- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, janúar 06 2025 12:16
-
Skrifað af Sonja
Pollar minna, meira eða mikið vanir
Almennt reiðnámskeið fyrir polla þar sem markmiðið er að bæta jafnvægi og grunnstjórnun í gegnum ýmsa leiki og þrautir. Hjá minna vönum pollum sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku eru foreldrar með og teyma undir börnunum. Hjá meira vönu pollunum er markmiðið að fara dýpra samspil hests og knapa og ná meiri tökum á undirstöðu atriðum í reiðmennsku í gegnum ýmsar skemmtilegar æfingar. Mikið vanir er ætlað pollum sem hafa komið oft á námskeið áður (Búið að hafa samband við þá foreldra). Námskeiðið er sex skipti og er kennt annað hvort í Blíðubakkahöll eða Stóru höll. Kennt er einu sinni í viku á miðvikudögum og krakkar mæta með eigin hest og búnað.
Námskeiðið hefst 29.janúar og er hver tími 30 mínútur.
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Verð: 5000
Börn minna eða meira vön
Námskeið fyrir áhugasama krakka sem vilja öðlast meira jafnvægi, skilning og þekkingu á almennri þjálfun hesta. Farið verður yfir ýmis öryggisatriði og umgengni við hestinn, hvernig á að ná betri stjórn og samspili við hestinn og lögð áhersla á yfirvegaðar og léttar ábendingar. Í lok þessa námskeiðs ættu nemendur að vera komnir með grunnskilning í reiðmennsku, þekkja helstu gangtegundir og hvernig þjálfun getur verið skemmtileg bæði fyrir hest og knapa. Námskeiðið er sex skipti og kennt á miðvikudögum, skipt verður í hópa eftir fjölda. Kennt verður í Stóru höllinni og Blíðubakkahöllinni og nemendur mæta með eigin hest og búnað.
Námskeiðið hefst 29.janúar og er hver tími 30 mínútur.
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Verð: 12.000
Skráning inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur

- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Sunnudagur, janúar 12 2025 18:53
-
Skrifað af Sonja

ENGINN LAUSIR MIÐAR - ALVEG UPPSELT!!!
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, janúar 06 2025 11:10
-
Skrifað af Sonja
Kæra félagsmenn
Nú er komin ný flís í reiðhöll enn þurfa frosna kubbana enn smá tíma til að jafna sig út, enn þetta kemur!
Endilega munið að taka skít strax þegar verið er að þjálfa inni reiðhöll og gangi vel um!
Nú er heldur betur búin að bætast við hesta og fólk inni hverfi, enda kominn af stað aðaltímabil vetrarsins!
Viljum við bara minna á að tala saman og vera kurteis, sýna tillitsemina og hjálpast að 
Reikningar fyrir reiðhöll eru farin út á þá alla flesta (í gegnum sportabler - kemur greiðsluseðill frá greiðslumiðlun). Viljum minna á að allir þurfa sinn eigin lykill og má ekki lána lykla! Börn til og með 13ára fá frían aðgang enn þurfa fylgd fullorðna.
Félagsgjöld eru komnar inni a og abler biðjum við ALLA félagsmennn að fara inni markaðstorg í abler appið og undir Hestamannafélag Hörður er hægt að skrá og borga félagsgjald 2025.
Takk fyrir og njótið hestana ykkar!
Kv
Sonja
Starfsmaður