Heyefnagreining á morgun

Efnagreiningu á ferðinni á morgun, laugard

Ég verð í Hesthúsinu hjá Ingimar Sveinssyni að taka á móti heysýnum kl.
16 til 16:30 á morgun laugardaginn 25. janúar. Endilega hafið samband ef þið vitið ekki hvar hesthúsið er í minn síma 6612629 (á eftir að kanna hvað gata og nr það er).  Við bjóðum uppá heyefnagreiningar við ykkar hæfi!  
Takið lítinn visk á 3-4 stöðum í rúllinni og setjið í innkaupapoka (100-200gr af heyinu) fer eftir þurrkstigi. Miði í pokann eða límbdur utan á poka með, merktur eiganda, nafn, kt og tölvupóstfang. .
Verð fyrir minni greiningu: Meltanleiki, prótein, NDF og FE, án stein- og snefilefna 4209.- Stærri greining við bætast stein- og snefilefni kostar  8471.- Kr.  Útreikningar á heygjöf á dag miðað við ykkar hey á niðurstöðublaði.
Verð eru án vsk.  10% afsláttur í jan og feb fyrir hestamenn
Hér á eftir er tengill með sýnishorni á niðurstöðublaði og einnig allar upplýsingar um verð, sýnatöku og pökkun:

http://efnagreining.is/wp-content/uploads/2019/01/P%C3%B6ntun-426-H%C3%BAs-Helganna-ehf-Efnagreining-ehf_-2.pdf
Elísabet Axelsdóttir

Helgarnámskeið með Fredricu Fagerlund 1. og 2. Febrúar 2020

 
"Hvernig get ég bætt gæðinginn minn með fímiþjálfun?"
Flest okkar vilja riða út á Glæsilegum og fasmiklum hestum sem veita okkur gleði og ánægju ár eftir ár. Hvernig náum við með réttri þjálfun að láta hestinn blómstra? Á þessu námskeiði förum við yfir hvernig hægt er að með kerfisbundinni fimiþjálfun að byggja upp endingagóðan og glæsilegan hest. Ekki er farið fram á kunnáttu fimiæfinga fyrir námskeiðið.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag, verð og skráning koma fljótlega.

1. Vetramót Harðar 2020

Fyrstu vetrarleikar Harðar verða haldnir sunnudaginn 9. febrúar og verður þetta grímutölt! Gaman er að segja frá því að þetta mót er styrkt af Orkunni!

Mótið hefst klukkan 13:00!

Skráning verður frá 11:00-12:00 í reiðhöllinni og kostar 1500kr fyrir félagsmenn en annars 2000kr. Frí skráning fyrir Pollana:)

Flokkar sem verða í boði eru:
Pollar teymdir
Pollar ríða sjálfir
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
3. flokkur
2. flokkur
1. flokkur

Keppt verður í T7, sem er hægt tölt og svo frjáls ferð á tölti. Hvetjum sem flesta til að skrá sig og mæta í búningum! 😁

Skráning frostmarka og annarra marka

Undirritaður sendi öllum markaeigendum bréf snemma í desember, þar með eigendum frostmarka og eyrnamarka fyrir hross, með upplýsingum um skráningu þeirra í markaskrá fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar sem kemur út lögum samkvæmt sumarið 2020. Á þessu svæði er nú skráð samtals 165 frostmörk, mest á höfuðborgarsvæðinu, en eyrnamörk fyrir hross eru fá. Frostmörkin eru annað hvort á hálsi eða baki, aðallega samsett úr tölustöfum og bókstöfum, en einnig er nokkuð af myndum (lógó).

Hafa skal í huga að mörk sem ekki eru skráð núna falla niður, einnig í Landsmarkaskrá.

Frestur til að skila mörkum til skráningar er runninn út og hafa aðeins 20% af frostmörkunum skilað sér til mín. Skilafresturinn hefur verið framlengdur til 1.febrúar n.k. og kæmi sér vel ef þið gætuð sett stutta tilkynningu á heimasíðu ykkar. Hafi bréfin sem ég sendi í desember ekki borist, eða þau týnst í pósti, má hafa samband við mig í síma 841-1346 eða í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og get ég þá leiðbeint um skráninguna og greiðslu fyrir hana. Ekki þarf að tilkynna þau mörk sem eiga að falla niður, ég strika þau hreinlega út að loknum skráningarfresti.

 

Ólafur R. Dýrmundsson,

markavörður fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar

Heyefnagreining fyrir Hestamenn á morgun laugardag 11.jan í Herði

Tekið verður á móti heysýnum fyrir hestamenn í Reiðhöllinni í Herði laugardaginn 11. janúar kl. 15.00. Það er nóg að mæta með 100-200gr af heysýni í poka og merkja eiganda nafn, kt og tölvupóstfang. Verð fyrir minni greiningu: Meltanleiki, prótein, NDF og FE, án stein- og snefilefna 4209.- Stærri greining við bætast stein- og snefilefni kostar 8471.- kr. Verð eru án vsk. Hér á eftir er tengill með sýnishorni á niðurstöðurblaði og einnig allar upplýsingar um verð, sýnatöku og pökkun:

Gamlársreiðin

Gamlársreiðin tókst vel.  60 – 70 félagar mættu og nutu veitinga og hvors annars í notalegu og fallegu umhverfi í Varmadal hjá þeim öðlingshjónum Haddý og Nonna. Veðrið var eins og að vori, hlýtt og blautt.

Við Harðarfélagar þökkum fyrir okkur.

Stjórnin

Mynd: Gúðrún Dís Magnúsdóttir (Fleiri myndir á feisbúksíða Harðar)82056685_3406107096097141_9096210424726028288_n.jpg

Heyefnagreiningar

 
 
 
Heyefnagreiningar f. hestamenn

Sífellt fleiri hestamenn senda hey til okkar til greiningar. Þeir sem hafa sent okkur einu sinni hafa flestir sent okkur á hverju ári eftir það. Viðskiptavinum okkar finnst þægilegt að fylgjast með heyinu frá árí til árs enda reiknum við út hversu mikið þarf að gefa út frá heyinu sem við efnagreinum.
Við viljum bjóða hestamönnum greiningu á heyinu þeirra núna í janúar og febrúar á 10 % kynningarafslætti.
Ég verð stödd á Selfossi um helgina og gæti þá ef áhugi er fyrir komið á ákveðnum tíma á ákveðinn stað og tekið við heyi í poka (100-200gr) Merkt eiganda nafn, kt og tölvupóst.  Einnig gæti ég t.d komið við í Reiðhöllinni í Mosó í næstu bæjarferð. Fyrir ykkur sem búið lengra í burtu bjóðum við uppá að stjórn félagins eða einhver félagsmaður taki að sér að safna sýnum saman og setja í kassa og senda Efnagreiningu í pósti á kostnað Efnagreiningar.
Vinsamlega hafið samband s. 6612629 eða sendið tölvupóst áður.
Þeir sem hinsvegar senda sjálfir til okkar eigið heysýni þurfa að setja heysýnið í poka í fóðrað umslag, merkja vel og póstsetja. En þeir sem safna saman í félagi eða ég dugar að setja sýnið í poka og merkja eiganda nafn, kt og tölvupóstfang.
Hér á eftir er tengill með sýnishorni á niðurstöðurblaði og einnig allar upplýsingar um verð, sýnatöku og pökkun:
http://efnagreining.is/?p=59  http://efnagreining.is/wp-content/uploads/2019/01/P%C3%B6ntun-426-H%C3%BAs-Helganna-ehf-Efnagreining-ehf_-2.pdf


Með góðri kveðju,
Elísabet Axelsdóttir

Áminning reiðhallarlyklar

Áminning reiðhallarlyklar

Enn of aftur langar mig að minna á,  að allar reiðhallarlyklar sem ekki voru pantaðir fyrir 2020, lokast sjálfkrafa í árslok.

Endilega sendið mail á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingar um nafn og kt lykilleigandin og kt borgandi.
Einnig hvort skrá á í sjálfkrafa áskrift (nýtt í boði) eða bara 1 ár eða mánuð. Einnig hvort hálfur dagur (fyrir/eftir hádegi) eða allan dagur.
Bara skuldlausir félagar geta pantað lykill.

Námskeið eða einkakennsla í reiðhöll

Námskeið eða einkakennsla í reiðhöll

Af gefnu tilefni eru kennarar og nemendur áminntir um að nemandinn þarf að panta og greiða fyrir leigu reiðhallarinnar, sbr reglur af heimasíðu félagsins.

Reglur við leigu á reiðhöll

Félagsmaður, eða sá sem vill leigja reiðhöllina undir kennslu, þarf að panta á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Kennari sem fagaðili, ber að ganga úr skugga um að nemandi sé búinn að panta reiðhöllina.  Kennara er ekki heimilt að kenna í höllinni nema að annaðhvort kennarinn eða nemandinn hafi pantað reiðhöllina og gengið frá greiðslu.

Ef félagsmaður eða reiðkennari eru uppvís að kennslu án þess að hafa gengið frá pöntun og/eða greitt fyrir leigu, áskilur félagið sér rétt til að loka reiðlyklum og senda inn greiðsluseðil með 50% sektarálagi.

Reiðhöllin er sameign okkar Harðarmanna og til þess að geta viðhaldið henni, þurfum við leigutekjur.  Að greidd sé sanngjörn leiga, er hagur okkar allra.

Stjórn