótthreinsunar.

Íþrótta- og ungmennafélög eru hvött til að koma því á framfæri við iðkendur og félagsmenn hvað af íþróttastarfsemi þeirra þau telja að geti farið fram að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram hafa komið. Rétt er að ítreka að það á ekki að gefa neinn afslátt af þeim kröfum sem yfirvöld hafa sett fram til að sporna við útbreiðslu þessarar veiru.

Samkomubann

Í ljósi þess að samkomubann hefur verið sett á næstu 4 vikurnar þá hefur öllum keppnum og sýningum á vegum Harðar verið aflýst næstu 4 vikurnar, þ.m.t. Vetrarmótunum og Hrímnismótaröðinni. 

Stjórnin

COVID-19

Í ljósi þess að almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi vegna COVID-19 veirunnar, viljum biðja félagsmenn að sýna þolinmæði, en einnig að taka tillit hvor til annars.  Í reiðhöllinni, hvort sem er á námskeiðum eða í æfingum, að halda ákveðinni fjarlægð á milli manna, að fólk í sóttkví noti ekki reiðhöllina og fer eftir reglum landlæknis og það sama gildir um heimilisfólk þeirra sem eru í einangrun vegna veirusmits.

Með samvinnu komumst við í gegnum þessa erfiðu tíma og gleymum ekki að brosa.

Stjórnin

Námskeið Fræðslunefndar: Hnakkfastur – sætisæfinganámskeið - fyrir lengra komna - krefjandi

FULLBÓKAÐ

 

Áseta knapans er eitt þvi mikilvægasta sem hann þarf að tileinka sér. Hún fegrar ekki bara heildarmyndina, heldur er knapi í góðu jafnvægi þægilegri fyrir hestinn, notar skilvirkari ábendingar til að stjórna hestinum og síðast en ekki síst bætir það öryggið þar sem knapinn dettur siður af baki. Kosturinn við ásetuæfingar í hringtaum er að knapinn getur einbeitt sér einungis á sig og sinn líkama án þess að þurfa að stjórna hestinum. Gerum æfingar bæði á hesti og á gólfi með markmiðið að bæta líkamsstöðu og -vitund okkar á hestbaki sem og í daglegu lífi.

Á námskeiðinu er unnið í pörum þar sem annar nemandinn hringteymir og hinn gerir æfingar á hesti til skiptis. Max 6-8manns.
Nemendur fá hest til afnota. 

ATH: ÞETTA ER NÁMSKEIÐ FYRIR LENGRA KOMNA KNAPAR SEM ERU NÚ ÞEGAR MEÐ GRUNNJAFNVÆGI OG ERU TILBÚNAR Í KREFJANDI ÆFINGAR! ÞURFA AÐ GETA HRINGTEYMA HEST (hestarnir kunna vel að láta hringteyma sig 😉 )! MJÖG SKEMMTILEG TÆKIFÆRI AÐ BÆTA ÁSETU OG JAFNVÆGI!

Kennt verður í 6 skipti á miðvikudögum kl 17:00
Dagsetningar:
11.mars
18.mars
25.mars
1.april
8.april
15.april

Kennari verður Fredrica Fagerlund

Verð: 13.900 kr

Skráning er opin:
skraning.sportfengur.com

Viðurkenning fyrir Friðu okkar

Á ársþingi UMSK 3. mars sl var Fríðu veitt viðurkenning fyrir framlag sitt til félagsmála hjá Herði.  Fríða hefur lagt mikið af mörkum og þar ber hæst framlag hennar til Fræðslunefndar fatlaðra.  Fullyrða má að reiðskóli fatlaðra væri ekki starfræktur í dag ef ekki hefði komið til hennar þrotlausa starf.  Óskum við Fríðu innilega til hamingju með Félagsmálaskjöld UMSK og erum að sjálfsögðu mjög stolt af Fríðu.Hólmfríður_-_viðurkenning.jpg

Leiðbeiningar sóttvarnarlæknir varðandi samkomur

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur ítrekað að ekki hefur verið lýst yfir samkomubanni af yfirvöldum hér á landi. 

Engu að síður er einkar mikilvægt að fólk sem hefur verið á skilgreindum hættusvæðum virði ráðleggingar um sóttkví, en í þeim felst að forðast samneyti við aðra einstaklinga í 14 daga. 
Á mannamótum er einkar mikilvægt að til staðar sé aðstaða fyrir handþvott og handsprittun. Mælst er til að fólk noti aðrar kveðjur en handaband og faðmlög.

Framundan eru nokkrir stórir íþróttaviðburðir og vill ÍSÍ minna sambandsaðila sína á að hafa ofangreint í huga og að fylgjast áfram vel með uppfærslum á vefsíðu Embættis landlæknis.