Kjósarreið Harðarfélaga 2025

Ágætu félagar,

Sumarið er tími hestaferða. Okkur í ferðanefnd Harðar langar að endurvekja gamla hefð en það er að ríða til nágranna okkar í Kjósinni. Flækjustig og kostnaður verða í lágmarki en alltaf þarf eitthvað samt að skipuleggja. Gróft plan er þetta:

-Fimmtudagur 26.júní: Riðið úr hverfi upp að Skrauthólum á Kjalarnesi. Ca 13-15 km. Lagt af stað frá Nafla kl.18. Kristjana og Guðni á Skrauthólum taka á móti okkur með kræsingum og næturgistingu fyrir hross.

-Föstudagur 27.júní: Riðið frá Skrauthólum að Miðdal. Ca 13-15 km. Mæting að Skrauthólum kl. 17.00. Bændur í Miðdal munu taka á móti okkur. Hross í næturhólfi í Miðdal. Kjötsúpa í Miðdal.

-Laugardagur 28.júní: Riðið frá Miðdal að Hrosshóli í Kjós. Ca 18-20 km. Lagt af stað frá Miðdal kl. 13. Farið verður framhjá Eilífsdal að Laxárbökkum í Kjós. Bakkarnir riðnir upp með ánni að Hrosshóli. Hross í næturhólfi að Hrosshóli. Grillaðir hamborgarar á Hrosshóli.

-Sunnudagur 29.júní: Hrosshóll - Hörður. Ca. 20-22 km

Lokadagur reiðar. Hugmyndin er að fara yfir Svínaskarðið yfir í Mosfellsdalinn. Möguleiki er einnig að fara Kjósaskarðið og niður í Mosfellsdalinn, sem er um 30-32 km leið, verður það ákveðið þegar að því kemur eftir veðri, vindum og áhuga hópsins.

Við þurfum kanna hversu mörg hross verða með í för, og hversu marga munna á að metta. Greiða þarf girðingagjald 800 kr.pr. hross fyrir næturbeit á hverjum stað. Boðið verður upp á léttar veitingar á Skrauthólum fyrsta dag reiðar en svo ráðgerum við að vera með kjötsúpu á föstudagskvöldi í Miðdal á 2000 kr. pr. mann og hamborgara á laugardagskvöldi á Hrosshóli á 2000 kr. pr.mann . Hver sér um sína drykki og að nesta sig til dagsins og ferðalagsins. Við viljum biðja áhugasama um að skrá sig hér fyrir 20.júní og greiða heildarkostnað á uppgefið reikningsnúmer. Ferðin er ætluð öllum Harðarfélögum og vinum þeirra. Hægt er að koma inn í ferðina hvenær sem er og ríða þá valda áfanga. Greiðsla jafngildir skráningu

Bestu kveðjur

Guðný, Ib og Ingibjörg

Ferðanefnd Harðar

 

Kjósarreið 2025 - skráning - Google-töflureikna

Mosfellsbæjarmeistaramót

Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.

Föstudagur
16:00 T1 Meistaraflokki
16:25 T2 Meistaraflokkur
16:45 T2 ungmennaflokkur
17:05 F1 Meistaraflokki
17:45 Kaffi
18:00 V1 Meistaraflokk
18:45 V1 Ungmennaflokkur

Laugardagur
09:00 V2 1.flokkur
09:40 V2 2.flokkur
10:10 V2 unglingaflokkur
10:35 V5 2.flokkur
10:50 V5 Barnaflokkur
11:30 F2 Unglingaflokkur
12:10 Matur
13:00 F2 1.flokkur
14:15 T7 2.flokkur
14:45 T7 1.flokkur
14:55 T7 unglingaflokkur
15:05 T7 Barnaflokkur
15:35 T4 1.flokkur
15:45 T4 Unglingaflokkur
16:05 Kaffi
16:35 T3 1.flokkur
17:00 T3 2.flokkur
17:25 Úrslit V1 Meistaraflokkur
17:55 Úrslit V1 Ungmennaflokkur
18:25 Úrslit F1 Meistaraflokkur
18:55 Matur
20:00 Gæðingaskeið 1.sprettur allir flokkar 2.sprettur allir flokkar
20:25 100m skeið allir flokkar

Sunnudagur
09:00 Úrslit V2 1.flokkur
09:30 Úrslit V2 2.flokkur
10:00 Úrslit V2 Unglingaflokkur
10:30 Úrslit V5 2.flokkur
10:50 Úrslit V5 Barnaflokkur
11:10 Úrslit F2 1.flokkur
11:40 Úrslit F2 Unglingaflokkur
12:10 Pollar
12:10 Matur
13:10 Unghrossakeppni
13:40 Úrslit T7 1.flokkur
14:00 Úrslit T7 2.flokkur
14:20 Úrslit T7 Unglingaflokkur
14:40 Úrslit T7 Barnaflokkur
15:00 Úrslit T4 1.flokkur
15:20 Úrslit T4 Unglingaflokkur
15:40 Úrslit T2 Meistaraflokkur
16:05 Kaffi
16:25 Úrslit T2 Ungmennaflokkur
16:50 Úrslit T3 1.flokkur
17:10 Úrslit T3 2.flokkur
17:30 Úrslit T1 Meistaraflokkur

Akstur á reiðvegum er bannaður!

Tungubakkahringurinn er í sérlega góðu ástandi núna og þannig viljum við halda honum. Það fylgir því töluverð vinna og kostnaður að halda reiðvegum í lagi, sérstaklega þeim sem mikið eru farnir.
Að gefnu tilefni skal það áréttað að einungis er heimilt er að keyra vélknúin ökutæki um reiðvegi til að sinna hrossum í beitarhólfum á sumrin og þegar verið er að reka á morgnana yfir vetrartímann (Tungubakkahringur). Á öðrum tímum og af öðrum ástæðum er akstur vélknúinna ökutækja um reiðvegi óheimill.
Bent skal á að þegar verið er að sinna hrossum í beitarhólfum við reiðvegi skal takmarka akandi umferð eins og kostur er, við erum almennt að reyna að takmarka slíka umferð á öllum reiðvegum og getum ekki ætlast til að það gangi vel þegar við sjálf förum ekki eftir tilmælum, almennri skynsemi eða hugum að því að reyna að halda reiðvegunum okkar í lagi.

Mosfellsbæjarmeistaramót síðasti skráningadagurinn í dag

Opið Mosfellsbæjarmeistaramót Harðar verður haldið 29. Maí - 01. Júní næstkomandi.
Skráning er hafin í Sportfeng, www.sportfengur.com, og stendur til miðnættis Mánudaginn, 26. Maí.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum:

Meistaraflokkur: V1, F1, F2, T1, T2, PP1 og P2
1.flokkur: V2, F2, T3, T4, T7, PP1 og P2
2.flokkur: V2, V5, F2, T3, T4, T7 og PP1
Ungmennaflokkur: V1, V2, F1, F2, T1, T2, T3, T4 og PP1
Unglingaflokkur: V2, F2, T3, T4, T7 og PP1
Barnaflokkur: V2, V5, T3 og T7

Skráningargjöld í fullorðins- og ungmennaflokki eru 7.000 kr.
Skráningargjöld í unglinga- og barnaflokki eru 5.000 kr.

Mótshaldari áskilur sér rétt að sameina flokka eða fella niður ef dræm þáttataka er (viðmið er færri en 5 skráningar).

Einungis verður tekið við afskráningum í gegnum messenger á facebook síðu mótanefndar Harðar.

- Unghrossakeppni Harðar er ein vinsælasta greinin á hverju vori hjá Harðarfélögum en þar etja kappi 4 og 5 vetra unghross (fædd 2020 og 2021) (skráning á messenger Mótanefndar Harðar) skráningargjald er 5.000-kr
-Nafn á hrossi
-Aldur
-Knapi
-Eigandi / Ræktandi
-Litur
-Foreldrar
-Smá lýsing á hrossi (ekki nauðsynlegt) 

KB þrautin á laugardaginn

Á laugardaginn kemur þann 17. maí fer fram KB þrautin hér í Mosfellsbæ.  

 

Að hluta verður hlaupið á reiðleið frá Brúarlandi og að Köldukvísl, sem sagt frá brúnni við Brúarland (við Vesturlandsveginn) meðfram íþróttamiðstöðinni að Varmá og niður að brúnni við Leirvogstunguna – þar beygja hlauparar í átt að Ævintýragarðinum.  

 

Þeir sem ræsa hlauparana munu brýna fyrir þeim að taka tillit til hestamanna, ef einhverjir verða á leið þeirra.

Hlaupararnir verða á ferðinni á þessum hluta leiðarinnar frá ca 9:45 til 11.30 á laugardaginn.

 

Aðstandendur hlaupsins þakka tillitssemi og vonandi veldur viðburðurinn ekki raski á útreiðum þennan tíma.

kb.jpg

leið.jpg

 

 

Málþing um framtíð Heiðmerkur

Miðvikudaginn 28. maí fer fram málþing um framtíð Heiðmerkur - aðgengi almennings og vetnsvernd, í Norræna húsinu á vegum Skóræktar Reykjavíkur.

Aðgengi hestamanna að Heiðmörk er mikið kappsmál fyrir okkur hestamenn og væntum við þess að hestamenn fjölmenni á fundinn og kynni sér málið.

Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi hér: https://vimeo.com/event/5152966

500405811_1241768417955407_8979800742973737241_n.jpg

 

 

Hlégarðsreið á laugardaginn

Næstkomandi laugardag 3. maí eru Harðarmenn að taka á móti Fáksmönnum.
Við munum ríða á móti þeim í Óskot og lóðsa þeim í hverfið okkar í mat og gleðskap.
Hvetjum alla til að mæta.
Leggjum af stað úr Naflanum kl 13.

Kv. Ferðanefnd Harðar

Vorreið Harðarfélaga

Laugardaginn 24.maí er vorreið Harðarfélaga. Hvetjum alla, börn, konur og karla til að slást í för með okkur. Lagt af stað úr Nafla kl. 13.

Riðið verður meðfram Æsustaðahlíðinni inn í Helgadal. Þar verður áning og hestunum sleppt í hólf. Varðeldur og gítarspil ef veður leyfir. Frjáls leið og reið heim. Kjörin ferð fyrir tvo hesta en vel mögulegt að fara á einum hesti í góðu formi.

Ferðin er sem fyrr segir ætluð öllum Harðarfélögum. Við hvetjum fólk til að nesta sig til ferðarinnar og njóta dagsins með okkur.

Ferðanefnd Harðar

 

Riðið í Fáki

Harðarfélagar ætla að lyfta sér upp og heimsækja vini sína í Fák næstkomandi laugardag. Þeir munu ríða á móti og hitta okkur í Óskoti. Lagt verður af stað úr naflanum kl 13.

Smá bras er að komast framhjá framkvæmdum sem eru við undigöngin undir Reykjaveg, en Ingibjörg fararstjóri mun leiða okkur krókaleið til þess að komast upp á Skarhólabraut og þaðan í Fák.

Ef eru einhverjar spurningar getið þið heyrt í Ingibjörgu Ástu s. 8220589, eða sent henni skilaboð.

Harðarmenn koma í heimsókn – Laugardag klukkan 13:00 – Fákur