Nýr starfsmaður hjá Herði

Ákveðið var á síðasta stjórnarfundi að ráða starfsmann stjórnar, en það er löngu orðið tímabært. Starfið nær yfir breitt verksvið, daglegan rekstur reiðhallarinnar og félagsheimilis, innheimtur, bókhald, umsjón með félagatali, umsjón með losunarsvæði Harðar, þjónustu við nefndir félagsins o.fl.o.fl. Ákveðið var að ráða Rögnu Rósu Bjarkadóttur í starfið.  Síminn hjá henni er 8663961 og netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánar...

Kveðja frá Önnu Björk formannsfrú

Sælar allar Formannsfrúarreiðkonur,  mikið var dagurinn frábær, er enn að fara yfir hann í huganum.  Allt sem við upplifðum saman í ólýsanlegu veðri í frábærum hóp undir óskeikulli fararstjórn Lillu.  Hugsið ykkur allt sem hefði getað gerst, en gerðist ekki af því að hópurinn var einhuga um að láta allt ganga upp, viðvaranir við pyttum, drullu, halla eða annarri torfæru  kallaðar aftur íhópinn og látið ganga, (stökkbreyttist stundum í eitthvað annað ;-O eftir því sem það ferðaðist  aftur í hópinn).  Hjálpin sem  við fengum á leiðinni frá eiginmönnum og öðrum aðdáendum var

Nánar...

Minnispunktar f. Formannsfrúarreið 21. mai 2011

Hér eru helstu atriði sem var farið yfir á fundinum í gærkvöldi vegna ferðarinnar:

ATHUGA VEL JÁRNINGAR Á HESTUM

Það er gott að gefa hestunum vel að éta kvöldinu áður og snemma að morgni ferðadags (5-6 um morguninn) svo þeir séu vel étnir því það er engin beit á leiðinni.  Áður en konur mæta í morgunverð í Harðarbóli kl. 7.30 setja þær ferðahesta útí gerði með merkta múla, RAUTT tape í faxi þess hests sem fer alla leið á Skógarhóla, HVÍTT í þá sem koma seinna í Kjósaskarð.  ÖLL reiðtygi  (NEMA HNAKKTASKA) og auka hlífðarföt í poka eða tösku við gerðið, það verður sótt á meðan við erum að borða.  Við erum allar útivistarkonur og kunnum að klæða okkur eftir veðrinu, sem getur verið ansi fjölbreytt yfir einn dag, en mig langar að

Nánar...

Átak um skógrækt og uppgræðslu á Langahrygg

Í tengslum við Dag umhverfisins 2011, sem að þessu sinni er tileinkaður skógum, var á þriðjudag skrifað undir samning milli Mosfellsbæjar annars vegar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins Harðar hins vegar, um skógrækt og uppgræðslu á Langahrygg í Mosfellsdal.  Ástand svæðisins, sem er um 300 hektarar að stærð, hefur verið fremur báglegt með tilliti til gróðurs og örfoka melar áberandi.   Markmiðið með þessari samvinnu er 

Nánar...

Nýr samningur milli Harðar og Mosfellsbæjar

Sæl verið þið,

Nú er verið að ganga frá samningi um uppgræðslu og lífræna losun hestataðs á Langahrygg (við Stardal) á milli Harðar og Mosfellsbæjar, en hugmyndin er sú að við fáum svæðið til umráða ásamt skóræktinni og förum í samstarf um að græða það upp.  Við notum þannig hrossataðið til að byggja upp jarðveg og skóræktin plantar trjám og skjólbeltum á svæðinu.  Þegar fram líða stundir verður þarna framtíðar beitarland okkar, reiðleiðir og útivistasvæði Mosfellinga.  Þessi áætlun er metnaðarfull og samræmist reglum Evrópusambandsins um losun á lífrænum úrgangi og sjálfbærni.  Fyrir okkur þýðir þetta fyrst og fremst örugga og kostnaðarlitla

Nánar...

Ágætu Harðarfélagar og Hesthúseigendur !!!!!!

Nú ætlum við að taka til hendinni, ætlunin er að taka til í kringum hverfið og með reiðleiðum. Við ætlum að mæta kl. 10 á laugardaginn 7. maí í Harðarbóli.  Reiknað er með að þetta taki um tvo tíma en því fleiri sem mæta því fyrr lýkur verkinu. Vonumst við að sem flestir mæti því öll viljum við hafa hreint og snyrtilegt í kringum okkur. Einnig viljum við benda þeim á sem eru með rúllur eða bagga við hesthús sín (hvað þá annað) að fjarlægja það fyrir sumarið.

Léttar veitingar að verki loknu. 

Umhverfisnefnd og Hesthúseigandafélagið

Fjölskyldustemning á stórsýningu Hestadaga

hestadagar 2011

Föstudagskvöldið 1.apríl kl 20:00 blása hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu í lúðra og sameinast um að halda fjölskylduvæna og hressilega sýningu í Reiðhöllinni í Víðidal, þar sem fjölbreytt skemmtun verður í boði og að sjálfsögðu verður íslenski hesturinn í aðalhlutverki. Gestir munu fá að fylgjast með börnum og unglingum sýna gæðinga sýna með stolti, ungmenni og fullorðnir sýna bæði klárhross og alhliðahross og að auki fá gestir innsýn í hluta af menntakerfi hestamanna, nefnilega Knapamerkin.

Nánar...

Harðarfréttir í Mosfellingi

Eins og flestum Harðarfélögum er nú eflaust ljóst þá erum við með reglulega opnu í Mosfellingi þar sem farið er yfir þær uppákomur sem eru í félaginu, dagskráin byrt o.fl. . Auk þess er fjallað um hestamannafélagið og hestamennsku á einn eða annan hátt nánast í hverju einasta blaði.  Þau okkar sem búa í Mosfellsbæ fá blaðið sent heim, en ég vil benda þeim félagsmönnum sem búa í öðrum bæjarfélögum á að hægt er að nálgast blaðið og lesa það í heild sinni á netinu.  Slóðin er www.mosfellingur.is

Kv. Guðjón

Sölusýning Harðar í reiðhöllinni í kvöld

Hér má sjá lista yfir söluhross á sölusýniningu haldinn í dag fimmtudag 31.03 2011 í Reiðhöll Harðar kl. 20.00

Særekur frá Torfastöðum – IS1999188502
Faðir: Hárekur frá Torfastöðum
Móðir: Vera frá Kjarnholtum
 Umsögn: Fimmgangshestur sem kann flestar fimiæfingar, vann ísmót í fyrra á Hvaleyrarvatni og úrslit í slaktaumatölti í Meistaradeild ungmenna.

Nánar...