Hitaveitan

Kæri Hesthúseigandi að Varmárbökkum

 

Nú er verið að ljúka við að leggja hitaveitu í hesthúsahverfið að Varmárbökkum.  Hestamannafélagið og hesthúseigendafélagið voru í samskiptum við sveitafélagið varðandi þessa framkvæmd og er því hlutverki nú senn lokið og komið að því að einstakir hesthúseigendur tengi sig við hitaveituna þegar og á þann hátt sem þeim hentar.  Sveitafélagið hefur haft forgöngu um að láta gera ákveðna útfærslu af inntaki og mælagrind með það í huga að vatn sé ekki tekið inn í hesthúsin nema í gegnum varmaskipti til að lágmarka það vatn sem færi inn í húsin ef bilun verður í kerfinu.  Þannig er einnig lagt til að segulloki loki fyrir neysluvatnið þegar slökkt er á ljósum í hesthúsinu.  Þetta er ein leið, en fleiri leiðir eru til, t.d. gufuskynjari sem lokar fyrir allt vatn ef tengigrindin er innanhúss, enda sé rýmið sem tengigrindin er í aflokað að öllu leiti frá því rými sem hestar eru í.  Hestamannafélagið og hesthúseigendafélagið geta ekki haft afskipti af einstökum útfærslum í hverju hesthúsi, en bendum á bæjaryfirvöld sem munu leiðsinna mönnum og leiðbeina um hvað þarf að gera í hverju tilfelli fyrir sig til að fá inn heitt vatn.  Nú þegar eru til ákveðin leiðbeiningargögn hjá bænum sem hesthúseigendur eru hvattir til að kynna sér.

 

Með bestu kveðju

Guðjón Magnússon, formaður Hestamannafélagsins Harðar.

Ólöf Guðmundsdóttir, formaður Hesthúseigendafélagsins.

Brokk kórinn

Kórstarf hefst hjá Brokk-kórnum á ný eftir sumarfrí þann 16. September og verða æfingar í félagsheimili Fáks á þriðjudagskvöldum kl. 20 - 22 í allan vetur.  Nýir kórfélagar eru velkomnir og geta haft samband við Sigríði í síma 844-8000 til skráningar og upplýsinga. Verið með frá byrjun og takið þátt í skemmtilegu og fjölbreyttu starfi vetrarins. Söngur, æfingabúðir, útreiðatúrar, gleði og grín. Sjá upplýsingar um kórinn á http://www.123.is/brokk/Stjórnandi kórsins er  hinn bráðskemmtilegi tónlistar- og hestamaður Magnús Kjartansson. Stjórn Brokkkórsins

Íslandsmót Barna, unglinga og ungmenna

Þess láðist að geta í frétt hér að neðan frá Íslandsmótinu að Grímur Óli Grímsson varð í 7.sæti, eða 2.sæti í B úrslitum í Fimmgangi unglinga á Þresti frá Blesastöðum 1A með 5,90 og í 8-9 sæti í tölti með 6,44.  Arnar Logi Luthersson varð í 6.sæti í tölti unglinga á Frama með 6,11 og Grettir Jónasson varð í 12. sæti í tölti ungmenna á Krafti frá Varmárdal með 5,93. Margrét Sæunn Axelsdóttir varð Íslandsmeistari í fimi.  Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Flugeldasýning

Í tilefni af hátíðarhöldum hjá bæjarfélaginu okkar verður flugeldasýning á nýja bæjartorginu næstkomandi laugardagskvöld, 30. ágúst.  Það kvöld er óheimilt að vera með hesta utandyra á svæði hestamannafélagsins Harðar þar sem hross geta orðið óróleg og fælst.  Því er einnig beint til hestaeigenda að líta eftir hrossum sýnum á meðan á flugeldasýningunni stendur og gera viðeigandi ráðstafanir telji þeir það nauðsynlegt (útvarp í hesthúsum, girðingar vel heldar og þ.háttar).  Sýningin verður að loknum stórtónleikum sem verða á torginu kl. 22.30

Árangur Harðar á Íslandsmóti

Við stóðum okkur vel á Íslandsmótinu, en þar varð Sigríður Sjöfn Ingvarsdóttir Íslandsmeistari í fjórgangi ungmenna sem er frábær árangur og óskum við henni til hamingju með það.    Arnar Logi Lúthersson varð í 8 sæti í unglingaflokki fjórgangi á  Frama frá Víðidalstungu II  með einkunnina 6,3    Í meistaraflokki tölti varð Halldór Guðjónsson  í 3. Sæti á Nátthrafn frá Dallandi með einkunnina 8,00      Í meistaraflokki fimmgangi varð Reynir Örn Pálmason í 4. Sæti á Baldvin frá Stangarholti með einkunnina  7,02    Í töltkeppni T2 (slaktaumatölt) varð Reynir Örn Pálmason  í 1. Sæti á  Baldvin frá Stangarholti  með einkunnina 7,38. Reynir Örn var einnig samanlagður sigurvegari í meistaraflokki

Framkvæmdir við Víkurveg og Vesturlandsveg

Góðan daginn hestamenn.

 Bréf þetta er sent forsvarsmönnum hestafélaga á Reykjavíkursvæðinu. Eins og mögulega hefur vakið athygli ykkar standa yfir framkvæmdir við gatnamót Víkurvegar og Vesturlandsvegar. Orkuveitan leggur þar rafstreng og hefur leyfi til að leggja hann í reiðstíg þar sem þrengst er við brúnna. Austan og vestan við brúnna liggur strengurinn samsíða stígnum en þverar hann á nokkrum stöðum. Athygli mín var vakin á því nokkuð eftir að framkvæmdir voru vel á veg komnar að þetta er sá tími árs sem reiðstígurinn er helst notaður. Verkinu líkur þó ekki fyrr en að nokkrum vikum liðnum.  Við höfum reynt að sjá til þess að greið leið sé framhjá framkvæmdasvæðinu, en neyðumst til þess að vísa mönnum inn á göngustíg sem þarna liggur samhliða. Verktakinn (ÍAV) hefur einnig reynt að merkja leiðina í gegnum svæðið svo hún sé augljós. Ljóst er að þetta er rask á leið stígsins og höfðum því til ykkar að fara gætilega um svæðið. Við reynum líka að taka ábendingum vel um hvað mætti betur fara.  

f.h. framkvæmdareftirlits með verkinu.

Frábær árangur á Landsmóti

Nú er Landsmót að baki og getum við Harðarfélagar verið stolt af okkar fólki. Meira en helmingur hestanna okkar lentu í 30 manna úrslitum og nærri því allir voru ofan við meðallag hesta á mótinu.  Við náðum vægast sagt frábærum árangri í yngri flokkunum en þar áttum við fyrsta sætið í bæði unglinga og ungmennaflokki.  Arnar Logi Lúthersson og Frami frá Víðidalstungu II sigruðu í A-úrslitin í unglingaflokki  með einkunnina 8,80.   Grettir Jónasson á Gusti frá Lækjarbakka sigraði A-úrslitin í ungmennaflokki og var hann einnig með einkunnina 8,80.   Halldór Guðjónsson varð í þriðja sæti í A úrslitum í tölti á Nátthrafni frá Dallandi með einkunnina 8,44 og Jóhann Þór Jóhannesson (Tóti í Dalsgarði) varð í þriðja sæti í 250 metra skeiði á tímanum 24,32.  Reynir Örn Pálmason og Baldvin frá Stangárholti urðu í 10 sæti í B úrslitum í A flokki gæðinga með einkunnina 8,60 og Linda Rún Pétursdóttir á Stjarna frá Blönduósi varð í 14. sæti í B úrslitum í ungmennaflokki með 8,42. Katrín Sveinsdóttir varð svo í 14. sæti í barnaflokki á Gými frá Grund með einkunnina 8,0.  Þrír knapar lentu í 31. sætinu, en menn höfðu á orði að það sæti væri orðið eins og 16. sætið okkar í Eurovision.  Þetta er frábær árangur og algjör viðsnúningur frá frekar slökum landsmótsárangri árið 2006.  Árangur sem verður okkur sem stjórnum félaginu hvatning til að styðja enn betur við bakið á úrvalsknöpunum okkar.  Til hamingju allir knapar sem fóru á Landsmót og héldu vel á merkjum Harðar sem og allir Harðarfélagar.

Kveðja Guðjón Magnússon, formaður

Hópferð á þýska meistaramótið

 Úrval útsýn bað okkur að byrta eftirfarandi tilkynningu

Ferðaskrifstofa allra hestamanna, Úrval-Útsýn verður með ferð á þýska meistaramótið 14.-18. ágúst 2008. Aðeins 25 sæti í boði og gildir reglan að fyrstur kemur fyrstur fær. Það er hinn síungi gleðigjafi, Sigurður Sæmundsson sem verður fararstjóri í ferðinni og ætlar að sjá til þess að hláturtaugarnar verði kitlaðar svo um munar.
Verðið er krónur 84.500 (miðað við gengi 2. júni ) á mann í tvíbýli.  
Innifalið er: Flug, skattar, flugvallarakstur erlendis, gisting á 4* hóteli í 4 nætur með morgunmat, akstur frá hóteli á mótssvæði, aðgöngumiði á mótið og íslensk fararstjórn.Þetta tilboð gildir til 15. júní en eftir það hækkar ferðin um kr. 5.000. Eingöngu er hægt að kaupa ferðina á netinu á slóðinni www.uu.is Með bestu kveðju,Úrval-Útsýn

Afreks- og styrktarsjóður, úthlutun styrkja

Mosfellsbær og Hörður hafa sett upp styrktarsjóð með það að markmiði að styrkja afreksfólk í hestaíþróttinni til enn frekari dáða.  Sjóðurinn heitir Afreks- og styrktarsjóður Hestamannafélagsins Harðar og Mosfellsbæjar.  Stjórn sjóðsins skipa Guðjón Magnússon formaður Harðar, Guðný Ývarsdóttir gjaldkeri Harðar og Sigurður Guðmundsson íþróttafulltrúi Mosfellsbæjar.  Í ár höfum við ákveðið að veita eftirtalda styrki.

1. Ferðastyrkur til knapa sem fer á Youth Camp, kr. 50.000.-

2. Þjálfunarstyrkur til þess Harðar knapa sem nær lengst í gæðingakeppni á Landsmóti 2008, allir aldurshópar eru með. kr. 100.000.-   Ef tveir eða fleiri knapar ná jafn langt í mismunandi aldurshópum verður styrknum skipt jafnt á milli þeirra.

3. Þjálfunarstyrkur til þess Harðarknapa sem nær lengst í hringvallargreinum á Íslandsmóti 2008, allir aldurshópar eru með. kr. 100.000.-   Ef tveir eða fleiri knapar ná jafn langt í mismunandi aldurshópum verður styrknum skipt jafnt á milli þeirra.

Stjórn Afreks- og styrktarsjóðs Hestamannafélagsins Harðar og Mosfellsbæjar.

Reiðhöllin, staða mála

Kæru félagsmenn, það hefur ekki farið framhjá neinum að verulegar tafir hafa orðið á reiðhallarbyggingunni okkar.  Það hefur dregist hjá okkur að setja ykkur inn í stöðu mála, einkum vegna þess að framvinda mála hefur verið með ólíkindum og  við vissum ekki fyrir víst hvernig framhaldið yrði fyrr en nú.  

Við ákváðum að bjóða verkið út í heild á sínum tíma, þ.e. að reistu húsi fullfrágengnu að utan.  Þar með var fullnaðarhönnun hússins innifalin í verkinu.  Þetta var gert til að hafa verkið allt á einni hendi og útiloka þar með að verktakinn kenndi ófullnægjandi hönnun um tafir og aukaverk eins og oft vill verða.  Venjulega gefst þessi aðferð mjög vel og minkar verulega líkurnar á aukaverkum með tilheyrandi aukakostnaði. Allt fór þetta vel af stað og aðalverktakinn réði til sín arkitekt og verkfræðing sem áttu að skila teikningum í águst 2007, en skila átti okkur reiðhöllinni 1.des.2007.  Arkitektinn skilaði fljótt og vel, þannig að hægt var að grafa og gera burðarpúðann undir reiðhöllina, en verkfræðingurinn skilaði ekki teikningum þrátt fyrir að aðalverktakinn legði á hann verulega pressu.  

Nánar...