Fundur um staðsetningu nýs hesthúsahverfis

Kynningar- og umræðufundur um staðsetningu nýs hesthúsahverfis verður haldinn í Lágafellsskóla þriðjudaginn 2. mars kl. 20.00  Fundurinn er hluti af umræðunni um nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar og þar verður farið í gegnum mögulegar staðsetningar á nýju hesthúsahverfi.  Núverandi hverfi verður í öllu falli óbreytt, en á einhverju tímabili verður ekki hægt að koma fyrir fleiri húsum þar svo rétt þykir að merkja okkur annan stað fyrir hesthúsahverfi til lengri framtíðar litið.

Við vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn á fundinum.

Fræðslukvöld og námskeið á Hvanneyri

lbhi.is

 

 

 


Aukin þekking er alltaf af hinu góða og það sem meira er, aukin þekking gerir okkur betri í því sem við eru góð í. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri auglýsir fræðslukvöld um litaerfðir hrossa og hins vegar námskeið um hross í hollri vist. Yfirlit annarra námskeiða má finna á heimasíðunni www.lbhi.is/namskeid.

Nánar...

Til hamingju Linda Rún

Við sem sitjum í aðalstjórn félagsins óskum Lindu Rún innilega til hamingju með þann frábæra árangur sem hún hefur náð, nú síðast að verða valin íþróttakona Mosfellsbæjar, fremst í hópi allra þeirra einstaklinga  sem íþróttafélögin tilnefndu. 

Nánar...

Hundahald í hesthúsahverfinu

Kæru hundaeigendur,

Okkur hefur borist ábending frá hundaeftirliti Mosfellsbæjar um að hér í hesthúsahverfinu svo og á reiðstígum er lausaganga hunda með öllu bönnuð, eins og annarstaðar í Mosfellsbæ. Við fáum tækifæri til að taka til í okkar málum sjálf í nokkra daga, en framvegis mun verða farið með þá lausu hunda sem sjást í hverfinu á sama hátt og lausa hunda í öðrum hlutum bæjarins. Mér skils að þeir séu fjarlægðir og látnir lausir aftur gegn lausnargjaldi.

Þetta eru opinberu reglurnar, en við verðum líka að átta okkur á því að við lifum í þéttu sambýli í hesthúsahverfinu og sumir, bæði hestar og menn, eru hræddir við lausa hunda. Hér eiga allir rétt á að geta sinnt hestamennsku án þess að eiga á hættu að laus hundur fæli undir þeim hestinn.

Sýnum tillitsemi og tökum á þessu máli sjálf áður en yfirvaldið þarf að gera það.

Linda Rún íþróttakona Mosfellsbæjar

lindarunLinda Rún Pétursdóttir var kjörin  Íþróttakona Mosfellsbæjar í gær sunnudag. Þetta er í 18. sinn sem þessi útnefning fer fram og Linda fyrsta konan sem hlýtur þennan titil. Linda Rún Pétursdóttir vann það frábæra afrek að verða heimsmeistari í tölti ungmenna í heimsleikum íslenska hestsins í Sviss og var valin í úrvalshóp ungmenna LH 2009 sem og efnilegasti knapi landsins í sínum aldurshóp. Einnig keppti hún fyrir Íslandshönd á Norðurlandamóti í Svíþjóð og lenti í 4. sæti í fjórgangi.

Nánar...

Áramótareið í Varmadal

Kæru Harðarfélagar

Nú eru að koma áramót. Hin árlega áramótareið verður farin í Varmadal þann 31.des. og verður laggt af stað um kl. 13.00 frá hesthúsahverfinu.

Við minnum svo á þetta venjulega: Hafa hesta inni og útvarp í gangi þegar mestu flugeldasprengingarnar eru.

Gleðilegt ár öll saman og takk fyrir liðið ár.

Guðjón formaður

Myndir frá vígsluhátíðinni

2009nov21_8594Á vígsluhátíðinni voru teknar mikið af myndum. Ljósmyndari félagsins var Bjarni Sv. Guðmundsson og eins og Bjarna er von og vísa þá eru myndirnar mjög góðar. Búið er að setja hluta af þessum myndum hér á vefinn undir leitarstikunni hér til hægri undir Myndir/Reiðhöll Harðar 

Allar myndirnar eru á myndavefsíðu Bjarna á slóðinni: http://bjarni.zenfolio.com/p328246384