Skrautreið upp Laugaveginn
- Nánar
- Flokkur: Stjórnin
- Skrifað þann Mánudagur, mars 28 2011 10:26
- Skrifað af Super User
Hestamannafélögin á höfuðborgarsvæinu ætla að fara í skrautreið nk. laugardag frá Landspítalanum, inn Lækjargötu, upp Laugaveginn, inn Borgartún framhjá Höfða og inn í Laugardal. Þar verður svo stórhátíð í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum frá kl. 13.00 til 16.00. Við í Herði mætum að sjálfsögðu með mikið lið. Hugmyndin er að raða hestamannafélögunum niður í reiðina í starfrófsröð eins og gert er á Landsmótum, Þrír ríða svo samhliða með fána hvers félags og á eftir þeim koma allir þeir félagsmenn sem vetlinigi geta valdið, helst 40 til 50 manns frá Herði. Klæðnaður má vera allavega allt frá venjulegum reiðfötum til karnivalbúninga. Hestarnir þurfa að þola að feta í rúman klukkutíma án þess að pirrast verulega. Það er mæting við Landsspítalann kl. 11.30 og lagt af stað kl. 12.00. Fararstjóri okkar Harðarmanna er Lilla, en Hófý sér um að halda utan um skráningarnar svo við vitum fjöldann. Til að skrá sig þarf að senda E-mail til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 698 1778 Stjáni Póstur mun mæta og vera í fararbroddi okkar Harðarmanna.