Nefndafundur Harðar 10.janúar Harðar 2013

Nefndafundur 10.janúar 2013.

Nefndarfundur verður haldinn 10.janúar 2013.  Þá koma nefndir félagsins og hitta stjórnina, gera grein fyrir breytingum á nefndinni og því sem framundan er.  Hér fyrir neðan hefur hverri nefnd verið gefinn tími og vonumst við til þess að  tímaáætlun haldi sér.


Nánar...

Hin árlega áramótareið

Kæru félagar, minni ykkur á ármótareiðina á gamlársdag, lagt verður af stað frá naflanum kl 12:00 endilega fjölmennum og eigum góða stund saman í Varmadal áður en þetta góða ár 2012 endar :)

Stjórnin

Takk fyrir mig

Kæru  Harðarfélagar

Nú er tími til að kveðja. Ég er búinn að sitja í stjórn félagsins í bráðum tíu ár og þar af sem formaður í fimm og hafa aðeins tveir af þeim 18 formönnum sem stýrt hafa Herði gegnum tíðina setið lengur.   Þau verk sem ég einsetti mér að vinna eru í höfn, ég er svo að segja búinn að krossa við allt á mínum verkefnalista.  Þá er rétt að aðrir taki við keflinu og færi það inn í nýja og spennandi tíma, en ég mun ekki gefa kost á mér sem formaður félagsins á aðalfundi félagsins sem er í kvöld.  

Það er þó með nokkrum trega að ég kveð, því Hestamannafélagið Hörður er mér afar kært og hefur fært mér og minni fjölskyldu ótaldar ánægjustundir.  Ég vil þakka ykkur öllum sem starfað hafa með mér fyrir frábært samstarf og samstöðu í gegnum súrt og sætt, en þessi ár sem við höfum starfað saman hafa reynst Herði ákaflega gjöful bæði félagslega og fjárhagslega þrátt fyrir þá erfiðu tíma sem hafa ríkt hjá okkur sem þjóð.

Takk fyrir mig, Guðjón Magnússon

Pólódeildin - kynning

Haldinn verður Póló kynningarfundur í Harðarbóli laugardagsmorguninn 8.des. kl. 10.00. Morgunkaffi á staðnum.  Farið verður yfir leikreglur og sýnt kynningar- og kennslumyndband.  Kylfur og annar búnaður verður til sýnis á staðnum og teknar niður pantanir á kylfum og hlífum fyrir þá sem það vilja.  Kennsla hefst svo í Pólóleik í reiðhöllinni í vetur.London_polo_academy_lessons_main

Polo klúbburinn á fullri ferð

Polo deild Harðpolo_teiknimyndar hélt fræðslufund í gær og mættu um 10 áhugasamir félagar. Dísa Anderiman, sem nýkomin er frá Mongólíu, þar sem hún kynnti sér íþróttina stýrði fundinum og sýndi kynningarmynd.  Hún hafði einnig með sér kylfur sem menn æfðu tökin og sveiflurnar á.  Fastar vikulegar æfingar verða í reiðhöllinni í vetur og er unnið í því að fá erlendan kennara til landsins til að þjálfa upp kjarna sem síðan getur kennt öðrum.  Undirbúningur er hafinn við að koma upp þartilgerðum tréhestum sem byrjað er að æfa á, áður en sveiflurnar eru færðar yfir á Skjóna og Blesa.  Þeir sem hafa áhuga á að læra að spila Polo er bent á að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Félagsvinna á Landsmóti

Nú fer að líða að Landsmóti sem er í Reykjavík að þessu sinni eins og allir vita. Landsmót ehf, þar sem ég sit í stjórn, kom á þeirri stefnu að fá hestamannafélögin aftur að Landsmótunum með virkum hætti. Við gerðum það þannig að öll léttari störf á svæðinu eru unnin í sjálfboðavinnu af félögum í hestamannafélögunum. Félag viðkomandi starfsmanns fær svo greiddar 1.500.- krónur fyrir hverja unna vinnustund. Tilgangurinn með þessu fyrirkomulagi er tvíþættur, annars vegar að færa Landsmótið nær hestamannafélögunum og gefa félagsmönnum innsýn í framkvæmd mótanna, hins vegar að færa fjármuni frá Landsmótunum inn í félögin þar sem þau nýtast til góðra hluta í félagslífinu.  Þetta fyrirkomulag var

Nánar...

Fánareið á landsmóti

linda_og_valur_merkt Þá er komið að því að skipuleggja fánareið okkar Harðarmanna við setningarathöfn landsmótsins sem verður fimmtudagskvöldið 28. júní.

Fyrirkomulagið á að vera þannig að fremst fer einn fánaberi, síðan koma fimm knapar samhliða, síðan aðrir fimm og þannig koll af kolli. Sá fjöldi sem getur tekið þátt í fánareiðinni á því að vera 6, 11,16 eða 21 o.s.frv. eftir því hvað við náum í mörg fimm manna holl. Þeir sem taka þátt í reiðinni þurfa að vera á meðfærilegum hestum og klæðast félagsbúningi Harðar, hvítum reiðbuxum, hvítri skyrtu og grænum jakka.

Þeir sem hafa áhuga á og geta verið með vinsamlegast sendi póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ábending til stóðhestaeiganda

Það er alltaf sjálfsagt að taka tillit og bera virðingu hvort fyrir öðru. Það er hluti af því að lifa í góðu samfélagi. Í hesthúsahverfum þar sem jafnvel margir aðilar eru í hverri lengju og gerði ná saman þá er það eðlilegt að taka tillit til nágrannans. Þeir hesteigendur sem eru með stóðhesta í sínum húsum og gerði sem notuð eru fyrir þá eru samliggjandi öðrum gerðum, er bent á að hafa gerðin þannig, að stóðhestar nái ekki í/til hesta sem eru í nærliggjandi gerðum. Bent er á að skv. 7. gr reglugerðar nr. 059/2000 um vörslu búfjár, skal hæð skilveggja vera minnst 2,0 m. og vera það þéttklæddir að hross í nærliggjandi gerðum nái ekki saman.

Í 7 grein ofangreindrar reglugerðar segir svo:

"Kröfur um vörslu graðpenings.

Nánar...

Ríðum á Landsmót, breyting á félagsgrilli

Þegar við komum niður í Víðidal á sunnudaginn í Landsmótsreiðinni fáum við kjötsúpu sem öll félögin snæða saman.  Við höfum því ákveðið að færa Harðargrillið til og vera með það í félagsheimilinu okkar þegar við komum til baka úr Víðidalnum.

Allir velkomnir, fjölmennum í reið og grill um kvöldið kl. 20.00 í Harðarbóli.

Lífstölt Harðar 2012, úrslit

Frábæru Lífstöltsmóti kvenna lauk í gær í reiðhöll hestamannafélagsins Harðar.
Mótið er haldið til styrktar Lífs og safnaðist  tæplega 1.200.000 milljón króna.
Lífstöltsnefndin þakkar öllum þeim aðilum sem komu að mótinu, dómurum, skemmtikröftum og starfsmönnum og vert er að taka fram að allir gáfu vinnu sína til mótsins.
Hér að neðan má sjá úrslit mótsins.

Nánar...