Áminning: Uppskeruhátíð æskulýðs Harðar

Uppskeruhátíð æskulýðs Harðar verður haldin sunnudaginn 10. nóvember kl. 17

Það verða veitt verðlaun fyrir besta keppnisárangur ársins í barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Einnig verða veitt hvatningarverðlaun fyrir fulltrúa Harðar á landsmóti 2024 í barnaflokki.

Eftir viðurkenningarathöfnina ætlum við að eiga skemmtilegt kvöld saman þar sem allir eiga að koma með skemmtilegt spil með sér og við spilum saman, pöntum pizzu og fáum okkur eitthvað gott með því.

Við hvetjum alla sem eru nýir að koma og gleðjast með okkur. Hvetjum einnig ykkur sem hafið mætt áður til að bjóða vinum sem eru í hestunum í Herði að koma og kynnast okkur fyrir veturinn. Þetta verður skemmtilegt kvöld !

Kveðja æskulýðsnefndin

uppskera.jpg

 

Ársskýrsla Æskulýðsnefndar Harðar 2023-2024

Formaður æskulýðsnefndar Harðar 2022-2023 er Hrafnhildur Jóhannesdóttir en með henni í nefndinni eru þau Brynjar Már Valdimarsson og Margrét Eðvarðsdóttir.

Nefndin hefur starfað í góðu samstarfi við Sonju Noack starfsmann hestamannafégsins Harðar en hún heldur utan um allt námskeiðshald meðal annarra starfa fyrir félagið.

Kynningar viðburða fóru fram í gegnum heimasíðu félagsins og á facebook síðu æskulýðsnefndar.

æsku1.jpg

æsku2.jpg

æsku3.jpg

æsku4.jpg

æsku5.jpg

æsku6.jpg

 

æsku7.jpg

æsku8.jpg

æsku9.jpg

æsku10.jpg

æsku11.jpg

 

Ársskýrsla Kvennanefndar Harðar 2024

Kvennanefnd Harðar sér um að skipuleggja viðburði, reiðtúra og stærri kvennareiðar fyrir Harðar-Konur. Markmið kvennanefndar Harðar er að fá sem flestar konur til að taka þátt í viðburðum og fara saman í reiðtúra, kynnast og auðga félagsandann. Þáttaka fór rólega af stað í mars og má þar sennilega kenna leiðinlegu veðri um. En sífellt bættist í hópinn, þegar leið fram á vorið vorum við orðnar 42 konur saman í reiðtúr. Kvennanefnd Harðar auglýsir alla sýna viðburði á fésbókinni á síðu sem heitir Harðar-Konur.

20.mars Fóru þær allra hörðustu í reiðtúr í brjáluðu veðri og þáðu súpu í Flugubakka 2 á eftir. Fámennt var vegna veðurs og var upphaflega stefnt á að fara Blikanesið. Reiðtúrinn var styttur vegna veðurs enda tók smá tíma að fá hita í kroppinn eftir þá ferð, en ekkert sem heit og góð súpa gat ekki lagað.

10.apríl Góður hópur c.a 20 konur riðu í heimsókn til Nonna í Varmadal. Nonni tók á móti okkur og fengum við aðstöðu í skemmunni til að fá okkur smá hressingu.Tekinn var smá monnt hringur á góðu tölti á vellinum hjá Nonna.

24. apríl var riðið til Nínu á Hraðastöðum. Þar voru grillaðar pylsur. Mæting með besta móti 38 konur miklu fleiri en skráðu sig og fengu einhverjar ekki pylsur en það var bara bætt upp með öðrum veigum.

22.maí Riðið í Laxnes í Pizzu og fljótandi veigar. Þar tók Haukur á móti okkur og myndaðist mikil og góð stemning  enda 42 konur þar á ferð.

1.júní Stóra Kvennareiðin. Byrjað var í fordrykk á Snæstöðum hjá Ragnhildi. Síðan var riðið í Dalland. Þar tók Axel á móti okkur. Búllubíllinn mætti á svæðið og blandaðir voru Basil Gimlet kokteilar “A la Danni”og  danskennari kenndi okkur línudansa í reiðhöllinni á eftir.

Við þökkum gestgjöfum okkar kærlega fyrir að taka á móti okkur. Við erum mjög þakklátar  fyrir hvað allir voru jákvæðir og tilbúnir að taka á móti svona stórum hópum.

Ragnhildur gjaldkeri fær sérstakar þakkir fyrir alla hjálpina og utanumhald á skráningar greiðslum fyrir viðburði. Rukkað var hæfilegt gjald fyrir hvern viðburð til að standa straum af kostnaði á veitingum.

Kvennanefnd Harðar mun funda fljótlega og setja saman dagskrá fyrir vor 2025 sem verður kynnt eftir áramót.

Áfram Hörður!

Kvennanefnd Harðar 2024

Elín Hrönn Jónasdóttir            Kristjana Þórarinsdóttir

Guðný Guðlaugsdóttir             Olga Rannveig Bjarnadóttir

Guðrún Hildur Pétursdóttir      Sædís Jónasdóttir

Harpa Groiss                          Margrét Ólafía Ásgeirsdóttir

Screenshot_2024-11-06_124351.jpg

 

 

Ársskýrsla Umhverfis og mannvirkjanefnd 2024

Umhverfis og mannvirkjanefnd

Í nefndinni sátu:
Jón Geir Sigurbjörnsson
Sigurður H. Örnólfsson
Benedikts Ólafsson
Leó Hauksson

Á haustmánuðum 2023 var ráðist í að hefja viðhald á vallarsvæði félagsins. Ákveðið var að hreinsa kanta brauta, bera í brautir og fjarlægja plaströr og snúra upp báða velli félagsins.
Byrjað var á því að ráða verktaka til að hreinsa kanta á völlum félagsins til tryggja að vatn safnist ekki á brautirnar. Verkefnið var ívið viðfangs meira en reiknað var með, en kláraðist í lok október.
Efni sem féll til var notað til að stækka mön í kringum rúllustæði við minni völl félagsins. Þá var borið nýtt efni í aðalvöll félagsins og leitast við að koma því á völlinn fyrir veturinn, þannig að það hafði tíma til að setjast.
Efnið var valið með það í huga að vel hafði reynst að leggja álíka efni á minni völl félagsins fyrr nokkrum árum og álíka efni mátti sjá á öðrum keppnisvöllum sem skoðaðir voru.
Þegar frost fór að hverfa úr jörðu og völlurinn var prófaður, kom í ljós að efnið sem bætt var ofan á vikurinn bast ekki við vikur og völlurinn var of gljúpur.
Hluti nýja efnisins var fjarlægður og vikri bætt á vellina. Þannig náðist að koma öllum brautir í frábært form og reyndust vellirnir vel á öllum mótum vorsins og Íslandsmóti barna og unglinga sem haldið var í júlí.
Samfara framkvæmda fyrir Íslandsmót, var ljósleiðartengingu komið inn í reiðhöll og búnaður keyptur til að koma þráðlausu neti yfir í þulaskúr til að þjónusta dómaratölvur á mótum.

 

Árskýrsla kynbótanefndar Harðar 2024

Í kynbótanefnd síðasta árs voru: Eysteinn Leifsson, Einar Frans Ragnarsson og Jón Geir Sigurbjörnsson.

Nefndin stóð ekki fyrir neinum atburði síðasta vetur, en sá að vanda um að halda utan um útreikningana á kynbótarhrossi ársins 2023. Þar er leitað eftir hæst dæmda hrossi úr kynbótadómi þess árs og er ræktað af Harðarfélaga.

Nefndin auglýsti eftir tilnefningum og alls skiluðu sér 5 tilnefningar frá félagsmönnum.

Tilnefningar sem bárust voru:

  • Gráða frá Dallandi, ræktendur Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir
  • Hátíð frá Hrímnisholti, ræktendur Rúnar Þór Guðbrandsson og Hulda Sóllilja Aradóttir
  • Kátína frá Dallandi, ræktendur Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir
  • Ósmann frá Dallandi, ræktendur Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir
  • Kristall frá Jarðbrú, ræktandi Þröstur Karlsson
  • Konfúsíus frá Dallandi, ræktendur Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir
  • Guttormur frá Dallandi, ræktendur Hestamiðstöðin Dalur

Hæsta kynbótahrossið að þessu sinni var Guttormur frá Dallandi, en hann hlaut 8,44 fyrir byggingu og 8,70 fyrir hæfileika, og í aðaleinkunn 8,61.

Fyrir hönd kynbótanendar

Jón Geir Sigurbjörnsson

guttormur.jpg

 

Ársskýrsla fræðslunefndar 2024

Ársskýrsla fræðslunefndar Harðar

Markmið fræðslunefndar Harðar er að halda uppi öflugu fræðslustarfi sem höfðar til félagsmanna og stuðla þannig að eflingu hestamennskunnar.

Í fræðslunefnd Harðar eru: Anna Jóna Huldudóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Þórdís Þorleifsdóttir og Berghildur Ásdís Stefánsdóttir

Fræslunefnd hefur unnið í góðri samvinnu við Sonju Noack starfsmann Harðar og yfirreiðkennnara

Fræðslunefnd hittist tvisvar sinnum á fundi á starfsárinu og nýtir auk þess messanger hóp vel til samskipta og skipulags.

Viðburðir starfsársins

  1. Gæðingafiminámskeið með Fredrica Fagerlund. Námskeiðið byggist á bóklegum tíma, sýnikennslu þann 9. febrúar sem opin var öllum og síðan veklegum hluta sem dreifðist yfir þrjár helgar.
  1. Þann 14. janúar var Benedikt Ólafsson heimsmeistari með mjög fróðlega fyrirlestur í Harðarbóli
  1. Töltnámskeið með Guðrún Margréti Valsteinsdóttur reiðkennara. Námskeiðið byrjaði um miðjan janúar og kennt var vikulega, sex 45 mínútna tímar.
  2. Hindrunarstökksnámskeið byrjaði um miðjan janúar og var kennt vikulega í sex skipti, 45 múnútna tímar. Kennari var Guðrún Margrét Valsteinsdóttir reiðkennari.
  3. Vinna í hendi, námsekið sem Ingunn Birna Ingólsdóttir reiðkennari kenndi og var kennt einu sinni í viku alls sex skipti, 45 mínútur í senn. Námskeiði hófst 16. janúar.
  1. Námskeiði Fimi og flæði kenndi Thelma Rut Davíðsdóttir reiðkennari. Fjórir tímar sem dreifðust frá janúar fram í lok mars.
  1. Karlahópur, áhersla á töltþjálfun og þjálni var námskeið með Ingu Maríu S. Jónínudóttur reiðkennara. Námskeið var sex 45 mínútna kennslustundir í febrúar og mars.
  2. Almennt reiðnámskeið með Ingu Maríu S. Jónínudóttir reiðkennara, sex 45 mínútnatímar í febrúar og mars.
  3. Unghestaþjálfun. Námskeið með Ingu Maríu S. Jónínudóttir reiðkennara. Kennt var í febrúar og mars 30 mínútur í senn.
  4. Knapamerki 3 sem Sonja Noack kenndi tvisvar sinnum í viku janúar, febrúar og mars og lauk með verklegu prófi í lok mars.
  5. Leiðtogahæfin og samspil. Helgarnámskeið um miðjan janúar með Ragneiði Þorvaldsdóttur reiðkennara.  
  6. Knapaþjálfun námskeið með Bergrúnu Ingólfsdóttur einkaþjálfara og reiðkennar. Námskeið sem bæði var í fyrirlestraformi og verklegt með og án hests.
  1. Einnig var boðið upp á einkatímapakka sem góð ásókn var í. 5x 30 mínútna einkatímar voru í boði með eftirtöldum reiðkennurum:

Thelmu Rut Davíðsdóttur
Ingunni Birnu Ingólfsdóttur
Ragnheiði Þorvaldsdóttur
Sonju Noack

bensi.jpg

 

 

 

              

Búið var að skipuleggja bæði “ Liberty” sýnikennslu og námskeið með Steinari Sigurbjörnssyni sem því miður þurfti að fela niður

6.des 2023 var Sýnikennslu með Súsönnu Sand sem var vel sótt og mjög skemmtileg og svo var 7. febrúar Sýnikennsla með Fredricu Fagerlund sem var líka mjög vel heppnuð og vel mætt.

 Aflýsa þurfti skyndihjálpanámskeiði vegna dræmrar þáttöku.

Þórdís Þorleifsdóttir sem verið hefur í fræðslunefnd síðustu ár tekur sér nú hlé frá nefnindi og þökkum við henni góð störf.

Fræðslunefnd vinnur að skipulagi vetrarins í samvinnu við Thelmu Rut Davíðsdóttur nýjan yfirreiðkennara félagsins og Sonju Noack starfsmann félagsins.

Nefndin tekur gjarnan við tilögum eða óskum frá félgsmönnum um fræðslustarf.

Ársskýrsla Félagshesthús 2023/24

Félagshesthús Harðar var starfrækt í fjórða sinn yfir veturinn 2023/24.
8 börn og unglingar á aldrinum 12 Ɵl 16 ára tóku þátt í þetta sinn. Tveir þátttakendur hættu yfir veturinn út af persónulegum aðstæðum.

Hestamannafélagið leigði 8 stíur í Blíðubakkahúsinu frá 01.10.23. Krakkarnir tóku þátt með sína eigin hesta eða hestum sem þau fengu að láni.
Nathalie Moser var umsjónarmaður félagshesthúss og sá um skipulagið í samstarfi við Sonju Noack. Nathalie aðstoðaði krakkana til dæmis við að fara í reiðtúra, undirbúning fyrir knapamerkjaprófin í vor, almenna reiðkennslu, o.s.frv. Hún var líka alltaf til taks ef það komu upp einhverjar spurningar í kringum hestaumhirðu.
Á tveggja vikna fresti var svo farið saman í reiðtúr eða haldinn viðburður í samstarfi við æskulýðsnefnd sem var ókeypis fyrir krakkana í félagshesthúsinu, eins og ratleikur, hestanuddnámskeið, hestateygjunámskeið, knapafimi eða hindrunarstökksnámskeið. Félagshesthúsatímabilinu lauk svo 15. júní. Þátttakendur voru hvatttir til að skrá sig í námskeið á vegum hestamannafélagsins, þá sérstaklega knapamerkisnámskeið og það voru flestir sem nýttu sér það.

Við viljum þakka æskulýðsnefnd og Helga í Blíðubakkahúsinu fyrir gott samstarf síðasta vetur.

 

Aðalfundur í kvöld! 6.nov 2024 kl 20:00

Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar miðvikudaginn 6. nóvember 2024  kl 20 í Harðarbóli.

Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta. 

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 5. gr félagsins.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara

Formaður flytur skýrslu stjórnar

Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mánaða milliuppgjör

Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins

Reikningar bornir undir atkvæði

Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður

Árgjald ákveðið

Lagabreytingar

Kosningar samkvæmt 6. grein laga félagsins

Önnur mál

Fundarslit

6.grein

Stjórn félagsins skipa átta manns auk formanns. Stjórnin skiptir með sér verkum að undanskildum formanni, sem kosinn er beinni kosningu. Kosning stjórnar og formanns félagsins skal fara fram á aðalfundi félagsins samkvæmt eftirfarandi reglum:

Formaður skal kosinn til eins árs í senn og getur verið endurkjörinn alls þrisvar sinnum.

Átta meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára þannig að fjórir stjórnarmenn gangi úr stjórn ár hvert. Þeir sem ganga úr stjórn með þessum hætti geta verið endurkjörnir.

Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga félagsins til eins árs í senn.

Þá skal og kjósa fulltrúa félagsins á ársþing og aðalfundi þeirra samtaka sem félagið á aðild að en formaður félagsins skal þó teljast vera sjálfkjörinn.  Aðalfundur getur heimilað stjórn að tilnefna fulltrúa til setu á fundum þeim sem getið er hér að framan.

Einungis félagar eldri en átján ára eru kjörgengir í kosningum til stjórnar, formanns félagsins, til að vera skoðunarmenn ársreikninga og til að vera fulltrúar félagsins á ársþingum og aðalfundum þeirra samtaka sem félagið á aðild að.

Framboð til kosninga á aðalfundi skulu berast stjórn minnst 7 dögum fyrir aðalfund.