- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Föstudagur, júní 22 2012 19:23
-
Skrifað af Super User
Þá er komið að því að skipuleggja fánareið okkar
Harðarmanna við setningarathöfn landsmótsins sem verður fimmtudagskvöldið 28.
júní.
Fyrirkomulagið á að vera þannig að fremst fer einn fánaberi, síðan koma
fimm knapar samhliða, síðan aðrir fimm og þannig koll af kolli. Sá fjöldi sem
getur tekið þátt í fánareiðinni á því að vera 6, 11,16 eða 21 o.s.frv. eftir
því hvað við náum í mörg fimm manna holl. Þeir sem taka þátt í reiðinni þurfa
að vera á meðfærilegum hestum og klæðast félagsbúningi Harðar, hvítum reiðbuxum,
hvítri skyrtu og grænum jakka.
Þeir sem hafa áhuga á og geta verið með
vinsamlegast sendi póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 09 2012 17:47
-
Skrifað af Super User
Það er alltaf sjálfsagt að taka tillit og bera virðingu hvort fyrir öðru. Það er hluti af því að lifa í góðu samfélagi. Í hesthúsahverfum þar sem jafnvel margir aðilar eru í hverri lengju og gerði ná saman þá er það eðlilegt að taka tillit til nágrannans. Þeir hesteigendur sem eru með stóðhesta í sínum húsum og gerði sem notuð eru fyrir þá eru samliggjandi öðrum gerðum, er bent á að hafa gerðin þannig, að stóðhestar nái ekki í/til hesta sem eru í nærliggjandi gerðum. Bent er á að skv. 7. gr reglugerðar nr. 059/2000 um vörslu búfjár, skal hæð skilveggja vera minnst 2,0 m. og vera það þéttklæddir að hross í nærliggjandi gerðum nái ekki saman.
Í 7 grein ofangreindrar reglugerðar segir svo:
"Kröfur um vörslu graðpenings.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Föstudagur, júní 22 2012 11:10
-
Skrifað af Super User
Þegar við komum niður í Víðidal á sunnudaginn í Landsmótsreiðinni fáum við kjötsúpu sem öll félögin snæða saman. Við höfum því ákveðið að færa Harðargrillið til og vera með það í félagsheimilinu okkar þegar við komum til baka úr Víðidalnum.
Allir velkomnir, fjölmennum í reið og grill um kvöldið kl. 20.00 í Harðarbóli.
- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Mánudagur, mars 26 2012 18:35
-
Skrifað af Super User
Frábæru Lífstöltsmóti kvenna lauk í gær í
reiðhöll hestamannafélagsins Harðar.
Mótið er haldið til styrktar Lífs og safnaðist
tæplega 1.200.000 milljón króna.
Lífstöltsnefndin þakkar öllum þeim aðilum sem komu að mótinu, dómurum,
skemmtikröftum og starfsmönnum og vert er að taka fram að allir gáfu vinnu sína
til mótsins.
Hér að neðan má sjá úrslit mótsins.
Nánar...