Unghestaþjálfun með Ingu Maríu

Unghestar - reiðfærir - gangsetningar - framhaldsþjálfun

Það verða 2 saman í 30min í senn.

Inga María er 55 ára reiðkennari frá Hólum. Búin að vera í hestum frá blautu barnsbeini. Frumtamningar og almenn þjálfun hesta í 35 ár þau 6 ár sem ég starfaði á Feti voru á bilinu 40-50 tryppi tamin á hverju hausti og tók ég fullan þátt í því. Var einnig við kennslu frumtamningar á Hólum 2 haust.

Dagsetningar:
14. 21. 28. februar
6. 13. 20. mars
Kl 17-17:30 og 17:30-18:00 

Kennslan fer fram í Blíðubakkahöllinni.

Verð: 25000kr

Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

400618100_1089215098917633_4808178474985396332_n.jpg

 

Fimi og flæði - nýtt námskeið

Villt þú ná betra samspili með hestinum þínum og bæta líkamsbeytingu þína og hestsins?

Hestamannafélagið Hörður mun bjóða upp á fiminámskeið í vetur þar sem lagt verður áherslu á að bæta líkamsbeitingu knapa og hests í gegnum fimiæfingar.

Hvort sem verið er að stefna á keppni eða að byggja upp þjálan og góðan reiðhest þá er þetta námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á að þróa sig og hestinn sinn áfram.
Námskeiðið er kennt sirka einu sinni í mánuði á fimmtudögum í 4 skipti - í formi hópatíma.

Dagsetningar:
11. janúar
01. febrúar
07.mars
21.mars

Tíma: 19:00-20:00
Verð: 13 000kr

4 pláss

Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir

Kennslustað: Blíðubakkahöllinn

Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

410264461_1035563647529465_8755464413053246988_n.jpg

 

 

 

Landsmót 2024

Kæru hestamenn!
Um leið og við óskum ykkur gleðilegs Landsmótsárs 2024 tilkynnum við að forsölutilboð okkar á miðum á Landsmót hestamanna í Reykjavík 2024 hefur verið framlengt til og með fimmtudagsins 4.janúar vegna fjölda áskorana og beiðna.
Tryggið ykkur miða á besta verðinu, 21.900kr, á tix.is. Hlökkum til að sjá ykkur á Landsmóti í Reykjavík!

 

 

 

SORPA - Skilaboð til hestamanna á höfuðborgarsvæðinu.

SORPA vill vekja athygli á því að hægt er að skila heyrúlluplasti
í móttöku- og flokkunarstöðina í Gufunesi, gjaldfrjálst.

Hins vegar ef heyrúlluplasti er skilað á endurvinnslustöð er það
gjaldskylt, þar sem það fellur ekki undir almennan heimilisúrgang.
Greiða skal skv. gjaldskrá fyrir farminn, sem eru þá 9.600 kr. fyrir
rúmmeterinn.

Heyrúlluplast skal fara í gám fyrir filmuplast, alls ekki í
pressuna.

Með bestu kveðju,

Karen H. Kristjánsdóttir

Verkefnastjóri endurvinnslustöðva

 

„Fókustímar“ í reiðhöllinni

Í vetur verður gerð tilraun með að hafa sérstaka „fókus“ tíma í reiðhöllinni, það er að segja að fólk viti hvernig aðstæður það er að fara í fyrirfram. Annars vegar verður tími fyrir hesta og knapa sem vilja taka því rólega, vinna fínvinnu og vera í nokkuð öruggum aðstæðum. Hins vegar verða tímar þar sem hægt er að láta gamminn geysa, æfa hraðari gangtegundir og hafa hærra spennustig.
Tímarnir verða í janúar:
Þriðjudagar 1730-1830 hraðari umferð
Fimmtudagar 1730-1830 hægari umferð
Þetta er liður í að fækka árekstrum á milli fólks við notkun á reiðhöllinni, auka svigrúm þeirra sem hafa sérþarfir ef svo má að orði komast. Annars gildir auðvitað áfram almenn tillitssemi og samtal okkar á milli 😊
 
Að auki verða opnir tímar í Blíðbakkahöllinni fyrir þá sem eru með lykil að stóru reiðhöllinni, nánar auglýst síðar og jafn óðum.
Við mælumst til þess að fólk leigi sér tíma þar fyrir einkatíma til dæmis, en nokkur námskeið á vegum félagsins munu fara fram þar líka.
 
 

Ratleikur - Laugardagur 13. janúar kl. 13 - 15 Æskulýðsnefnd

Ratleikur - Laugardagur 13. janúar kl. 13 - 15 Æskulýðsnefnd
Við ætlum að hittast í reiðhöllinni næstkomandi laugardag kl 13 og kveðja árinu með góðum ratleik sem mun leiða okkur um allt hesthúsahverfið með skemmtilegum ráðgátum.
Þessi viðburður er ætlað krökkum frá 10 - 16 ára aldri.
Það er hægt að taka þátt einn eða tvö saman í teymi. Veglegar vinningar í boði fyrir þau fljótustu💥🏆🏅
!ATH!
Við munum notast við appið Actionbound fyrir ratleikinn, sem þýðir að a.m.k annar í teyminu þarf að vera með síma og netsamband.
Ef veðurspáin er mjög slæm þá verðum við inni í Blíðubakkahúsahöllinni og förum í skemmtilega leiki þar.
Vonumst til að sjá sem flesta!
Þáttaka er ókeypis en þið þurfið að skrá ykkur hjá Sonju með sms 8659651 - endilega látið vita hvort þið eru ein eða 2 saman 🙂
 
ratleikur.jpg

Töltnámskeið

Á töltnámskeiðinu verður lögð áhersla á mýkt, þjálni og rétta líkamsbeitingu hests og knapa.
Notast verður við ýmsar mismunandi reiðleiðir við styrkingu gangtegundarinnar tölts, sem er verður hægt að bæta í verkfærakistu knapans.
Knapi þarf að hafa góða grunnstjórnun á hesti sínum.

Kennt verður á föstudögum og er námskeiðið 6 skipti í heildina.

Kennt verður á eftirfarandi dagsetningum: 19.1. / 26.1. / 16. 2. / 23. 2. / 15. 3. / 22. 3.

18:45-19:30
jafnvel annar hópur 19:30-20:15
Kennt verður í 4 manna hópum í 45 mínútur í senn.

Verð: 17500kr

Kennari námskeiðsins verður Guðrún Margrét Valsteinsdóttir sem er útskrifuð með B.Sc. í Reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum.

 

Skráning:

https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

gmv.jpg

 

Íslandsmót barna og unglinga 2024 í Mosfellsbæ

Íslandsmót barna og unglinga 2024 í Mosfellsbæ

Hestamannafélagið Hörður er stolt af því að tilkynna að við munum halda Íslandsmót barna og unglinga í Mosfellsbæ í júlí 2024. Þetta spennandi mót ætlum við að gera að minnisstæðri upplifun fyrir unga hestamenn og áhorfendur!

Við leitum nú að eldhugum og áhugasömu fólki í framkvæmdarstjórn til að gera þennan viðburð enn magnaðri. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem elska hestamennsku og vilja leggja sitt að mörkum til að skapa ógleymanlega viðburði.

Við óskum eftir fólki sem hefur:

  • Brennandi áhuga og ástíðu fyrir hestamennsku og viðburðastjórnun.
  • Skipulags- og framkvæmdagetu til að tryggja að allt gangi samkvæmt áætlun.
  • Samstarfshæfileika til að vinna með öðrum sjálfboðaliðum og fagfólki.

Hlutverk framkvæmdastjórnar er:

  • Undirbúningur og skipulagning viðburðarins.
  • Samstarf við birgja og styrktaraðila.
  • Stýring og skipulag á daglegri framkvæmd á meðan á móti stendur.

Þetta er frábær leið til að efla þekkingu og reynslu í hestamennsku og viðburðastjórnun, ásamt því að eiga skemmtilegar stundir og mynda varanleg tengsl.

Ef þú hefur áhuga, vinsamlegast hafðu samband við okkur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringdu í Margréti Dögg í síma 824-7059.

Vertu hluti af þessu ævintýri – að skapa magnað Íslandsmót í Mosfellsbæ 2024!

Sýnikennsla með Fredericu Fagerlund um Gæðingalist

Dagsetning: 31.janúar 2024
Tíma: Kl 19:00
Staðsetning: Reiðhöllinn Harðar í Mosfellsbær
Verð: 1000kr - Frítt fyrir 21. árs og yngri.

 

Þann 31. janúar kl 19:00 ætlar Fredrica að halda sýnikennslu um gæðingalist í reiðhöllinni í Herði í Mosfellsbær. Frábær viðburður fyrir þá sem eru að fara keppa í vetur eða langar einfaldlega að fræðast meira um þessa áhugaverðu keppnisgrein.

329627829_586158709638673_9141166548592025460_n.jpg

 

Gamlársreið

Kæru félagar.

Að venju verður farið ríðandi í Varmadal til Nonna og Haddýjar á gamlársdag, skemmtileg hefð sem við höldum í heiðri. Lagt verður af stað úr naflanum klukkan 12, léttar veitingar á staðnum, allir velkomnir.

Kveðja,

Stjórnin

405515231_7050259155060632_4957147805008892037_n.jpg