Opnað hefur verið fyrir umsóknir í félagshesthús Harðar fyrir tímabilið 2024-2025.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í félagshesthús Harðar fyrir tímabilið 2024-2025.

Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir krakka sem eru á 12. til 16. ári á starfsárinu 2024 og eru með eigin hest (eða hest sem þau eru með í láni), til að komast inn í hestamennskuna og kynnast félagsstarfinu.

Í boði eru 10 pláss á þessu ári.

Félagshesthúsatímabilið er frá nóvember til loka maí og þátttakendur skuldbinda sig til þess að taka þátt allt tímabilið. Mánuðurinn kostar 28.000 kr.  Hægt er að nota frístundaávísun sem hluta greiðslu.

Meðlimir í félagshesthúsi fá hesthúsapláss (með spæni og heyi) í Blíðubakkahúsi og hjálp frá leiðbeinanda 1-2 í viku. Ef þörf er á meiri hjálp er hægt að semja um það við leiðbeinanda/umsjónarmann félagshesthúss. Leiðbeinandinn er til aðstoðar ef einhver vandamál koma upp, fer með krökkunum í reiðtúr ef þess þarf, sérstaklega í byrjun, svarar spurningum varðandi umhirðu hesta og er í raun og veru til staðar fyrir allt sem getur komið uppá.  Á tveggja vikna fresti verðum við með fræðsluerindi eða verklegan viðburð fyrir félagshesthúsafólkið (sírkustrix, hestanudd, hringteymingar, skipta faxi, skyndihjálp og svo framvegis, allt eftir óskum þátttakenda), farið í reiðtúr eða eitthvað annað skemmtilegt gert saman.

Skilyrði fyrir þátttöku í félagshesthúsi Harðar:

  • Hesturinn sem verið er með þarf að vera amk 6 vetra og fulltaminn.
  • Krakkarnir þurfa vera skráðir í Hestamannafélagið Hörð eða skrá sig þegarstarfið hefst.
  • Hestarnir eru teknir á hús í byrjun nóvember og þeir eiga allir að vera komnir á hús fyrsta helgina við október . Stuttu eftir að hestarnir koma á hús verður framkvæmd heilbrigðisskoðun af yfirreiðkennara og leiðbeinanda félagshúss sem hestarnir þurfa að standast. Ef það eru einhvervafaatriði verður dýralæknir kallaður til.
  • Hver og einn ber fulla ábyrgð á sínum hesti varðandi umhirðu, járningar osfrv. Hestarnir þurfa að vera orma- og lúsahreinsaðir,tannraspaðir (munnholsskoðun framkvæmd af dýralækni) og skaufahreinsaðir þegar þeir koma á hús.
  • Í upphafi tímabils verður skrifað undir samning milli barns/unglings/forráðamanns og Harðar varðandi umgegni, framkomu og viðveru í félagshúsinu.
  • Auk þess skulu þeir sem eru í félagshesthúsinu að nýta sér knapamerkjanámskeiðin sem eru í boði hestamannafélagsins. Ef einhver er búinn með öll knapamerkin þá er hægt að fara á annað námskeið á vegum hestamannafélagsins í staðinn eins og almenn reiðnámskeið barna, keppnisnámskeið o.s.frv.
  • Athugið: Knapamerki 1 bóklegt byrjar strax í lok september fyrir þau sem hafa ekki lokið knapamerki 1.

Hér er hlekkur til að sækja um pláss, fyrstir koma fyrstir fá:

https://forms.gle/7myp3BxL7EjZMZSC9

Umsóknarfrestur er til  15.09.2024.

Öllum umskóknum verður svarað í síðasta lagi 22.09.2024

Ef einhverjar spurningar vakna má senda tölvupóst á

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

280944276_7441046579269819_7337098382019220009_n.jpg

 

 

Umsjónaraðili í félagshesthúsi óskast.

Hestamannafélagið Hörður óskar eftir metnaðarfullum einstaklingi til að taka við umsjón á félagshesthúsi Harðar. Starfið er kjörið fyrir þá sem eru með mikla reynslu í hestum og hafa áhuga á að miðla þeirri þekkingu áfram til unga fólks, hafa þekkingu á námskeiðahaldi og færni í samskiptum. Um er að ræða hlutastarf greitt í tímavinnu og vinnutími er eftir samkomulagi.  Reiknað er með fastri viðveru 2 tíma á viku.  Ekki er um reiðkennslu að ræða.

Aldurstakmark er 20 ára.

 

Tímabilið er frá miðjum september til maí loka.

Helstu verkefni og ábyrgð:

- Umsjónaraðili sér um samskipti við þátttakendur félagshesthússins og aðstandendur þeirra

- Skipulag ýmissa viðburða í samstarfi við æskulýðsnefnd eins og hindrunarstökksnámskeið, ratleik, þrifadag og fleira.

- Hjálpa þáttakendum í félagshesthúsinu við allt tilfallandi í hesthúsinu. Allt frá að aðstoða við að fara í reiðtúr til að leiðbeina við skítmokstur, spónamagn og aðra umhirðu, meðferð reiðtygja og svo framvegis..

Áhugasamir hafi samband við Sonju í síma 8659651 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sem allra fyrst.

 

Íslandsmót barna og unglinga og Íslandsmót ungmenna og fullorðna

Íslandsmót barna og unglinga var haldið dagana 17.-21.júlí sl. á Varmárbökkum í Mosfellsbæ hjá okkur. Frábært mót sem tókst vel og var skemmtileg upplifun fyrir ungu knapana okkar að taka þátt í.  Keppendur Harðar voru til mikils sóma og gaman að sjá hesta ræktaða af Harðarfélögum í brautinni líka.

Í barnaflokki fjórgangi V2 komust Sigríður Fjóla Aradóttir og Þögn frá Skrauthólum í B-úrslit. Kláruðu þær B-úrslit í 7.sæti með 6,23.

Fjóla náði líka fínum árangri í gæðingatölti, keppti hún þar á Hrímni frá Hvítárholti og Ekkó frá Hvítárholti. Með Hrímni endaði Fjóla í 10. sæti með 8,34 og með Ekkó í 3.sæti með 8,75. Vigdís Björg Sveinbjörnsdóttir og Sigurrós frá Þjóðólfshaga 1 náðu líka góðum árangri og nældu sér í sæti beint í  A-úrslitum og enduðu sina keppni í 8.sæti með 8,40.

Í barnaflokki gæðinga var það aftur Fjóla sem reið sig inni úrslit á honum Háska frá Hvítárholti og endaði með honum í 7. sæti með 8,47. Sunna María Játvarðsdóttir og Vafi frá Hólaborg náðu 8,32 og 17.sæti og Vígdís Björk Sveinbjörnsdóttir og Sigurrós frá Þjóðólfshaga 1 fengu í einkunn 8,30. Bryanna Heaven Brynjarsdóttir og Kraftur frá Laufbrekku voru einnig skráð til leiks en stundum ganga hlutirnir  ekki alveg upp og sjáum við þetta par pottþétt aftur í brautinni seinna, allt fer í reynslubankann.

Í unglingaflokki áttum við 1 fulltrúa í T4, hana Ísabellu Helgu Játvarðsdóttir, sem reið þar í 5,67.

Í fjórgangi V1 tóku þátt þær Þórdís Arnþórsdóttir á Hrönn frá Þjóðólfshaga 1 og Erlín Hrefna Arnarsdóttir á Ástríki frá Traðarlandi, stóðu sig með sóma í feikna sterkum flokki þar sem yfir 60 knapar öttu kappi.  Mikil og góð reynsla að ríða svona einstaklings prógram.

Ísabella Helga Játvarðsdóttir tók einnig þátt í fimmgangi F2 með Lávarð frá Ekru,þau fengu í einkunn 5,73 sem er 14.sæti. Sigríður Fjóla Aradóttir tók líka þátt með Kolfreyju frá Hvítárholti, eins og Þórdís Arnþórsdóttir með Gránu frá Runnum.

Í gæðingaskeiði unglinga tóku þau Ísabella og Lávarður einnig þátt og í 100m skeið kepptu Erlín Hrefna Arnarsdóttir og Skíma frá Ási 2 og Tara Lovísa Karlsdóttir og Depill frá Síðu.

Í gæðingakeppni unglinga urðu Tara Lovísa Karlsdóttir og Smyrill í 12.sæti með 8,38

Í gæðngatölti unglingaflokki hlutu Tara Lovísa og Smyrill 8,35 og Ísabella Helga Játvarðsdóttir og Trausti frá Glæsibæ 8,34.

Þá var Íslandsmót ungmenna og fullorðinna haldið hjá Fáki í Viðidalnum dagana 25.-28. Júlí

Í ungmennaflokki kepptu í slaktaumatölti T2 Benedikt Ólafsson i á Bikar frá Ólafshaga og Eydís Ósk Sævarsdóttir á Blakk frá Traðarholti og voru þau bæði í 6. sæti eftir forkeppni með 7,30 og sæti í B úrslitum. Benedikt keppti ekki í úrslitum en Eydís Ósk og Blakkur frá Traðarholti riðu B úrslitin og enduðu þar í 7.sæti með 7,04.  Eydís keppti líka á Slæðu frá Traðarholti og endaði í 18.sæti á henni með 6,70.

Í tölti T1 kepptu Eydís Ósk á Heiðu frá Skúmsstöðum og fengu þær 6,63 í einkunn, Benedikt Ólafsson á Tóbíasi frá Svarfholti fengu 6,57 og Hildur Ösp Vignisdóttir á Rökkva frá Ólafshaga fengu 6,50. Feikna sterk keppni og komust þau ekki í úrslit.

Í fjórgangi V1 keppti Hildur Ösp Vignisdóttir á Rökkva frá Ólafshaga, þau riðu beint inni A-Úrslit með 6,80 og enduðu í 6. sæti með 6,83.  Eydís Ósk Sævarsdóttir keppti á Hrímni frá Hvammi og enduðu þau í 19. sæti með 6.33.

Í kappreiðunum áttum við fulltrúa en þar varð Guðrún Lilja Rúnarsdóttir á Kára frá Morastöðum í 3. sæti í 150 m skeiði með 15,12sek.

Mikið var af góðum tímum í 100m skeiði, en þau Benedikt Ólafsson og Vonardís frá Ólafshaga nældu sér í 4. sæti með tímann 7,62sek. Guðrún Lilja varð í 8. sæti með Kára frá Morastöðum með tímann 8,15sek.

F1 og PP1 - Í fimmgangi F1 keppti Benedikt Ólafsson á Tobíasi frá Svarfholti og fóru þeir með 6,67 beint inni A-úrslit, enduðu þar í 6.sæti með 6,45. Þeir kepptu líka í Gæðingaskeiði PP1  og enduðu þar í 7.sæti með 6,88.  Eydís Ósk Sævarsdóttir keppti í fimmgangi á Blakk frá Traðarholti og varð í 18. sæti með 5,67.  Þá varð Guðrún Lilja Rúnarsdóttir.

Við áttum einn fulltrúa í fimmgangi í fullorðinsflokki og þar enduðu þau Fredrica Fagerlund og Salómon frá Efra-Núpi í 14.sæti með 7,07.

Allar einkunnir og niðurstöður frá þessum mótum er hægt að nálgast í Horseday appinu.

450516796_1834428790385849_6441432872366088567_n.jpg

 

 

Framkvæmdir í hverfinu í dag

ATH ATH

Mjög stuttur fyrirvari! Þetta er í dag!

Þann 04.07.2024 frá kl. 13:00 til kl. 16:00

verður unnið við yfirlagnir á Harðarbraut frá Varmárbakka niður fyrir

Blíðubakka (báðar akreinar). Hjáleið er gegnum hesthúsahverfið.

Athugið að þessi áætlun er veðurháð og getur því tekið breytingum.

Beðist er velvirðingar á þeim truflunum sem þessar framkvæmdir geta

valdið. Vegfarendur eru beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum

tillitssemi.

Ist möglicherweise ein Bild von Karte, Grundriss und Text

 

Daginn í dag og dagskrá miðvikudags 3.júli

Annar dagur Landsmóts var ekki síður áhugaverður en sá fyrsti.
Sérstök forkeppni í unglingaflokki var fyrri part dags og svo tók við sérstök forkeppni í A flokki.
Okkar fulltrúar stóðu sig að vanda með prýði en keppnin er hörð og enginn náði einkunn áfram inn í milliriðil.
Margar glæsilegar sýningar sem við getum öll verið stolt af.

Á morgun miðvikudag heldur veislan áfram og er dagskrá sem hér segir með tilgreindri röð Harðarfélaga í keppni;

Aðalvöllur

09:00 Tölt T2 forkeppni

13. Benedikt Ólafsson og Bikar frá Ólafshaga

10:45 Hlé

11:00 Barnaflokkur milliriðill
22. Sigríður Fjóla Aradóttir og Ekkó frá Hvítárholti

13:20 Matarhlé

14:10 B-flokkur ungmenna milliriðill
14. Aníta Eik Kjartansdóttir og Rökkurró frá Reykjavík

15:25 Hlé

15:40 B-flokkur ungmenna milliriðill
24. Guðrún Lilja Rúnarsdóttir og Kolgríma frá Morastöðum

16:55 Hlé 17:15 Fimmgangur F1 forkeppni

19:25 Matarhlé

20:25 Dagskrárlok á aðalvelli

449082345_7774114509342214_2151014720753767493_n.jpg

 

 

Til kerrueiganda á félagsvæði Harðar

Kæru félagsmenn, dagana 17-21.júlí höldum við Íslandsmót barna og unglinga á félagsvæðinu hjá okkur. Búast má við töluverðri kerru umferð á meðan mótinu stendur.

Okkur langar að biðla til þeirra félagsmann sem eiga kerrur á kerrustæðum félagsins að færa þær af svæðinu á meðan mótinu stendur, til auðvelda keppendum aðgengi.

Kveðja

Framkvæmdarnefnd Íslandsmót

aja.jpg

 

 

Harðarfélagar á þriðjudegi á Landsmótinu

Kæru félagar

Fyrsti dagur á Landsmóti var viðburðaríkur og strax komin spenna fyrir næsta dag!
Í barnaflokki í dag heppnuðust allar sýningar og stóðu krakkarnir sig vel, voru félaginu til sóma!
Hver og eitt barn má vera svo stolt af sér að hafa tekið þátt á svona stórmóti!
Hún Sigríður Fjóla og Ekkó eru búnar að vinna sig áfram í milliriðil í barnaflokki með einkunnina 8,62.
Glæsileg sýning hjá þeim og verður spennandi að sjá þær aftur á miðvikudags morgun þegar milliriðlar í barnaflokki fara fram.

Í B-flokki fullorðinna voru líka flottar sýningar og stóðu knapar og hestar sig vel þó enginn okkar keppenda kæmist upp í milliriðil í mjög sterkri keppni.

Ungmennaflokkur keppti á aðalvellinum í lok dags og urðu þær Guðrún Lilja og Kolgríma efstar Harðarfélaga með 8,52 og eru þar með komnar áfram í milliriðil.
Einnig komst Aníta Eik með Rökkurró áfram í milliriðil, þær enduðu forkeppninu með 8,44.

Benedikt Ólafsson lauk svo keppni dagsins fyrir hönd Harðarfélaga með þátttöku í gæðingaskeiði á Tóbíasi, enduðu þeir í 15. sæti með einkunnina 7,08.

Allir okkar keppendur stóður sig vel og óskum við þeim til hamingju með árangurinn!

Mikil spenna fyrir öðrum degi Landsmóts:

 

 

Aðalvöllur

09:00 Unglingaflokkur forkeppni holl 1-18

1.holl Amelía Carmen Agnarsdóttir og Grímhildur frá Tumabrekku
12.holl Erlín Hrefna Arnarsdóttir og Ástríkur frá Traðarlandi
18.holl Þórdís Arnþórsdóttir og Hrönn frá Þjóðólfshaga 1

11:00 Hlé
11:15 Unglingaflokkur forkeppni holl 19-36

28.holl Tara Lovísa Karlsdóttir og Smyrill frá Vorsavæ II
32.holl Ísabella Helga Játvarðsdóttir og Gutti frá Skáney


13:15 Matarhlé
14:15 A-flokkur forkeppni holl 1-13

3.holl Tobías frá Svarfholti og Benedikt Ólafsson
7.holl Laufi frá Horni 1 og Súsanna Sand Ólafsdóttir
11. Salómon frá Efra-Núpi og Fredrica Fagerlund


16:05 Hlé
16:20 A-flokkur forkeppni holl 14-25
18:00 Matarhlé
19:00 A-flokkur forkeppni holl 26-38

27.holl Lazarus frá Ásmundarstöðum og Ingunn Birna Ingólfsdóttir
33.holl Glúmur frá Dallandi og Elín Magnea Björnsdóttir
38.holl Blakkur frá Traðarholti og Rakel Sigurhansdóttir


20:50 Fjórgangur V1 forkeppni
22:20 Dagskrárlok á aðalvelli

 

e9d46738-4320-4225-b03e-fa19c5f9ad33.jpg

 

Hesthúspláss fyrir keppendur Íslandmót barna og unglinga

Aðgengi að hesthúsplásum fyrir keppendur á Íslandmóti barna og unglinga dagana 17-21. júlí.

Eins og allir félagsmenn Harðar vita þá styttist í Íslandsmót barna og unglinga sem fer fram á félagsvæði okkar dagana 17.-21. júlí.

Við ætlum að taka vel á móti keppendum og leggja okkur fram við að útvega þeim pláss fyrir sín keppnishross.

Okkur langar að biðla til þeirra sem sjá sér fært að leigja aðstöðu í hesthúsunum sínum að skrá sig á google sheetið hérna í viðhenginu eða hafa beint samband við Jón Geir í síma 825-8439.

Þegar umsóknir berast frá keppendum um hesthúspláss veður þeim komið í samband við hesthúshúsaeigendur og hafa þeir þá bein samskipti sín á milli vaðrandi leigugjald og afhendingu.

 Viðmiðunarverð er 1.500 krónur fyrir sólarhringinn, án heys og spæni.

 https://docs.google.com/spreadsheets/d/14xeNb4WmDhFO_uKExxGfsLMFVGKUr9NhFWbFfJNv4ZQ/edit?usp=sharing

 

Kveðja

Framkvæmdarnefnd

 

Landsmót 2024 - Mánudagur 1.7.2024

Kæru félagar

Nú er að fara að hefjast veisla á mánudaginn, Landsmót hestamanna 2024!

Við erum mjög spennt og hlökkum til að sjá keppendur okkar spreyta sig í næstu viku!

Áfram Hörður!

Við tókum saman keppendur okkar 1.7.2024. Með fyrirvara um mistök og innsláttarvillur - endilega sendið ábendingu á mig. Ekki hefur verið farið yfir kynbotahesta félagsmanna en má endilega senda mér upplýsingar (Nafn hest, knapa og klukkan hvað og í hvaða flokk hesturinn er sýndur og bæti ég inní planið).



Aðalvöllur

08:30 Barnaflokkur forkeppni holl 1-15

9. Vigdís Björk Sveinbjörnsdóttir og Sigurrós frá Þjóðólfshaga 1
14. Ása María Hansen og Kraflar frá Grenjum

10:15 Hlé

10:30 Barnaflokkur forkeppni holl 16-31

16. Sigríður Fjóla Aradóttir og Ekkó frá Hvítárholti
24. Sunna María Játvarðsdóttir – Hörður frá Syðra-Skörðugili
30. Bryanna Heaven Brynjarsdóttir og Kraftur frá Laufbrekku


12:30 Matarhlé


13:30 B-flokkur forkeppni holl 1-19

12. Ævar frá Galtastöðum - Janneke M. Maria L. Beelenkamp
14. Kofúsíus frá Dallandi og Axel Ásbergsson

15:35 Hlé

15:55 B-flokkur forkeppni holl 20-38

21. Gissur frá Héraðsdal og Adolf Snæbjörnsson
22. Bergstað frá Þingbrekku og Súsanna Sand Ólafsdóttir 
22. Feykri frá Mosfellsbæ og Alicia Flanigan
26. Sjarmur frá Fagralundi og Fredrica Fagerlund
32. Dís frá Bjarkarey og Adolf Snæbjörnsson

18:00 Matarhlé

18:40 B-flokkur ungmenna forkeppni holl 1-15

5. Helga Stefánsdóttir og Kolbeinn frá Hæli
Hanna Björg Einarsdóttir og Dofri frá Kirkjubæ
10. Aníta Eik Kjartansdóttir og Rökurró frá Reykjavík

20:20 Hlé

20:30 B-flokkur ungmenna forkeppni holl 16-30

18. Natalía Rán Leonsdóttir og Víðir frá Norður-Nýjabæ
21. Eydís Ósk Sævarsdóttir og Heiða frá Skúmsstöðum
26. Guðrún Lilja Rúnarsdóttir og Kolgríma frá Morastöðum
27. Viktoría Von Ragnarsdóttir og Lokkadís frá Mosfellsbær

22:10 Dagskrárlok á aðalvelli

Kynbotavöllur

21:25 Gæðingaskeið PP1

14. Benedikt Ólafsson og Tobías frá Svarfholti