- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Fimmtudagur, ágúst 29 2024 18:06
-
Skrifað af Sonja
ENGIN FLUGELDASÝNING!
Bæjarhátíðun Í túninu heima er framundan og nokkrir viðburðir snerta okkar svæði, reiðleiðir eða öryggi hrossa og reiðmanna umfram aðra.
Tindahlaupið á laugardag og hjólaviðburðurinn Fellahringurinn á fimmtudag fara fram árlega, við höfum þegar sent út tilkynningu um hjólakeppnina Fellahringurinn en höfum ekki upplýsingar um lokanir eða truflanir vegna Tindahlaupsins. Frekari upplýsingar á vefslóðum í samantektinni hér að neðan. Við sýnum tillitssemi að vanda og skemmtum okkur vel saman.
Fimmtudagur 29. ágúst.
18:00 Fellahringurinn – sjá tilkynningu á heimasíðu og facebooksíðu Harðar. REIÐLEIÐUM VERÐUR LOKAÐ Á MEÐAN KEPPNIN FER FRAM Á ÞEIM.
Hér eru leiðirnar sem hjólaðar verða:
https://www.strava.com/routes/9729777 og https://www.strava.com/routes/2862819023435245748
Föstudagur 30. ágúst
20:30 Skrúðgöngur leggja af stað frá Miðbæjartorgi.
Hestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum.
Laugardagur 31. ágúst
9:00-17:00 Íþróttasvæðið á Tungubökkum
Fótboltamót Aftureldingar og Gæðabaksturs, 6. og 7. flokkur karla og kvenna.
Búast má við fjölda bíla og að þeim sé lagt á reiðvegi jafnvel.
9:00-16:00 Tindahlaupið
Náttúruhlaup sem hefst við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Ræst verður í þremur ráshópum, 5 og 7 tindar kl. 9:00, 1 tindur og 3 tindar kl. 11:00. Fjórar vegalengdir í boði, 7 tindar (38 km), 5 tindar (34 km), 3 tindar (19 km) og 1 tindur (12 km). Tindahlaup Mosfellsbæjar er í boði Nettó.
Hlaupaleiðir á korti: https://tindahlaup.is/hlaupaleidir/ Hlaupinu lýkur í síðasta lagi kl 16.00.
12:00-17:00 Wings and Wheels – Tungubakkaflugvöllur
Fornbílar, flugvélar og dráttarvélar verða til sýnis. Kl 13.30 fer fram glæsilegt listflug! Stótsveit Íslands ásamt söngvurum verða með tónleika á staðnum kl 14.30 og aftur kl 15.30.
Karamellukast á Tungubökkum kl 16.30
13:00-14:00 Teymt undir börnum á Stekkjarflötinni í boði Hestamenntar.
21:00-23:00 Stórtónleikar á Miðbæjartorgi
Engin flugeldasýning er í ár!
Sunnudagur 1.september
9:00-17:00 Íþróttasvæðið á Tungubökkum
Fótboltamót Aftureldingar og Gæðabaksturs, 6. og 7. flokkur karla og kvenna
Búast má við fjölda bíla og að þeim sé lagt á reiðvegi jafnvel.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Fimmtudagur, september 12 2024 11:53
-
Skrifað af Sonja
Gengið hefur verið frá ráðningu í starf yfirreiðkennara/þjálfara hjá Herði. Harðarfélaginn Thelma Rut Davíðsdóttir hlaut starfið, en fjórir reiðkennarar sóttu um.
Thelma hefur stundað hestamennsku í Herði frá unga aldri, er útskrifaður reiðkennari frá Hólum og hefur sinnt kennslu bæði hér og annarstaðar auk þess að þjálfa hross.
Thelma er íþróttadómari og hefur nokkra reynslu af dómstörfum.
Við bjóðum Thelmu velkomna til starfa og stjórn félagsins hlakkar til spennandi samstarfs.
Yfirreiðkennari er með netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og er sjálfsagt að hafa samband við hana í gegnum það eða koma með ábendingar.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Laugardagur, ágúst 24 2024 08:08
-
Skrifað af Sonja
Fellahringurinn er hjólreiðakeppni sem er hluti af bæjarhátíðnni í Túninu Heima. Keppnin í ár hefst kl 18 fimmtudagskvöldið 29 ágúst og stendur í um 2 klukkutíma.
Hjólað er um stíga og slóða umhverfis fellin í Mosfellsbæ. Boðið er upp á tvo mögulega hringi, litla 15km og stóra 30km. https://hri.is/vidburdur/539
Báðar leiðirnar fara inn á reiðvegi okkar Harðarmanna sem verður þess vegna lokað á meðan keppnin fer fram. Hestamenn eru beðnir að forðast að vera á ferli á þessum vegum þetta kvöld á meðan keppnin stendur og sýna ítrustu tillitssemi séu þeir þarna á ferli. Brautarskoðun fer að auki fram þriðjudaginn 27. ágúst en ekki verður neinum leiðum lokað.
Hér er mynd af leiðunum og hlekkur inn á þær:
https://www.strava.com/routes/9729777 Litli hringur
https://www.strava.com/routes/2862819023435245748 Stóri hringur
https://hordur.is/index.php/frettir/3456-hjolakeppni-25-8
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, september 09 2024 17:49
-
Skrifað af Sonja
Allir beitarhafar hafa fengið tölvupóst þar sem farið er yfir beitarlok og annað sem viðkemur beitarhólfum á vegum félagsins. Eins og áður eru beitarlok 10. september eða þar um bil, leyfilegt að beita fram að næstu helgi þar sem næg beit er. Vinsamlega þeir sem við á, skoðið sendan póst!
Kv Stjórnin
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, ágúst 21 2024 09:52
-
Skrifað af Sonja
Ertu með áhuga á hestamennsku og vilt leggja þitt af mörkum til
félagsins?
Hestamannafélagið Hörður er að leita að nýju og kraftmiklu fólki til að taka þátt í spennandi nefndarstarfi.
Þetta er frábært tækifæri til að hafa áhrif á starfsemi félagsins, kynnast nýju fólki og þróa nýja hæfileika!Við leitum að fólki í eftirfarandi nefndir:
* Fræðslunefnd: Skipuleggur fræðsluviðburði og námskeið fyrir félagsmenn.
* Mótanefnd: Sér um undirbúning og framkvæmd móta félagsins.
* Æskulíðsnefnd: Stendur fyrir viðburðum og verkefnum fyrir ungt fólk.
* Umhverfis- og mannvirkjanefnd: Ber ábyrgð á aðstöðu og umhverfi félagsins.
* Árshátíðarnefnd: Skipuleggur félagslega viðburði og árshátíð félagsins.
* Fræðslunefnd fatlaðra: Tryggir að fræðsla og viðburðir séu aðgengilegir fyrir alla.
* Ferðanefnd: Skipuleggur og sér um ferðir og útivistarviðburði fyrir félagsmenn.
Af hverju að taka þátt?
* Þú færð tækifæri til að hafa áhrif á þróun félagsins.
* Það er frábært tækifæri til að kynnast nýju fólki og byggja upp sterkt tengslanet.
* Þú færð reynslu og þekkingu sem getur nýst þér í öðrum verkefnum.
* Það er tækifæri til að þróa leiðtogahæfileika og samskiptahæfni.
* Þú hjálpar til við að skapa betra umhverfi og tækifæri fyrir aðra félagsmenn.Ef þú hefur áhuga á að taka þátt eða vilt fá nánari upplýsingar, vinsamlegast sendu okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða á heimsíðunni.
Komdu með og leggðu þitt af mörkum til að gera Hestamannafélagið Hörð að enn betra félagi fyrir alla!
https://hordur.is/index.php/frambod-i-innra-starf