Gæðingamót Harðar 2019

Eftirfarandi er dagskrá fyrir Gæðingamót Harðar 2019! Vegna fárra skráninga ætlum við að keyra allt mótið á laugardeginum. Með fyrirvara um breytingar.
Ráslistar eru einnig komnir inn á Kappa.

09:00 – Tölt T3 2. Flokkur
09:20 – Tölt T3 1. Flokkur
09:40 – Barnaflokkur (Fyrstu tvö hollin)
09:50 – Unglingaflokkur
10:50 – Barnaflokkur (Seinni tvö hollin)
11:00 – Ungmennaflokkur
Hádegishlé
12:00 – Pollar
12:20 – B-flokkur gæðingaflokkur 2
 B-flokkur gæðingaflokkur 1
13:50 – A-flokkur Ungmennaflokkur
 A-flokkur Gæðingaflokkur 2
A-flokkur Gæðingaflokkur 1
Kaffihlé
15:50 – 100 metra skeið
16:10 – Unghrossakeppni
16:40 – Tölt T3 2. Flokkur A-úrslit
17:00 – Tölt T3 1. Flokkur A-úrslit
17:20 – Barnaflokkur (10 mín)
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
B-flokkur Gæðingaflokkur 2
B-flokkur Gæðingaflokkur 1
A-flokkur Ungmennaflokkur
A-flokkur (Sameinuð úrslit)
Áætlaður tími fyrir öll úrslit er 30 mín, endilega fylgist vel með og verið stundvís:)
Mótslok

Náttúrureið Harðar

Náttúrureið Harðar (Kynjareiðin) tókst mjög vel.  56 manns riðu hring um Mosfellsdalinn með viðkomu í Laxnesi.  Eftir reiðina var hamborgaraveisla í Reiðhöllinni og sungin nokkur hestalög.

Lokahóf heldri hestamanna og kvenna

Lokahóf heldri hestamanna og kvenna fór fram á Uppstigningardag.  Riðið var í Dalsgarð í brakandi blíðu.  Gísli rósabóndi tók á móti hópnum með nýtýnd jarðarber og boðið var upp á veigar í fljótandi formi.  Um kvöldið var grillveisla í Harðarbóli og mættu rúmlega 80 manns og hlustuðu á Tindatríóið sem sló í gegn með frábærum söng.  Hinn landskunni hestamaður Ingimar Sveinsson fór með gamanmál.  

Sleppingar

Heimilt að sleppa hrossum föstudaginn 7. júní. (frá miðnætti er kominn föstudagur).  Það sem helst þarf að varast er hvort að áburðurinn sé genginn niður í jarðveginn, því ekki viljum við „fóðra“ hrossin okkar með áburði.  Í venjulegu árferði er þetta ekki vandamál, en mjög lítið hefur rignt undanfarna daga.  Hver og einn athugar þetta í sínu beitarhólfi.

Stjórnin

Ungrossakeppni 2019

Skráning í unghrossakeppnina á Gæðingamóti Harðar er hafin en skráningin í það fer fram í gegnum mail:)
Endilega sendið eftirfarandi upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nafn knapa
Nafn hests
Is númer
Aldur
Litur
Móðir
Faðir

Til að skráning sé gild þarf að leggja 5000kr inn á eftirfarandi reikning og senda kvittun á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Rn: 549 26 2320
Kt: 6501694259
Ath skráning er ekki tekin gild nema búið sé að senda kvittun!

Hlökkum til að sjá ykkur😄

Formannsfrúarreið Harðar

63 konur hittust í Naflanum kl 10 og kl 11 var skundað á Þingvöll og lagt af stað nærri Bolabás og riðin nýja Gjábakkaleiðin. Þar beið þeirra vegleg veisla, snittur o.fl. góðgæti.  Reiðin gekk mjög vel, lítil fluga og lítið ryk.  Um kvöldið var síðan matarveisla að hætti Hadda í Harðarbóli.  Með fjölmennari hópreiðum á vegum félagsins, amk hin síðari ár.61604998 2783741521667038 1728982623088279552 n

Kirkjureið

Hin árlega kirkjureið okkar Harðarmanna var farin í blíðskaparveðri sl sunnudag.  Sveitin blómstraði sem aldrei fyrr.  Margrét Dögg var með frábæra hugvekju sem snerti alla viðstadda og karlakórinn Stefnir söng.  Eftir messu var boðið upp á kaffiveitingar í Harðarbóli, heitt súkkulaði og nýbakaðar vöfflur.

IMG 3551

Kirkjureið og kirkjukaffi

Nk sunnudag kl 14 verður hestamannamessa í Mosfellskirkju.  Margrét Dögg verður með prédikun dagsins og karlakórinn Stefnir syngur létt lög.

Lagt af stað frá Naflanum kl 13.  Að lokinni messu verða veitingar í reiðhöllinni í boði Harðar. Gömul og góð hefð sem við Harðarmenn viljum halda í. 

Óskum eftir aðstoð við vöfflubakstur að lokinni messu. Vinsamlega sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Stjórnin