Knapamerki 1 bóklegt Haust 2024

Kennt verður 3 bóklega (1,5h) tíma og bóklegt próf.

25.11. 18:30-20:00
2.12. 18-19:30
9.12. 18-19:30
PRÓF 16.12. 18-19

Kennsla fer fram í Harðarboli, Félagsheimilið Hestamannafélag Harðar.

Kennari : Sonja Noack

Verð: börn, unglingar, ungmenni 10 000 krónur

Verð: Fullorðnir 12 000 krónur

Skráning:

https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

Uppfærð viðmið til afreksverðlauna Harðar

Stjórn Harðar hefur farið yfir reglur og stigagjöf fyrir íþróttafólk Harðar og uppfært þær í samræmi með hina Hestamannafélög á Höfuðborgasvæði.
Þetta eru reglur sem gilda fyrir keppnisárið 2024.

Eftirfarandi verðlaun verða veitt:

Besti keppnisárangur í barna, unglinga og ungmennaflokka.
Íþróttakarl Harðar
Íþróttakona Harðar

Eftirtalin mót gefa stig: Landsmót, Íslandsmót, Gæðingakeppni Harðar, Íþróttamót Harðar, öll WR mót, öll opin íþróttamót, öll opin gæðingamót, öll opin mót innanhúss, Heimsmeistaramót og Norðurlandamót.Meistaraflokks prógram, T1, V1, F1, T2 gefa 5 auka stig fyrir hvert sæti í öllum flokkum.
Stigahæsti einstaklingurinn í fullorðins eða ungmennaflokki verður útnefndur keppnisknapi Harðar.
Þurfi að skera úr um sigurvegara í hverjum flokki verður það gert með sætaröðun, sá/sú sem hefur oftar verið í 1.sæti sigrar.

Opin Íþróttamót, opin Gæðingamót, öll opin mót innanhúss, hver grein gefur eftirfarandi stig
1. sæti 20 / 2. sæti 15 / 3. sæti 10 / 4. sæti 9 / 5. sæti 8
6. sæti 7 / 7. sæti 6 / 8. sæti 5 / 9. sæti 4 /10. sæti 3

Íþróttamót Harðar, Gæðingamót Harðar, öll WR mót,
Áhugamannamót Íslands, íþróttakeppni Landsmóts
1.sæti 50/ 2. Sæti 45/ 3. Sæti 40 / 4. Sæti 35 / 5. Sæti 30
6. sæti 25 / 7. Sæti 20 / 8. Sæti 15 / 9. Sæti 10 / 10. Sæti 5

Landsmót (gæðingakeppni), Íslandsmót og Norðurlandamót
1.sæti 150 / 2. Sæti 100 / 3. Sæti 50 / 4. Sæti 40 / 5. Sæti 35
6. sæti 30 / 7.sæti 25 / 8. Sæti 20 / 9. Sæti 15 / 10. Sæti 10

Skeiðgreinar
1. sæti 40 / 2. Sæti 35 / 3. sæti 30 / 4. Sæti 25 / 5. Sæti 20

Heimsmeistaramót  1. Sæti 200 stig/ 2. Sæti 100 stig /3. Sæti 50 stig /4. Sæti 40 stig/5. Sæti 35 stig 6. sæti 30 stig/ 7.sæti 25 stig/ 8. Sæti 20 stig /9. Sæti 15 stig/10. Sæti 10 stig

Stig fyrir samanlagðan sigurvegara eru eingöngu veitt fyrir 1.sæti.

Lokaniðurstaða móts, þ.e. að úrslitum loknum, telur í stigagjöf. 

Komi knapi tveimur hestum eða fleiri í úrslit þá telja stig fyrir þann hest sem riðið er í úrslitum.
Gestagreinar á stórmótum, t.d. íþróttakeppni á Landsmóti og gæðingakeppni á Íslandsmóti telja ekki til stiga fyrir Landsmót/Íslandsmót, heldur falla undir íþróttakeppni Landsmóts og opin gæðingakeppni.

Áminning: Uppskeruhátíð æskulýðs Harðar

Uppskeruhátíð æskulýðs Harðar verður haldin sunnudaginn 10. nóvember kl. 17

Það verða veitt verðlaun fyrir besta keppnisárangur ársins í barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Einnig verða veitt hvatningarverðlaun fyrir fulltrúa Harðar á landsmóti 2024 í barnaflokki.

Eftir viðurkenningarathöfnina ætlum við að eiga skemmtilegt kvöld saman þar sem allir eiga að koma með skemmtilegt spil með sér og við spilum saman, pöntum pizzu og fáum okkur eitthvað gott með því.

Við hvetjum alla sem eru nýir að koma og gleðjast með okkur. Hvetjum einnig ykkur sem hafið mætt áður til að bjóða vinum sem eru í hestunum í Herði að koma og kynnast okkur fyrir veturinn. Þetta verður skemmtilegt kvöld !

Kveðja æskulýðsnefndin

uppskera.jpg

 

Ársskýrsla Æskulýðsnefndar Harðar 2023-2024

Formaður æskulýðsnefndar Harðar 2022-2023 er Hrafnhildur Jóhannesdóttir en með henni í nefndinni eru þau Brynjar Már Valdimarsson og Margrét Eðvarðsdóttir.

Nefndin hefur starfað í góðu samstarfi við Sonju Noack starfsmann hestamannafégsins Harðar en hún heldur utan um allt námskeiðshald meðal annarra starfa fyrir félagið.

Kynningar viðburða fóru fram í gegnum heimasíðu félagsins og á facebook síðu æskulýðsnefndar.

æsku1.jpg

æsku2.jpg

æsku3.jpg

æsku4.jpg

æsku5.jpg

æsku6.jpg

 

æsku7.jpg

æsku8.jpg

æsku9.jpg

æsku10.jpg

æsku11.jpg

 

Ársskýrsla Kvennanefndar Harðar 2024

Kvennanefnd Harðar sér um að skipuleggja viðburði, reiðtúra og stærri kvennareiðar fyrir Harðar-Konur. Markmið kvennanefndar Harðar er að fá sem flestar konur til að taka þátt í viðburðum og fara saman í reiðtúra, kynnast og auðga félagsandann. Þáttaka fór rólega af stað í mars og má þar sennilega kenna leiðinlegu veðri um. En sífellt bættist í hópinn, þegar leið fram á vorið vorum við orðnar 42 konur saman í reiðtúr. Kvennanefnd Harðar auglýsir alla sýna viðburði á fésbókinni á síðu sem heitir Harðar-Konur.

20.mars Fóru þær allra hörðustu í reiðtúr í brjáluðu veðri og þáðu súpu í Flugubakka 2 á eftir. Fámennt var vegna veðurs og var upphaflega stefnt á að fara Blikanesið. Reiðtúrinn var styttur vegna veðurs enda tók smá tíma að fá hita í kroppinn eftir þá ferð, en ekkert sem heit og góð súpa gat ekki lagað.

10.apríl Góður hópur c.a 20 konur riðu í heimsókn til Nonna í Varmadal. Nonni tók á móti okkur og fengum við aðstöðu í skemmunni til að fá okkur smá hressingu.Tekinn var smá monnt hringur á góðu tölti á vellinum hjá Nonna.

24. apríl var riðið til Nínu á Hraðastöðum. Þar voru grillaðar pylsur. Mæting með besta móti 38 konur miklu fleiri en skráðu sig og fengu einhverjar ekki pylsur en það var bara bætt upp með öðrum veigum.

22.maí Riðið í Laxnes í Pizzu og fljótandi veigar. Þar tók Haukur á móti okkur og myndaðist mikil og góð stemning  enda 42 konur þar á ferð.

1.júní Stóra Kvennareiðin. Byrjað var í fordrykk á Snæstöðum hjá Ragnhildi. Síðan var riðið í Dalland. Þar tók Axel á móti okkur. Búllubíllinn mætti á svæðið og blandaðir voru Basil Gimlet kokteilar “A la Danni”og  danskennari kenndi okkur línudansa í reiðhöllinni á eftir.

Við þökkum gestgjöfum okkar kærlega fyrir að taka á móti okkur. Við erum mjög þakklátar  fyrir hvað allir voru jákvæðir og tilbúnir að taka á móti svona stórum hópum.

Ragnhildur gjaldkeri fær sérstakar þakkir fyrir alla hjálpina og utanumhald á skráningar greiðslum fyrir viðburði. Rukkað var hæfilegt gjald fyrir hvern viðburð til að standa straum af kostnaði á veitingum.

Kvennanefnd Harðar mun funda fljótlega og setja saman dagskrá fyrir vor 2025 sem verður kynnt eftir áramót.

Áfram Hörður!

Kvennanefnd Harðar 2024

Elín Hrönn Jónasdóttir            Kristjana Þórarinsdóttir

Guðný Guðlaugsdóttir             Olga Rannveig Bjarnadóttir

Guðrún Hildur Pétursdóttir      Sædís Jónasdóttir

Harpa Groiss                          Margrét Ólafía Ásgeirsdóttir

Screenshot_2024-11-06_124351.jpg

 

 

Ársskýrsla Umhverfis og mannvirkjanefnd 2024

Umhverfis og mannvirkjanefnd

Í nefndinni sátu:
Jón Geir Sigurbjörnsson
Sigurður H. Örnólfsson
Benedikts Ólafsson
Leó Hauksson

Á haustmánuðum 2023 var ráðist í að hefja viðhald á vallarsvæði félagsins. Ákveðið var að hreinsa kanta brauta, bera í brautir og fjarlægja plaströr og snúra upp báða velli félagsins.
Byrjað var á því að ráða verktaka til að hreinsa kanta á völlum félagsins til tryggja að vatn safnist ekki á brautirnar. Verkefnið var ívið viðfangs meira en reiknað var með, en kláraðist í lok október.
Efni sem féll til var notað til að stækka mön í kringum rúllustæði við minni völl félagsins. Þá var borið nýtt efni í aðalvöll félagsins og leitast við að koma því á völlinn fyrir veturinn, þannig að það hafði tíma til að setjast.
Efnið var valið með það í huga að vel hafði reynst að leggja álíka efni á minni völl félagsins fyrr nokkrum árum og álíka efni mátti sjá á öðrum keppnisvöllum sem skoðaðir voru.
Þegar frost fór að hverfa úr jörðu og völlurinn var prófaður, kom í ljós að efnið sem bætt var ofan á vikurinn bast ekki við vikur og völlurinn var of gljúpur.
Hluti nýja efnisins var fjarlægður og vikri bætt á vellina. Þannig náðist að koma öllum brautir í frábært form og reyndust vellirnir vel á öllum mótum vorsins og Íslandsmóti barna og unglinga sem haldið var í júlí.
Samfara framkvæmda fyrir Íslandsmót, var ljósleiðartengingu komið inn í reiðhöll og búnaður keyptur til að koma þráðlausu neti yfir í þulaskúr til að þjónusta dómaratölvur á mótum.

 

Ársskýrsla Félagshesthús 2023/24

Félagshesthús Harðar var starfrækt í fjórða sinn yfir veturinn 2023/24.
8 börn og unglingar á aldrinum 12 Ɵl 16 ára tóku þátt í þetta sinn. Tveir þátttakendur hættu yfir veturinn út af persónulegum aðstæðum.

Hestamannafélagið leigði 8 stíur í Blíðubakkahúsinu frá 01.10.23. Krakkarnir tóku þátt með sína eigin hesta eða hestum sem þau fengu að láni.
Nathalie Moser var umsjónarmaður félagshesthúss og sá um skipulagið í samstarfi við Sonju Noack. Nathalie aðstoðaði krakkana til dæmis við að fara í reiðtúra, undirbúning fyrir knapamerkjaprófin í vor, almenna reiðkennslu, o.s.frv. Hún var líka alltaf til taks ef það komu upp einhverjar spurningar í kringum hestaumhirðu.
Á tveggja vikna fresti var svo farið saman í reiðtúr eða haldinn viðburður í samstarfi við æskulýðsnefnd sem var ókeypis fyrir krakkana í félagshesthúsinu, eins og ratleikur, hestanuddnámskeið, hestateygjunámskeið, knapafimi eða hindrunarstökksnámskeið. Félagshesthúsatímabilinu lauk svo 15. júní. Þátttakendur voru hvatttir til að skrá sig í námskeið á vegum hestamannafélagsins, þá sérstaklega knapamerkisnámskeið og það voru flestir sem nýttu sér það.

Við viljum þakka æskulýðsnefnd og Helga í Blíðubakkahúsinu fyrir gott samstarf síðasta vetur.

 

Árskýrsla kynbótanefndar Harðar 2024

Í kynbótanefnd síðasta árs voru: Eysteinn Leifsson, Einar Frans Ragnarsson og Jón Geir Sigurbjörnsson.

Nefndin stóð ekki fyrir neinum atburði síðasta vetur, en sá að vanda um að halda utan um útreikningana á kynbótarhrossi ársins 2023. Þar er leitað eftir hæst dæmda hrossi úr kynbótadómi þess árs og er ræktað af Harðarfélaga.

Nefndin auglýsti eftir tilnefningum og alls skiluðu sér 5 tilnefningar frá félagsmönnum.

Tilnefningar sem bárust voru:

  • Gráða frá Dallandi, ræktendur Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir
  • Hátíð frá Hrímnisholti, ræktendur Rúnar Þór Guðbrandsson og Hulda Sóllilja Aradóttir
  • Kátína frá Dallandi, ræktendur Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir
  • Ósmann frá Dallandi, ræktendur Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir
  • Kristall frá Jarðbrú, ræktandi Þröstur Karlsson
  • Konfúsíus frá Dallandi, ræktendur Gunnar Dungal og Þórdís Sigurðardóttir
  • Guttormur frá Dallandi, ræktendur Hestamiðstöðin Dalur

Hæsta kynbótahrossið að þessu sinni var Guttormur frá Dallandi, en hann hlaut 8,44 fyrir byggingu og 8,70 fyrir hæfileika, og í aðaleinkunn 8,61.

Fyrir hönd kynbótanendar

Jón Geir Sigurbjörnsson

guttormur.jpg