Harðarhúfur – Derhúfur – Buff - komnar í sölu.

 

Loksins eru vinsælu húfurnar með Harðarmerkinu komnar aftur í sölu. Þær seldust upp í fyrra en verða nú í sölu í Harðarbóli á Vetrarmótinu, laugardaginn, 18.mars og einnig í næstu viku:

Þriðjudaginn, 21.mars – frá 17-18 í reiðhöllinni

Fimmtudaginn, 23.mars frá 17-18 í reiðhöllinni.

Húfur verð: 2000.- stk

Buff (hálsklútur): 1000.- stk

Sett með prjónahúfu, derhúfu og buffi: 4000.-kr.

334931979_1208731089782127_8987142921833888185_n.jpg

335428914_479489227602988_7399297506866122842_n.jpg

335593971_907884680464084_8134157142324500069_n.jpg

 

 

 

 

Beitarhólf sumarið 2023

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um beitarhólf fyrir sumarið.

Athugið að vegna verulegrar hækkunar á áburðarverði bæði í fyrra og núna hefur verið ákveðið að hækka beitargjald um 1500 á hest.

Eins og undanfarin ár geta skuldlausir félagar sótt um beit á heimasíðu félagsins undir hnappnum „Sækja um beit.“


Allir sem vilja fá beitarhólf þurfa að sækja um, líka þeir sem voru með beit í fyrra eða undafarin ár.
Kynnið ykkur vandlega úthlutunarreglurnar á heimasíðunni áður en þið fyllið út umsókn:
https://hordur.is/index.php/felagid/beitarholf


Umsóknir verða að berast fyrir 16. apríl n. k. og er stefnt að því að úthlutun sé lokið fyrir miðjan mai.


Eindagi á greiðslu fyrir beitina verður 1.júní. Sé ekki greitt fyrir þann tíma verður hólfinu úthlutað öðrum.  


Umsóknarform má að finna hér:
https://hordur.is/index.php/saekja-um-beit

Árshátíðarnefnd

Kæru félagsmenn, við í fráfarandi árshátíðarnefnd viljum þakka félagsmönnum fyrir frábæra árshátíð. Okkur langar að við halda áralangri hefð að skipa fólk í nýja nefnd. Og hér með tilkynnist nýja Árshátíðarnefnd Harðar 2024

Gunnar Valson
Hákon Hákonarson
Hinrik Gylfason
Halldór Marías Ásgeirsson
Viktor Viktorson

Kveðja Rakel og Ragnheiður

Gæðingalist Meistaradeildar æskunnar

Keppni í gæðingalist Meistaradeildar æskunnar verður haldin í Herði sunnudaginn 26.3. Mjög spennandi að fá þetta flotta mót hingað í höllina okkar.
Hvert lið fær 1 klukkutíma aðgang í alla höllina (höllin lokuð á meðan) til æfinga fyrir mótið.
Nú erum við byrjuð að bóka inn þessa tíma (10 klukkutímar alls) og því biðjum við alla að skoða vel dagatal reiðhallirnar á hordur.is Fjólublái liturinn stendur fyrir að höllinn sé alveg lokuð.
Takk fyrir skilninginn og eigið góðan dag!
 
 

Ingimar Sveinsson Harðarfélagi varð 95 ára

Ingimar Sveinsson Harðarfélagi varð 95 ára þann 27.febrúar síðastliðinn.

Af því tilefni færði hestamannafélagið Hörður honum smá glaðining, þakklætisvott fyrir hans ómetanlega framlag til hestamennsku á Íslandi.

Myndina málaði Sigríður Ævarsdóttir og hafði til hliðsjónar hugmynd Ingimars um frelsi hestsins,
hann var upphafsmaður að tamningaaðferð sem hann kallaði af frjálsum vilja

Jón Geir Sigurbjörnsson varaformaður Harðar og Hákon Hákonarson Harðarfélagi afhentu Ingimar myndina fyrir hönd félagsins.

334888817_151337117471781_7886903911659660331_n.jpg

334915538_525741733007874_4540534181851731664_n.jpg

334884034_229305426121781_7822838920060236151_n.jpg

334873207_3286311798298676_9026410622180971737_n.jpg

 

 

 

Pollanámskeið!

Skemmtilegt námskeið fyrir hressa polla með áherslu á jafnvægi, undirstöðuatriði í reiðmennsku og fjölbreytar þrautir.
Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.
 
Knari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Dagsetningar Þriðjudagar
BYRJAR 28.2.
Staðsetningu: Stóra Reiðhöllin!
kl 1600-1630 teymdir
kl 1630-1700 ekki teymdir
Kennt einu sinni í viku í hálftíma í 6 skipti (ekki kennt 4.4.)
 
Skráning:
 

Fyrirlestur og sýnikennslu með Þorvaldi Kristjánssyni kynbótadómari

Kynbótanefnd auglýsir fyrirlestur og sýnikennslu með Þorvaldi Kristjánssyni kynbótadómara.
Laugardag 11 mars.
Byrjar kl 10 í Harðarbóli með fyrirlestri.
Hádegismatur kl 12-13 (boðið uppá súpu, brauð og kaffi). Sýnikennsla í reiðhöll kl 13 - ca 15 þar sem farið verður yfir nokkur hross og þau mæld og metin út frá þeim eiginleikum sem metnir eru við sköpulagsdóma kynbótahrossa.
Gjaldinu stillt í hóf (námskeið og hádegismatur): 3.000 fyrir skuldlausa félagsmenn Harðar og 5.000 fyrir aðra (hægt að gerast félagi á staðnum).
Gott að félagsmenn skrái sig í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. svo við vitum ca fjölda.
 
ny.jpg
 

Þjálfun reiðhestsins - Fullorðinsnámskeið

Þjálfun reiðhestsins - Fullorðinsnámskeið
Frábært námskeið fyrir fólk sem vill læra að byggja upp endingargóðan og skemmtilegan reiðhest með áherslu á líkamsbeitingu hests og knapa
Kennt verður í 6 skipti á þriðjudögum kl 19:00
Dagsetningar 2023:
28. febrúar
07. mars
14. mars
21. mars
28. mars
11. apríl
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir, reiðkennari frá Hólum
Verð: 20000 kr
Skráning opnar í kvöld, fimmtudag, kl 21:00
 
332139679_1882578372093552_7802639587337019269_n.jpg
 

Almennt reiðnámskeið minna vanir / meira vanir, 6 skipti 

Almennt reiðnámskeið minna vanir / meira vanir, 6 skipti 

Almennt reiðnámskeið fyrir krakka - minna vanir
Námskeið fyrir minna vana krakka sem vilja öðlast meiri færni í grunnreiðmennsku og byggja sjálfstraust og öryggi á baki

Almennt reiðnámskeið fyrir krakka - meira vanir
Námskeið fyrir meira reyndari krakka sem vilja öðlast góðan grunn í reiðmennsku með áherslu á jafnvægi og stjórnun

 

ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ. 

Ef það er lítið skráning verður bara 1 hópur. Eða 2 hópar og styttur tími. 

Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir

Kennt einu sinni í viku á þriðjudögum, kl 17-18(minna vanir) og 18-19(meira vanir), 6 skipti.

Dagsetningar 2023

28. febrúar

07. mars

14. mars

21. mars 

28.mars

11. apríl 

Verð: 13000kr

 

Skráning:
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

 

Sýnikennsla með Súsanna Sand FRESTAÐ

Miðaverð 1500kr - frítt fyrir 21ára og yngri
 
Hlökkum til að sjá sem flesta í Reiðhöllinni í Herði í Mosfellsbær 🙂
 
Súsanna Sand er reiðkennari frá Hólum og hefur endurmenntað sig undanfarin ár í spænskri reiðmennsku í Andalúsíu. Þar er lögð áhersla á líkamsbeitingu knapa og hests með áherslu á burð léttleika og þjálni, sem nýtist afar vel inn i okkar reiðmennsku.
Súsanna er einnig íþrótta og gæðingakeppnisdómari. 
263343931_882573889100714_1703233462961822814_n.jpg