Smá breyting

Allir notendur reiðhallarinnar skulu vera með hanska.  Hanskana þarf að spritta vel.  Allir þrífa skít eftir sinn hest og verður Skítagaffallinn á sínum stað og sprittbrúsi innan seilingar.

Munum að virða reglurnar og að ganga vel um.

Stjórnin

Reiðhöllin opnar 4. maí

Takmörkunum verður aflétt að hluta. Að hámarki mega vera 8 manns í höllinni í einu.  Hámarksfjöldi nemenda á námskeiði eða í einkakennslu eru 4, auk kennara, en þá tvískiptum við höllinni.  Austari endinn verður þá opinn fyrir 4 félagsmenn. 

Áhorfendur eru ekki leyfðir og sameiginleg aðstaða lokuð s.s. salerni og kaffiaðstaða. Enginn skítagaffall verður í höllinni, en starfsmaður mun þrífa eftir þörfum.

Námskeiðum barna og unglinga eru ekki sett nein mörk um fjölda. Ef fjöldi á námskeiðum barna og unglinga fer yfir hámarksfjölda, verður höllinni lokað fyrir almenna félagsmenn og verður það auglýst hverju sinni, ef við á.

Snertingar eru óheimilar og halda skal 2ja metra bili á milli einstaklinga. 

Ef um ítrekuð brot verður að ræða, verður að loka höllinni aftur. Við erum öll almannavarnir.

Stjórnin

Heyrúllur og baggar

Heyrúllur og baggar

 

Að gefnu tilefni biðjum við til alla sem eiga heyrúllur/heybagga á rúllubaggastæðinu að ganga frá lausum endum á böggum/rúllum og týna upp plast sem fokið hefur um nágrennið. Þetta á líka við um þá sem eru með bagga/rúllur við hesthúsin hjá sér.

Mikil slysahætta er af flaksandi plasti og að ekki sé talað sóðaskapinn sem af því hlýst.

Stjórnin

Þjálfaramenntun ÍSÍ

ÍSÍ auglýsir nú fjarnám í Þjálfaramenntun ÍSÍ. Í april
verður boðið upp á 1, 2 og 3 stigið.
En Þjálfaramenntun ÍSÍ gefur réttindi til íþróttaþjálfunar
og er frábært tækifæri fyrir til dæmis umsjónarmenn
félagshesthúsa og þá sem hafa umsjón yfir og leiðbeina börnum
og unglingum í hestaíþróttum.

http://isi.is/frettir/frett/2020/04/11/Fjarnam-i-Thjalfaramenntun-ISI/?fbclid=IwAR1UxIfeZWbuvgR12VYxdeZlA0dtNbyQ7JwJ5Z2pwuWJEvuvaswNFf5ms7Y

Beitarhólf sumarið 2020

Beitarhólf sumarið 2020

Minnum félagsmenn á að sækja um beitarhólf  fyrir sumarið.

Eins og undanfarin ár geta skuldlausir félagar sótt um beit á

heimasíðu félagsins undir fyrirsögninni „Sækja um beit.“ 

Allir þurfa að sækja um, líka þeir sem voru með beit í fyrra eða undafarin ár.

Kynnið ykkur úthlutunarreglurnar á heimsíðunni áður en þið fyllið út umsókn.

Umsóknir verða að berast fyrir 20. apríl n. k.

Stjórnin

https://hordur.is/index.php/saekja-um-beit

Landsmót frestað

Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí. Í samráði við Hestamannafélagið Sprett mun mótið fara fram á Hellu sumarið 2022. Af þeim sökum verður Landsmót hestamanna haldið í Kópavogi árið 2024 í stað 2022 eins og samningar gerðu ráð fyrir.

Þeim aðilum sem sótt höfðu um að halda landsmótið 2024 hefur verið gefinn kostur á að færa þær umsóknir yfir á landsmótið árið 2026.

Sú heilsufarsvá sem stafar af COVID-19 faraldrinum á heimsvísu er ekki liðin hjá og mun hafa ýmsar takmarkanir í för með sér á næstu mánuðum. Í máli sóttvarnalæknis, Þórólfs Guðnasonar hefur komið fram að fjöldasamkomur skuli takmarkaðar við 2000 manns a.m.k. út ágústmánuð.  Landsmót hestamanna er því of fjölmenn samkoma til að hægt sé að halda hana í sumar.

Þeir sem keypt hafa miða á viðburðinn munu fá tölvupóst frá tix miðasölu ásamt því að allar upplýsingar eru aðgengilegar á www.landsmot.is. Miðahafar geta valið um þrennt a) fá endurgreitt b) láta miðann gilda fram til 2022 eða c) styrkja viðburðinn. Allar bókanir á tjaldsvæðum verða endurgreiddar. Fyrirspurnir varðandi viðburðinn skal senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. en varðandi miðasölu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Öll él styttir upp um síðir. Málsaðilar senda hestamönnum baráttukveðjur og hvetja til þess að allir fari að útgefnum reglum og tilmælum Almannavarna ríkislögreglustjóra.

Reiðleið upp í dal

Búið að opna reiðleiðina upp í dal. 

Leiðin eins og  aðrar reiðleiðir í kringum okkur er mjög blaut þessa dagana, en vonandi þorna þær með betra veðri.

Farið varlega og njótið.

Stjórnin